Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 48
 Pósturinn AIRM AIL PAR AVION Er það okkur að kenna? Elsku Póstur. Við erum hérna tvœr í frekar miklum vandræðum og vonum svo sannarlega að Helga hafi farið í megrun eftir jólaátið og hlífi okkar bréfi. Þá er komið að mál- inu. Við erum báðar með strák og erum ENNÞÁ (skrifað með stórum stöfum hjá bréfriturum) hreinar meyjar. Það virðist ekki œtla að takast hjá þeim að afmeyja okkur. Er það okk- ur eða þeim að kenna? Er það. aumingjaskapur að stoppa þá alltaf af? Er hœgt að fara til lœknis og láta af- meyja sig? Hvað þurfum við að gera efþað er hœgt? Þarf stelpa að fá leyfi hjá for- eldrum til þess að komast á pilluna? Elsku Póstur, það kœmi okkur að ótrúlega miklu gagni ef þessu bréfi vœri svarað. Bœjó. Tvœr sem vonast eftir svari eða bara JA og GR. Það er dálítið erfitt að svara bréfinu ykkar þar sem aldur ykkar kemur ekki fram en þó giskar Pósturinn á að þið séuð eitthvað í kringum 15—16 ára. Ef það er rétt til getið hjá Póstinum þá er óþarfi aö undirstrika þetta ennþá einu sinni í sambandi viö það að vera hreinar meyjar. Það er enginn sem segir hvenær þið eigið að byrja samfarir, slíkt kemur hjá ykkur og þið þurfiö ekki að hafa áhyggjur á ykkar aldri. Annað sem Pósturinn rekur augun í er aö þið segið að það virðist ekki ætla að takast hjá vin- um ykkar að afmeyja ykkur. Betra hefði Póstinum þótt ef þið hefðuð skrifað: þaö virðist ekki ætla að takast hjá OKKUR (með stórum stöfum). Þaö er nefnilega þannig að par er saman um sam- farirnar, þetta er ekki eitthvað sem strákar gera við ykkur stelp- urnar. Þið spyrjið einnig hvort það sé ykkur að kenna hvernig gengur. Auðvitað er það ekki ykkur að kenna nema að einu leyti: það er EF þið (vinkonurnar) hafið ekki löngun eða eruð ekki tilbúnar enn- þá. Ef svo er þá er það ekki ykkur að kenna heldur YKKAR MÁL sem þið verðið þá að útskýra fyrir strákunum. Það er því ekki hægt að tala um aumingjaskap í þessu sambandi heldur er þetta mál sem þarf að ræða. Húðfellingin sem lokar leggöng- unum, meyjarhaftið, getur rofnað fyrr en viö fyrstu samfarir, til dæmis við mikla áreynslu eða hnjask. Stundum geta fyrstu sam- farir valdið sársauka og er þá ráðlegt að fara varlega. I einstaka tilfellum þarf að hjálpa dálítið til við þetta en oftast nægir að fara varlega í sakirnar og þá á þetta að koma. Reynið sem sagt að gera ykkur grein fyrir hvað þið viljið og/eða hvar vand- inn liggur. Þið þurfið ekki leyfi foreldra til að fá pilluna. Ef þið leitið til læknis og gangist undir skoðun og í Ijós kemur að ekkert er því til fyrirstöðu að þið fáið pilluna er læknirinn líka bundinn þagnar- skyldu. Það eru skiptar skoðanir meðal lækna um þessi mál en flestir læknar eru þó á því að gefa ungum stúlkum pilluna ef tíða- blæðingar hjá þeim eru orðnar reglulegar og ekkert annað er fyrir hendi sem bendir til að pillan henti ekki. Fékk störu Kœri Póstur. Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér. Ég hef aldrei skrifað áður og vona að ég fái svar við þessu bréfi. Þannig er mál með vexti að ég vinn sem sendill og fer því út um allt. Um daginn sá ég strák sem ég kannaðist svo mikið við, að ég hélt. Ég fór aftur á vinnustað hans daginn eftir og fékk störu — starði á manninn. Ég varð dáleidd af honum. Ég get ekki gleymt honum og ég get ekki sofið, ég er alltaf að hugsa um hann. Ég ér orðin utan við mig afað hugsa um hvernig ég á að komast nær honum. Ég held að hann vilji mig ekki vegna þess að ég er örugglega þremur árum yngri en hann. Ég er sautján ára. Getur þú nokkuð hjálpað mér? Vona að þú birtir þetta bréf. Ein yfir sig ástfangin. Þetta er líklega þaö sem kallað er ást við fyrstu sýn hjá þér. Það /• dugir því ekki að gera ekkert í málinu og lifa í kvöl og pínu út af manninum. Þú verður að herða þig upp, gefa þig á tal við hann og reyna að kynnast honum — þú verður sem sagt að reyna að verða á vegi hans hvort heldur er í vinn- unni eða einhvers staðar annars staöar. Ef þú átt reglulega erindi á vinnustað hans ætti þetta heldur ekki að vera svo erfitt fyrir þig. Þegar þú svo ferð af stað skaltu hafa í huga að það þarf ekki að vera að hann hafi ekki áhuga á að kynnast þér vegna þess að þú ert þremur árum yngri — þið eruð komin yfir unglingsárin — að minnsta kosti yngri unglingsárin — og aldursmunur því öðruvísi en ef þú værir til dæmis þrettán ára og hann sextán eða sautján. „Flatur bjór", „skrýtíð bragð"?! Það er naumast þú hefur allt i einu finan smekk, bölvaður skítakleprinn! 48 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.