Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 46
Framhaldssaga
„Grípið hann! Bindið
þorparann!”
Hemmings hrópaði upp yfir sig
og hljóp til dyra. Hönd hans, sem
fálmaði eftir snerlinum, var níst í
sundur af hárbeittum byssusting
Hálendings.
GARETH Hemmings var dreginn
fyrir rétt fyrir svik við hinn kon-
unglega her næsta morgun hjá
sérlegum vígvallarherrétti, sem
helsti aðstoðarmaður hernaðar-
landstjórans stýrði, auk Seaforth-
ofurstans og friðdómara Quebec-
bæjar. Þó ákæröi kvæðist „ekki
sekur” var það holhljóma og á það
var lögð áhersla með hamars-
höggum trésmiöa sem reistu
gálga á torginu fyrir utan for-
ingjamessann þar sem rétturinn
stóð.
Eitt sönnunargagn nægði til að
dæma fangann. Afrit eða útdrátt-
ur meö hans hendi úr skjali með
yfirskriftinni Mat á hemaðar-
stöðu, ásamt áætlun um herferðir
næsta vor, 1814, þar með talið
lending í Cheapeakeflóa og umsát-
ur um Washingtonborg, en höf-
undur þess var sir Claude Devizes
og innihaldið hafði verið sam-
þykkt fyrir herráði í Montreal í
vikunni áður. Utdrátturinn,
áritaöur til frú Maríu Hemmings í
Dock Street í neðri bænum (hún
bjó sem sé engan veginn í f jarlægu
og fögru Gloucester), olli því að
herflokkur var sendur heim til frú
Hemmings. Þegar vesalings kon-
an heyrði barið að dyrum hjá sér
skaut hún sig í höfuðiö. 1 húsi
hennar fundust bréf, skrifuð á
frumstæðu dulmáli af manninum
sem reyndist vera óskilgetinn son-
ur hennar, ásamt skilaboðum frá
njósnastjóra Kana í Eastport,
landamærabæ sem Bretar höfðu á
sínu valdi. Það sem vafðist fyrir
leitarmönnum var fullkomin skrá
um breskan aðal, vandvirknislega
færð með hendi látnu konunnar og
tíundaði nöfn þessara upphöfnu
vera niður í fjarskyldasta átt-
menning.
Það lék aldrei vafi á úr-
skuröinum, dómurinn svo fyrir-
sjáanlegur að trésmiðirnir höfðu
verið að smíða frá dögun. Hemm-
ings, fölum og teknum með
umbúna hönd, var sagt að hann
yrði þegar leiddur út og samstund-
is tekinn af lífi með því að hengja
hann um leið og búiö yrði að reisa
gálgann sómasamlega.
SIR CLAUDE snæddi einn í rúm-
inu. Hann hallaðist upp að púða-
hlaða og haföi þrjá þjóna til að
skenkja rauðvín og koníak; hjálpa
sér meö súpuna; hreinsa hálfa
humarinn og skera lambakóte-
letturnar. Hernaðarlandstjórinn í
Quebec var fjarri því að vera sá
gamli, þreytti maður sem kom
heim daginn áður. I anda og í
matarlyst — þó ekki væri í styrk
útlima — var hann hress eins og
maður á besta aldri.
Eftir að hafa lokið fimmrétt-
aðri máltíð með hliðarréttum,
ásamt tveimur flöskum af Bor-
deaux-víni, hallaði riddarinn sér
aftur upp að koddunum og yljaði
koníaksglasiö milli magurra
handanna.
„Berið kveðju mína til lafði
Devizes,” sagði hann. „Spyrjið
hennar náö hvort hún vilji vera
svo væn að koma hingað til mín
fyrst ég er ófær um að fara á
hennarfund.”
„Já, sir Claude.” Þjónamir
fóru með bugti og beygingum út úr
svefnberberginu.
Emma tók viö boðum eigin-
manns síns — kvaðningu? — með
töluverðum kvíða eins og henni
sannarlega bar með tilliti til sam-
viskukvala hennar. Eftir aö hún
vaknaði og sá að Agnes Reilly var
farin baöaöi hún sig og fór í kvöld-
kjól húsfreyju og var að reyna að
finna ráð til að komast inn til sir
Claude og tala við hann þegar
þjónninn kom með skilaboðin.
Otti hennar hvarf þegar hún
sá hann. Hann heilsaði henni með
útréttum höndum, bað hana að
kyssa sig á vangann, klappaði
henni á kinnina og sagði henni að
hún væri yndislegt barn.
„Þetta er búið að vera erfitt
tímabil hjá þér, Emma mín,”
sagði hann. „Ef ekki hefði verið
fyrir aðkallandi atburði hefði ég
farið með þig upp í sveit í fáeina
daga meðan verið er að útkljá
allt þetta mál. En svona nú, þessu
er lokið núna. Þorparinn
Hemmings er dauður og grafinn.
Samt efast ég um aö það illa sem
hann kom til leiðar sé langt í frá
liðiö hjá.”
„Af — af hverju ekki, herra?”
spurði Emma.
Sir Claude nuddaði stórt nefið og
var þungbúinn. „Nú, þegar svik
Hemmings eru komin fram í dags-
ljósið, fá óvinir mínir vopnið í
hendur til að eyðileggja mig,”
sagði hann. „En ég verð fyrri til,
kem í veg fyrir niðurlægingu og
brottrekstur og segi af mér sem
hernaðarlandstjóri og segi upp
stööu minni í hernum. ”
„0, nei, herra — nei!” hrópaði
Emma hrelld.
Hann brosti ástúðlega til hennar
og strauk henni um vangann.
„Verður það svo skelfilegt,
Emma litla?” spurði hann. „Að
hafa manninn þinn heima allan
daginn?”
„Herra, ég átti ekki við. ..”
„Auðvitað ekki, ég var bara ab
stríða þér. Nei, ég bið þig að hafa
ekki áhyggjur mín vegna. Eg er,
eins og þú sérð, maður sem orðinn
er gamall og brotinn í þjónustu
konungsins. Þaö er tími til kom-
inn að ég hverfi inn í skuggann og
gefi þeim ungu, þeim heilbrigöu,
þeim hraðfættu rúm.”
„Herra, ég varð til þessa!”
hrópaði Emma. „Með því aö
koma upp um Hemmings inn-
siglaði ég fall þitt!”
„Það er ekki rétt, vina mín,”
svaraði eiginmaður hennar.
„Þegar þú vaktir mig í nótt og
sagðir mér það sem hann hafði
hvatt þig til að gera sviptirðu burt
krabbameini sem hefur valdið
dauða mörg þúsund manna og
verið fremsta orsök hernaðar-
áfalla þessa árs. Það er ég sem
ber ábyrgð á örlögum mínum, ég
sem nærði þessa nöðru við brjóst
mitt, treysti henni betur en
nokkrum öðrum aðstoðarmanni
mínum, trúði henni fyrir því sem
næst öllu öðru en leynilegustu
málum. Þaa mál, eins og við
vitum nú, grófst Hemmings
sjálfur fyrir um. Nei, Emma, með
því að velja þá leið sem þú gerðir
hefurðu kannski óvart leitt í ljós
dómgreindarskort minn en þú
vannst mikið verk fyrir konung
þinnogföðurland.”
Emma leit á spegilmynd sína,
sá flóttaleg augu sín, sektina sem
skráð var svo skýrum stöfum —
eöa það virtist henni — aö hann
gæti lesið hana. Hún dró djúpt að
sérandann.. .
„Herra, frá upphafi til enda, allt
frá því að ég vakti þig síöustu nótt,
er spurning sem þú hefur fullan
rétt á að spyrja en hefur þó ekki
nefnt.”
„Nú?” var órætt — og lítið upp-
örvandi — svar hans við þessu.
Aftur dró hún djúpt aö sér
andann og reyndi á ný. „Herra, þú
hefur ekki spurt mig að því hvaða
tök Hemmings haföi á mér, tök
sem gátu komið honum til að
halda að ég myndi svíkja bæði þig
og ættjörðina. Þú hefur ekki spurt
migaðþví.”
„Nei, það hef ég ekki gert,”
svaraði hann rólega.
„En þú hlýtur að hafa gert þér
grein fyrir því aö þessi tök, sem
Hemmings hélt að hann hefði á
mér, væru alvarlegs eðlis?”
„Eftilvill.”
„Herra, ég verð að segja þér
hver þau voru.”
Hann hneigði höfuðið, alvar-
legur í bragði. „Eins og þú óskar,
Emma.”
Hún hafði setið á rúmstokknum
hjá honum í seilingarfjarlægð; nú
reis hún á fætur og stikaði yfir í
hinn enda herbergisins, snerist á
hæli og gekk til baka. Þrívegis
endurtók hún þetta, eirðarlaus
eins og hlébarðaynja í búri,
meðan eiginmaður hennar horfði
á hana úr púðahreiðri sínu, órann-
sakanlegur á svip.
Loks herti hún sig upp og nam
staðar við rúm hans.
„Herra, þegar ég var skilin hér
eftir sveik ég þig. Ég var þér ótrú
áður en sólarhringur var liðinn frá
brottför þinni.”
Hann kinkaði kolli. „Er það
fleira sem þig langar að segja
mér, Emma?” spurði hann hljóð-
lega.
„Það er fleira, herra,” hvíslaði
hún. „Þessi unglingur, þessi
drengur, hélt að hann væri hug-
laus og ætlaði að drepa sig eða
segja upp stöðu sinni fremur en að
fara á vígvöllinn. Ég — ég veitti
honum sönnun um karlmennsku
hans með því að — ganga með
honum í sæng. Og Hemmings
fylgdist meö okkur.”
„Ég skil,” sagði sir Claude.
„Nafn piltsins er, því þú átt rétt
á aö vita það, Morris. Morris
undirforingi í tuttugustu og fyrstu.
Veistu, ég komst aldrei að
skírnarnafni hans.”
„0, Emma, Emma, veslings
barn!” sagði eiginmaður hennar.
„Sestu hérna niður. Haltu í hend-
urnar á mér. Svona. Hertu þig nú
upp, elsku bamið mitt. Ég verð að
segja þér að ungi vinurinn þinn
sannaði karlmennsku sína
frammi fyrir öllum á strönd Erie-
vatns. Og greiddi hæsta gjald.”
„Er hann — dáinn?” hvíslaði
hún.
„Skotinn meðan hann stýrði
hugrakkur sveit gegn bækistöð
Kana. Mér þykir þetta ákaflega
leitt, Emma. Fyrirtaks ungmenni.
Ég þekkti föður hans vel. Vina
mín, ég syrgi með þér.”
„0, herra!” Emma starði á
eiginmann sinn með blendinni
fux'ðu og vantrú. Þessi maður, svo
fyrirmannlegur í bestu merkingu
þess orðs, svo siðmenntaður í alla
staði, sem virtist ekki skeyta neitt
um eigin tilfinningar en hafa
áhyggjur af tilfinningum hennar,
sló niður allar hennar varnir.
Pramhald i næsta blaði.
46 Vikan 5. tbl.