Vikan


Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 24
 Ég varð leik- ari vegna óframfærni, segir Lee Marvin Ég held að Hollywood sé búin að vera eins og hún var i gamla daga. Ekkert er varanlegt nema still. Still kemur og fer og allt er i fullkominni og endalausri þróun. Það er bara að ég veit alltaf minna og minna um hvernig allt virkar. Ég hef aldrei horft í gegnum kvikmyndavélina hvort sem er. Þegar ég kem i upp- töku er ég alltaf jafnhissa. Það er eins og ég sé á sýningarferðalagi. „Hvaða vél er þetta?" „Ó, viltu að ég sé þarna?" Allt i lagi. Ég get enn- þá gengið héðan og yfir á hinn stað- inn og þeir vita ástæðuna. Starfsmennirnir halda að ég viti meira en ég veit. Ég spyr engra spurninga, þykist bara vera salla- rólegur. Ég er að lesa Biblíuna. Ég var að leita að kafla sem ég rakst á í London þegar við vorum að vinna að kvikmyndinni Dirty Dozen. Þessi kafli var letraður á RAF (Royal Air Force) minnismerki um pólska flugmenn sem flugu í flugorrustunni um Bretland árið 1940. Þetta er frábær setning og er eitthvað á þessa leið: „Ég barðist í þágu hins góða, ég er kominn á leiðarenda en ég hef haldið trúnni.” Óbeit á ofbeldi Ég hef leikið útlaga og bófa en ég hef svo mikla óbeit á ofbeldi að ég er tilbúinn að æsa mig upp yfir því. Maðurinn er prúðmenni upp að vissu marki en það getur komið að því að orð missi áhrif sín. Það er hræðilegt að komast í þannig ástand því að þá verður maður að aðhafast eitthvað ofsafengið. Það gekk alveg fram af mér fyrir ári þegar ég sá kvikmyndina Point Blank á kvikmyndahátíð. Það er dæmigerð gróf kvikmynd. Ég var búinn að gleyma. Maður hefur séð þessa mynd þúsund sinnum í mismunandi útgáfum. Þetta voru erfiðir tímar fyrir mig, einnig í einkalífinu. Ég notaði mikið af þessum tilfinningum á meðan við vorum að vinna að kvikmyndinni. Ég notaði jafnvel sjálfsvíg eigin- konu minnar. Ég fékk óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Cat Ballou árið 1965. Mér fannst það nokkuð seint. Ég „Ég fékk óskarsverðlaun fyrir kvik- myndina Cat Ballou árið 1965. Mér fannst það nokkuð seint." „Starfsmennirnir halda að ég viti meira en ég veit. Ég spyr engra spurninga, þykist bara vera sallaró- legur." ekki viss um að ég hafi þær til hlið- sjónar þegar ég þarf að taka mik- ilvægar ákvarðanir, en upp að vissu marki. Annars er leitin yfir- staðin. Leitin verður að vera í gegnum kvikmyndavélina. Það er ekki hægt aö koma inn á sama hátt og maður kveður eða öfugt. hefði átt að fá óskarinn á meðan ég var í skóla. Ég var kominn yfir fertugt. Það var svo sem allt í lagi en hver sem var hefði leikið vel í myndinni. Myndin var fyrsta tilraunin til að gera grín að hinum hefðbundnu kúrekamyndum. Mér fannst þaö ekki, hinum fannst það. Mér fannst myndin vera harmleikur. Hvert geta gömlu skytturnar farið? Og gamlir atvinnumenn í hnefaleik? Það er allt á sömu bókina lært. Þeir lenda allir á drykkjumannahælum. Blaðamenn afbaka Blaðamenn afbaka mikið það sem ég segi. Mikið af því sem skrifað er um mig er uppspuni, en það er einmitt það sem gerist. Maður verður að hafa ytri ásýnd til að fela sig bak við svo að maður leyfir fólki að hugsa það sem það vill og er alltaf sammála, jafnvel þó að maður sé á öndverðum meiði. Ég hef komist að því að fólk sem ég virði mest hefur notað sér þetta bragð. Eins og John Ford — það héldu allir að þeir gjörþekktu hann svo að þeir voru mjög varnarlausir gagnvart honum og hann neitaði að svara. En hann vissi hitt og þetta og hann ÞEKKTI fólk. Margir sögðu honum hræðilega hleypi- dómafullar sögur af því að þeir héldu að það væru slíkar sögur sem hann hefði gaman af. Mánuði síðar eða meira notaði hann þessar sögur á leiksviðinu til að ná sér niðri á þeim. Frábært. Ég bý í borginni Tuscon í Arizonafylki. Ég reyni að halda húsinu í horfinu og laga það sem aflaga fer. Ég geri svo sem ekki neitt. Ég fer aldrei í útreiðartúra. Stundum les ég ef ég finn eitthvað áhugavert. Ég er nýbúinn að lesa allar bækurnar eftir rithöfundinn William Kennedy. Ég er viss um að það líður langur tími þangað til ég finn eitthvað sem hefur jafn- mikil áhrif á mig, en hver veit? Þú stillir yfir á playboyrásina í nokkrar mínútur og þarna er ÞAÐ, öskrandi yfir guðs eigið land. Ég held að ekki sé hægt að spyrja hver söguþráðurinn sé. Mér þykir ennþá gaman að góðum sögum. Ég hefði gaman af að leika í kvikmynd sem innihéldi einhverja hugvitsama staðhæf- ingu en þær eru ekki á hverju strái. Ég hef leikið í nokkrum góð- um kvikmyndum á ferli mínum, mynduro sem vöktu umtal. Þær verða manni minnisstæðar. Ég er Óframfærni mín Nú, þegar ég á nóga aura til að vernda einkalíf mitt, er það mér meira virði en áður. Og ég verð ergilegri en áður ef ég er truflaður heima fyrir. I gamla daga hafði ég meiri þörf fyrir frægðina. Ég var þess vegna alveg eins og peð í höndum áhorfenda minna. Ég gerði allt sem þeir vildu að ég gerði, bara til að uppfylla það sem þeir ætluðust til af mér. Eitt var það sem átti ríkan þátt í því að ég varð leikari, það var óframfærni mín. Ég hélt að hlátrasköll og klapp áhorfenda myndu veita mér það öryggi sem ég var aö leita að. Þegar ég eltist og þroskaðist og byrjaði að njóta ábata velgengninnar fór mér að standa meira á sama hvernig áhorfendaskarinn leit á mig. Mér varð meira virði hvernig einstaklingar tóku mér. Ég hef miklu meira upp úr því að sitja á bar og tala við ókunnugt fólk heldur en að horfa á eigin kvik- mynd í sýningarsal með hinum áhorfendunum. En síðan ég varð frægur gefst mér ekki oft tækifæri til þess. Ég sakna þess af því að mér fellur þest við bláókunnugt fólk. 24 ViKan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.