Vikan


Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 31.01.1985, Blaðsíða 40
Fimm mínútur meö Willy Breinholst Óhappadagur Kansas-Kidda Kansas-Kiddi, einn af verst þokkuðu byssubófum villta vestursins, átti mjög óvenjulegan dag til að halda upp á. Það voru liðin tuttugu og fimm ár, í það minnsta, sem hann hafði haldiö í sér lífinu með hjálp perluskreyttu sexhleypunnar sinnar. Hann hafði ákveðið að halda upp á daginn með smábyssuleik sem átti að verða lengi í minnum hafður í hinu mikla, viUta vestri. En dagurinn varð ekki alls kostar eins og hann hafði vænst og það er einmitt það sem saga þessi segir frá. Strax um morguninn hafði unga konan hans, hún Klementína, vakið athygli hans á því að það væri nú rétt að halda dálítið upp á daginn í mat og drykk. — Heldurðu að þú gætir ekki, í tilefni dagsins, farið út og háls- höggvið kalkúninn? sagði hún við hann. — Hálshöggvið kalkúninn? endurtók Kansas-Kiddi þurrlega, nú, á þetta ræfils-fiðurfé að gjalda þess að ég á þetta byssubófaaf- mæli, að það eru tuttugu og fimm ár síðan ég rændi þennan póst- vagn forðum í Dauðsmannsdal! Hann fór út að ná í feita átvagl- ið, kalkúninn, en þegar fuglinn sá öxina vöknuðu hjá honum ákveön- ar grunsemdir og hann reif sig lausan og flögraði upp á þakið á hlöðunni. Kansas-Kiddi varð að gefast upp við að ná í hann. I stað- inn sveiflaði hann sér upp í hnakk- inn á svarta hestinum sínum og hvarf út í auðnina. Á veginum norðan við Chino Cliffs kom hann sér fyrir í launsátri til að geta ráöist á póst- lestina frá Tuscon en ekilinn hlýt- ur að hafa grunað eitthvað og far- ið aðra leið en venjulega. Að minnsta kosti leið og beið og ekki kom póstlestin og sólin hellti brennheitum geislum sínum yfir mörkina, svo aö Kansas-Kiddi varð að hlaupa í hvarf bak við klett nokkum. Hann dró barða- stóra kúrekahattinn betur niður á ennið og settist. Hann vissi ekki hve lengi hann hafði blundað þegar hann allt í einu heyrði hófa- dyn, hann stökk á fætur og reif fram sexhleypuna og kom fram undan klettinum. — Þetta er hátíðarrán! hvæsti hann. Upp með krumlumar, fram með gullið, eða... Það var orðið of seint þegar hann uppgötvaði að hann stóð frammi fyrir Sam Salt lögreglu- stjóra og hans liði. — Sorrí, Sam, tautaði hann í barminn og reyndi í snarhasti að troða byssunni í beltið aftur. Þetta var auðvitað bara spaug, Sam, tuldraði hann. Ég hélt að... — Já, þú hélst að þetta væri póstlestin frá Tuscon! En hún kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkutíma og tU öryggis held ég að ég haldi mig á svæðinu ásamt Uði mínu þangað til hún er farin framhjá. Maður veit aldrei nema einhverjum dytti nú í hug að ræna öUum launaumslögunum frá jámbrautarfélaginu og gullinu sem er verið að flytja úr Stamps- Waldo-námunum, eða hvað, Kansas-Kiddi? — Nei, viðurkenndi Kansas- Kiddi og stökk upp í hnakkinn á svarta hestinum sínum, þaö er bæði satt og rétt hjá þér, Sam, bæði satt og rétt. Nú. . . jæja, ég er þá bara aö drífa mig... Fullbúin hús — á föstu verði að kaupa HOSBY hús hefur ótvíræða kosti sem eru m.a.: • Fullbúin og uppsett hús á föstu verði. • Eingöngu eru notuð fyrsta flokks hrá- efni — og hvergi til sparað. • Góð einangrun og þrefalt gler halda reksturskostnaði í lágmarki. • Byggingartíminn finnst hvergi styttri. Það eru möguieikar á að skoða Hosby hús i Reykjavik, Akureyri og á isafirði. Hafið samband við okkur og fáið allar nánari upp- lýsingar eða biðjið um ókeypis litmynda- bækling. Bakkasiðu 1, 600 Akureyri. Simi 96-22251. Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi. Sími 91-79277.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.