Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 33

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 33
I Margir telja þrjár borgir fegurstar í Frakklandi. Þær eru Cannes, Vichy og Annecy. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera hreinar og snyrtilegar. Allar eiga þær glæstar byggingar og gnótt náttúrufegurðar sem heillar ferðamenn. Cannes er við strönd Miðjarðarhafsins og státar af bað- strönd sem á fáa sína líka og er títt nefnd í bókmenntum. Vichy býður upp á heilsulindir auk þess að vera sögulega merkileg. En Pétain marskálkur stjómaði Frakklandi þaðan um árabil meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Annecy, sem er skammt frá svissnesku landamærunum, er líklega sú þessara borga sem okkur er ókunnust. Hún stendur við stöðuvatnið Lac d’Annecy í Alpa- fjöllunum og á sér ekki merkilega sögu. Gamli miðbærinn í Annecy er dæmigerður miðaldabær. Efst gín kastalinn, fyrrum aðsetur höfðingjanna, en nú hýsir hann minjasafn. Umhverfis kastalann eru múrveggir og'utan þeirra eru híbýli alþýðunnar, lágreist hús sem sum hver eru varla annað en ólögulegir kofar við þröngar götur. Nú til dags em þessi hús feikilega eftirsótt og eru seld dýru verði. Það er mikil og útbreidd tíska að gera upp gömul hús og eru franskar borgir þar engin undantekning. Endurbygging gamla miðbæjarins í Annecy hefur tekist fádæma vel. Núna ríkir þar ævintýrastemmning og auðvelt er að ímynda sér að maöur sé staddur á sviðinu í Kardemommubænum þegar gengið er um öngstrætin. Þessi gamli miðbær er gjaman kallaður Feneyjar Frakklands þar sem nokkur húsanna em umlukin vatni en lítil á, sem á upptök sín í Annecyvatninu, rennur í gegnum bæinn. Lítil veitingahús eru í hverju húsi meðfram ánni. Á kvöldin, þegar fjöldi matargesta er sem mestur, er borðum bætt við úti á gangstéttinni. Þaðan er hægt að virða fyrir sér þetta notalega um- hverfi, kyrrt vatniö og tígulega svanina sem þar synda en líklega hefur litla steinhúsið, sem áður fyrr var stjómarráð og fangelsi, mesta aðdráttaraflið. Sagt er að enginn ljósmyndari fari frá Annecy án þess að hafa tekið mynd af því. Þó er hætt við að ein- hverjir hafi farið þaðan án þess að finna þennan miðbæ því hann blasir ekki við. Einfaldast er að fara niöur aö bátahöfninni á bakka stöðuvatnsins og fylgja litlu ánni. Það er þess virði. Texti og myndir: Guðlaug Guðmundsdóttir 5. tbl. Vikan 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.