Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 26
VÍDEÓ- VIKAN
„Nú nálgast óðum, að nýja framhaldssagan byrji: ANGELIQUE, eftir
hjónin Anne og Serge Golon. Það er sennilega einhver bezta framhalds-
sagan, sem VIKAN hefur birt, og er þá mikið sagt."
Þetta var inngangur að kynningu VIKUNNAR á framhaldssögunni
ANGELIQUE sem nú er komin á vídeó-spólur og einnig hér á landi. Þessi
saga var framhaldssaga í VIKUNNI fyrir um það bil tuttugu árum,
byrjaði 18. júní 1964 og entist í ein fjögur ár. Þýðandi þessarar löngu
sögu í Vikunni var Sigurður Hreiðar Hreiðarsson.
Angelique var einnig sýnd í Austurbæjarbíói á sínum tíma og minnast
þess þeir er hana sáu þar.
Einkaréttur: ARNAR-VIDEO.
Leikstjóri: Paul Nicholas og
Bernhard Borderie.
Aðalhlutverk: Michéle
Mercier, Robert Hossein,
Jean Rochefort, Claude
Giraud, Samy Frey.
Einkaréttur hér á landi: JS-
Video (MGM/UA).
Leikstjóri: Paul Wendkos.
Aðalhlutverk: Joseph
Bottoms, Ben Masters,
Michael Beck, Tess Harper,
Debbie Allen, Karen
Austin, James Whitmore.
Angelique — lengsta myndin
Celebrity — mynd í tveimur hlutum
Sú útgáfa af ANGELIQUE, sem
við ræðum um hér og er komin á
flestar vídeóleigur, er á 5 spól-
um og er sýningartími hverrar
ýmist 100 eða 120 mínútur.
Ummæli Breta um þessa kvik-
mynd voru þau að sagan af
ANGELIQUE væri tvímælalaust
mesta ástarsaga sem skrifuð heföi
verið síðan Á hverfanda hveli kom
út — og mun meira spennandi en
Sagan af Amber. . . — Svo mörg
voru þau orð breskra um
ANGELIQUE.
Og víst er um það að atburða-
rásin í Angelique er hröð og mikið
gerist: eiturmorð, einvígi og róm-
antísk ástarævintýri svo eitthvað
sé nefnt.
Sagan gerist á hinu mikla upp-
reisnartímabili í Frakklandi á
dögum Lúðvíks 14. Viö fylgjumst
með Angelique frá klausturskóla
til þess tíma er hún giftist manni
sem hún hafði aldrei séð, manni
sem almannarómur taldi djöful-
inn sjálfan í mannsmynd.
Þessi maður, sem er auðugur
og markaður lífsreynslu, vekur þó
ást Angelique við nánari kynni.
Þegar hann síðan deyr, aö því er
virðist að undirlagi konungs,
verður það að ástríðu hjá
Angelique að hefna dauöa manns
síns með öllum tiltækum ráðum,
þó að til þess verði hún að ganga í
lið með undirheimafólki Parísar.
Þegar þangaö kemur hittir hún
æskuvin sinn, Nicolas, sem
drottnar þar og hjálpar Angelique
sem hann getur.
Angelique kynnist nýjum og
nýjum mönnum en í hvert sinn
er hún virðist vera að öölast
hamingjuna á ný lítur svo út sem
hún eigi sök á dauða þeirra allra.
Hún er eins og illur andi, eins og
„svarti dauði” sem drepur allt
sem hún elskar...
Hún lendir í hinum ótrúlegustu
ævintýrum, kemst meöal annars
í kynni við konunginn, Lúðvík 14.,
og er mikils metin við hirð hans.
Og honum neitar hún ekki um
neitt þótt hún telji hann eiga sök á
dauða manns síns.
En undir niðri kemst aðeins ein
hugsun aö hjá Angelique, að finna
eiginmann sinn aftur þegar kon-
ungur hefur gefið henni í skyn að
hann sé alls ekki dáinn heldur hafi
annar maður verið tekinn af lífi í
hans stað.
Myndin er að sjálfsögðu frönsk
og ber að horfa á hana með sama
hugarfari og Frakkar minnast
gjarnan þess tímabils er upp-
reisnir og valdabarátta var dag-
legt brauð í landi þeirra.
Islenskur texti er með mynd-
inni. Þýðendur eru Hersteinn
Pálsson og Ingunn Ingólfsdóttir.
Sagan hefst í Fort Worth í Texas
árið 1950. Þrír vinir úr mennta-
skóla standa þétt saman. Þeir eru
óaðskiljanlegir í námi og leik —
líka daginn áður en þeir útskrifast
eða réttara sagt kvöldið áöur. . .
Þaö kvöld sameinast þeir
um að varðveita leyndarmál.
Þrír ungir menn, sem héldu að
vináttan myndi haldast að eilífu,
fjarlægjast skyndilega hver ann-
an. Þeir geymdu leyndarmálið
hver með sér og það ásótti þá alla.
Kaflaskipti verða í myndinni
þegar sögusviðiö færist til ársins
1954 og Houston í Texas. Tveir
vinanna hittast að nýju.
Svipmyndum er brugðið upp úr lífi
hvers og eins og inn í söguþráðinn
fléttast heimilisaðstæöur og upp-
runi — til dæmis hjá þeim er bjó
með móður sinni, trúaöri, sem
framdi sjálfsmorð, á sömu stundu
og sonurinn gekk aö altarinu til að
giftast.
Ástamál í einkalífi söguhetj-
anna koma raunar inn í myndina
fyrr en varir og með svipuðum
formerkjum þótt ólíkir séu fylgi-
nautamir.
Og sögusviðið sveiflast milli
ára. Fort Worth, áriö 1975, og
Houston, árið 1960. — Allt með
reglubundnum hætti til þess að
gefa áhorfendum innsýn í at-
burðarás hjá söguhetjunum.
Einn hinna þriggja leggur fyrir
sig blaðamennsku, annar gerist
kvikmyndaleikari og sá þriðji
stundar viðskipti af vafasömu
tagi.
Þaö teygist úr tímanum og í
tuttugu og fimm ár lifa þessir
fyrrverandi vinir úr menntaskóla
við frægð — og sekt sína í senn.
Þeir afneita fortíðinni og hver
öðrum, að því er viröist undir yfir-
skini frægðar sinnar.
En þegar leiðir þeirra liggja
skyndilega saman að nýju er
leyndarmálið afhjúpað og máls-
rannsókn verður að stórfrétt þar
sem lífsmynstur þeirra verður
samofið þeim örlögum sem á há-
stigi taka ekki nema eina stefnu,
aö endalokum.
Sýningartími myndarinnar er
samtals 3 klukkustundir og 45
mínútur. Islenskur texti fylgir
myndinni.
26 Vikan S. tbl.