Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 9
\3 i NÆSTU VIKU:
Edda Björgvins:
„Veistu, ég er dálítið hrædd um að þetta sé aldurinn, maður er ekki
eins krúttaralegur í lopapeysunni á f ertugsaldri. ”
Þetta segir Edda meðal annars í skemmtilegu viðtali í Jóla-Vikunni.
Margt fleira ber á góma: kjaftasögur, uppvöxt og ástina, svo nokkuð sé
nefnt.
Jól í órafjarlægð að heiman
Jólin á íslandi eru sannkölluð fjölskylduhátíö og fyrir flesta skiptir
óendanlega miklu máli aö komast heim um jólin og halda þau á gamla,
góða, hefðbundna háttinn í faðmi fjölskyldunnar. En aðrir eiga allt
annars konar jól í órafjarlægð frá heimilum sínum, við nám og störf í
gjörólíku umhverfi. Þá vill jólahaldið verða með nokkru öðru móti.
Svala Sigurleifsdóttir myndlistarmaður segir frá jólum á listasöfnum
New York-borgar og fleiru og Björn Jónsson frá jólum við hjálparstörf í
Súdan.
Hvað gerirðu á Þorláksmessu?
Hver er ráðherrann sem eldar sjálfur skötu á Þorláksmessu handa
völdum hópi karlmanna eöa skáldkonan sem mætir í jólaglögg til Sig-
fúsar Daðasonar sama dag? Um það má lesa í næstu Viku þegar fimm
þekktir íslendingar svara spurningunni: Hvað gerirðu á Þorláksmessu?
Jólaföndur
Nú líður að jólum og jólaundirbúningurinn að komast á skriö.
Mörgum þykir nóg um allt umstangið og hamaganginn en alíir hafa gott
af því að gefa sér tíma til að búa sjálfir til jólaskraut, slappa af við jóla-
föndur með fjölskyldu og vinum. í næstu Viku eru myndir og vinnulýs-
ingar á frábæru jólaskrauti eftir Ingibjörgu Eldon.
Annað safaríkt:
Þrír íslenskir hönnuðir sýna hvernig þeir ætla að verða á jólunum.
Innlit í Byggt og búið, spilaspá samkvæmt þremur kerfum, jólasaga eft-
ir Damon Runyon sem heitir Jólasveinn á pálmaströnd, Sverrir Storm-
sker á öðrum fæti, poppið snýst um Rikshaw og í jólaeldhúsi er kalkún
og meðlæti sem eykur áreiðanlega munnvatnsframleiðsluna.
Modelsmíði er heillandi tómstundagaman, sem stundað er af
fólki á öllum aldri.
Vönduðu plastmódelin frá REVELL fást nú í geysilegu úrvali:
Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestir og hús í öllum
mögulegum gerðum og stærðum.
TomsTunonHusiÐ hf
laugouegiBi-Raitiouit 0-S19D1
>
48. tbl. Vikan 9