Vikan


Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 63

Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 63
Shirley Conran ÞRÍTUGASTIOG ÁTTUNDIHLUTI Júdý vegnar vel í New York og rekur nú mikla kynn- ingarstarfsemi. Kata reynir ítrekað að eignast barn en missir ýmist fóstur eða börnin fæðast andvana. Ovæntir erfíðleikar koma upp í hjónabandi hennar. Hún skilur við eiginmanninn og reynir fyrir sér sem blaðamaður með góðum árangri. A meðan fer stjarna Lilíar hækkandi. Hún fær hlut- verk í góðri kvikmynd en Serge heldur áfram að kúga hana. Kata tekur viðtal við Lilí en gegn vilja þeirra beggja verður úr því hið mesta bull og Lilí sárnar mjög við Kötu. Júdý verður loks ástfangin. Sá útvaldi er vellauðugur útgefandi sem gerir henni ljóst að hann muni aldrei skilja við konuna sína. Og síðan hafði hún varpað öllu þessu fyrir róða vegna ástar- innar. Hún vissi að Zimmer hafði á réttu að standa. Hún gat ekki fleygt frá sér frama sínum eða velgengninni sem hún hafði bar- ist svo fyrir. Þetta hóflausa líf í ást og allsnægtum gat ekki haldið áfram endalaust og Lilí var heldur ekki viss um að hún kærði sig um það. Arabískar konur gátu ekki skilið Lilí, þær fyrirlitu hana jafnmikið og þær öfunduðu hana. Karlmennirnir héldu konunum frá Lilí sem var með hættulegar hugmyndir um frelsið. Staður konunnar var hjá öðrum konum, í kvennabúrinu. Karlmennirnir sáu líka sóma sinn í að halda sig í öruggri fjarlægð frá Lilí. Þeir vildu ekki að kóngurinn fengi neina ástæðu til að misskilja saklaus orðaskipti við hana. Fáir töluðu auk þess góða frönsku eða ensku. Abdúllah var önnum kafinn all- an daginn við opinber störf. Lilí vissi aldrei hvenær hún sæi hann næst og þó að það væri gaman hjá henni á kvöidin var hún mjög einmana á daginn. Hana klæjaði af löngun til að fara aftur að vinna, að lifa sínu eigin lífl í stað þessa ljúfa en takmarkaða lífs sem hjákona konungsins. Abdúllah hafði þó ekki að neinu leyti glatað töfrum sínum í augum Lilíar. Stundum tók hann um hökuna á henni og horfði í augun á henni. Síðan fylgdi hann augabrúnunum, enninu og nefinu á henni með einum fingri eins og hann hefði í hyggju að steypa andlitið í mót eða greypa það í minningu sína. Þegar hann gerði þetta brosti hann mildu brosi sem sýndi sömu óendanlegu blíðuna og hún minntist frá því að hún horfði fyrst í augu hans. Þá vissi Lilí fyrir víst að hann elskaði hana. En stundum, þegar hann var með hugann við einhver stjórnmál, kom hann fram við hana eins og hún væri þreytandi hvolpur sem færi í taugarnar á honum. Hann hafði aldrei talað við hana um konu sína eða barn. Lilí gerði sér grein fyrir hve missir hans hafði verið óttalegur, hve þetta kvaldi hann enn hræðilega og hve tilhugsunin um harmleik- inn var honum óbærileg og mik- ið einkamál. Þess vegna þorði hún aldrei að minnast á þetta við hann. En hún vissi að það var óhugsandi að Abdúllah giftist henni nokkurn tíma. Hún var annarrar trúar. Það var skylda hans við þjóð sína að velja sér drottningu með hreint blóð í æðum, drottningu sem gæti fært honum lögmætan erfingja að krúnunni. Það sárasta var að Lilí þráði að fæða honum son, hana langaði til að fínna barn hans hreyfa sig inni í sér, fínna það sparka, taka hendi Abdúllah stolt og leggja hana á útblásinn kviðinn, sjá brjóstin verða stór og þung, tilbúin fyrir barnið hans að sjúga. Lilí þráði festu í lífí sínu meira en nokkru sinni áður og allt þetta sem aðrar konur virtust fá fyrirhafnarlaust, að stofna heimili, gifta sig og eignast barn sem hún gæti ausið í allri þeirri ást sem bjó í brjósti hennar og fékk ekki útrás. Það var önnur ástæða fyrir því að Lilí gat ekki gifst Abdúllah. I þessu landi, þar sem stúlka gat átt á hættu að faðir hennar skæri hana á háls ef grunur lék á að hún hefði verið ein með karl- manni, var Lilí talin viðhald kon- ungsins og hún fann votta fyrir kurteislegri fyrirlitningu hirðar- innar. Hún var hórkona kon- ungsins. Það var enn ein ástæða til fyrir því að Abdúllah gat ekki deilt lífí sínu með henni. Sú ástæða var reyndar óumdeilanleg sönnun þess að hann elskaði hana. Hún var Vesturlandabúi og þar með óvinur. Vikuna áður, þegar arabískir skæruliðar höfðu gert árás á Tel Aviv, hafði Abdúllah verið hinn önugasti og aldrei þóst geta gefíð sér tíma til að taka á móti banda- ríska sendiherranum í áríðandi erindagjörðum. Eftir morgunverð, þegar Lilí var á leið út í hesthúsin, heyrði hún kallað á sig. Hún sneri sér við og sá brosandi andlit sem hún þekkti. ,,Nei, Bill Sheridan, en dásamlegt að hitta þig aftur! ErLinda með þér?” kallaði hún. Hávaxinn lögfræðingurinn frá Texas steig út úr glæsivagnin- um, lagði hramminn yfír Lilí og faðmaði hana að sér. Hún kyssti gamla manninn hlýlega á kinn- ina. „Auðvitað er Linda með mér. Hún er rétt að venjast til- hugsuninni um að vera sendi- herrafrú og er að breyta öllu sem hægt er í sendiráðsbústaðnum. Við heyrðum að þú værir hér en ég átti ekki von á að hitta þig svona fljótt. Hvenær getur þú komið í heimsókn? Manstu eftir grillveislunum sem Linda hélt þarna við Monsieurgötu? Það er ekkert miðað við það sem hún ætlar að gera hér í Sydon. Fólkið hér á eftir að kynnast ósvikinni Texas-gestrisni!” Hann þrýsti höndina á henni. ,,En þú þarft ekki að bíða þar til búið er að teppaleggja! Ég er viss um að það eru liðnir margir mánuðir síðan þú hefur bragðað góða steik með öllu tilheyrandi! Ég hef látið senda mér kjöt hing- að með flugi frá búgarðinum. Hvenær á ég að senda bíl eftir þér, vænan?” Lilí varð hugsi. Abúllah þurfti að fara til Suður-Sydon og yrði í burtu í það minnsta þrjá daga. „Hvernig væri næsta fimmtudag?” ,,Fínt, fínt! Um sex? Við hlökkum sannarlega til þess. Nú er eins gott fyrir mig að koma mér inn með stresstöskuna.” Hann kinkaði kolli í áttina að aðalinngangi hallarinnar og gekk af stað. Þegar Lilí kom aftur úr út- reiðartúrnum beið hvítklæddur þjónn eftir henni. Hann hneigði sig en sagði síðan hásri röddu: „Konungurinn vill hitta ung- frúna strax.” Lilí flýtti sér inn í höllina, fram hjá hvítklæddum hirð- mönnum sem biðu fyrir utan ríkisráðsskrifstofu Abdúllah. Þeir litu á hana með fýlulegum fyrir- litningarsvip. Hvað ætli ég hafí nú gert af mér? hugsaði Lilí. Abdúllah gekk fram og aftur á skrifstofunni eins og brjálað tígrisdýrí búri. ,,Er það rétt sem ég heyri að þú sér að leggja lag þitt við nýja bandaríska sendiherrann ? ’ ’ ,,Bill Sheridan er gamall vinur minn. Ég hef þekkt hann og konuna hans í mörg ár! ’ ’ 48. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.