Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 13
lissa
lálið
iðnum
Magdalena: „Undirstaflan er að
vilja, þora, geta og telja sig mega.
Það lærist ekki á neinu námskeiði."
Farðu niður á þing
og sjáðu hvað þeir skjálfa
Þaö er sagt að allir leikarar
þurfi einhvern tíma aö takast á við
sviðshræðslu. Sviðshræðslan get-
ur verið á mjög háu stigi, fyrir
suma er hún lítið annað en smá-
fiðringur í maga eða skjálfti í
hnjám rétt áður en farið er inn á
sviðið. Hjá öðrum getur hún orðið
að hreinni martröð. Bandaríska
leikkonan Ali McCraw lýsir sinni
sviðshræðslu á eftirfarandi hátt:
„Ég er oftast hálfmeðvitundar-
laus áður en ég á að leika. Stund-
um verð ég hreinlega líkamlega
veik, fæ hita og kasta upp.”
En sviðshræðsla er ekki endi-
lega bundin við leikhúsið eða leik-
arastéttina. Hún er margslungið
fyrirbæri sem birtist á ótal mis-
munandi vegu í daglegu lífi okkar.
Fátt veitist fólki erfiðara en að
standa í ræðustóli og tjá sig fyrir
framan hóp áhorfenda. Sumir eru
að eðlisfari hlédrægir og finnst
óþægilegt að verða allt í einu mið-
punktur athyglinnar í stórum
hópi. Fyrir þetta fólk getur það
eitt að halda smátölu eða erindi
orðið að margra daga kvalræði.
Svo eru hinir sem eru fæddir
froðusnakkar, orðaflaumurinn
vellur upp úr þeim fyrirhafnar-
laust og þeir virðast njóta hverrar
mínútu. En sviðshræðsludraugur-
inn fer ekki í manngreinarálit,
hann læsir klónum jafnt í þjálfaða
ræðumenn sem viðvaninga. Þjálf-
un og reynsla eru engin trygging
gegn sviðshræðslu. Staðreyndin er
sú að jafnvel reyndustu ræðu-
menn, eins og stjórnmálamenn,
geta skolfið eins og lauf í vindi í
pontu: „Farðu bara niður á þing og
sjáöu hvað þeir skjálfa,” sagöi ein
ágæt kona sem atvinnu sinnar
vegna er mikið niðri á þingi.
Þegar hann Jón Jónsson situr
heima í stofu hjá sér yfir kvöld-
fréttum sjónvarpsins og horfir á
einhvern landsþekktan stjórn-
málamann tala til lýðsins í vé-
fréttarstíl hvarflar ekki að honum
annað en að fyrir þennan ágæta
mann sé þetta eins og að drekka
vatn. Viðtalið gæti hins vegar hafa
verið tekið upp tvisvar eða þrisvar
áður en stjórnmálamaðurinn var
ánægður með árangurinn.
Heilabúið eftir í stólnum
Gott dæmi um sviðsskrekk er
eftirfarandi reynslu- eða rauna-
saga ónefnds viðmælanda. Hann
er ungur athafnamaður á uppleið
eða uppi eins og Sigurður Pálsson
skáld hefur svo listilega nefnt
þennan nýja þ jóðfélagshóp:
„Mín fyrsta reynsla af að tala á
fundi fyrir stórum hópi áhorfenda
var vægast sagt hræðileg,” sagði
þessi ágæti maður. „Þannig var
að ég lét hafa mig út í að tala á
fundi hjá hverfissamtökum ákveð-
ins stjórnmálaflokks hér í Reykja-
vík. Ég sagði strax já þegar ég var
beðinn, fannst þetta ekkert mál.
En eftir því sem fundardagurinn
nálgaðist fór mér að líða illa, ég
fór að kvíða fyrir. Líklega hefur
enginn verið meira hissa á þessu
en ég sjálfur því ég er líklega það
sem fólk kallar opin og hress
týpa, að minnsta kosti finnst mér
það sjálfum, svo ég sé nú alveg
hreinskilinn. Ég veit ekki hvað ég
skrifaði mörg uppköst, ég mældi
tímann, talaði inn á band og þegar
aö fundinum kom kunni ég þessa
ræðu aftur á bak og áfram.
Líklega gleymi ég aldrei hvern-
ig mér leið þar sem ég sat og beið
eftir að rööin kæmi að mér að tala.
Eg skalf eins og Parkinsonssjúkl-
ingur, ég svitnaöi og mér fannst
að hjartslátturinn í mér hlyti að
heyrast út um allan sal. Satt best
að segja veit ég ekki hvernig ég
komst upp í pontu. Mér leið eins og
ég heföi skilið hausinn, heilabúið
og röddina eftir í stólnum úti í sal,
ég kom ekki upp orði og kannaðist
ekkert við ræðuna, sem ég las upp
eins og vélmenni. Hins vegar ætl-
aði ég ekki að trúa mínum eigin
eyrum þegar menn fóru að koma
til mín eftir fundinn og þakka mér
fyrir ræðuna. „Þetta var fínt hjá
þér,” og svoleiðis. Þá rann upp
fyrir mér að það hafði enginn tek-
ið eftir því hvað ég var hræddur,
ég hafði hins vegar verið alveg
viss um að það hlyti að sjást lang-
ar leiðir. Enn þann dag í dag ligg-
ur við að ég roðni þegar ég hugsa
um þetta. Ég man að ég hugsaði:
„Ég skal aldrei gera þetta aftur,”
því mér fannst ég hafa gert mig að
algeru fífli. En svo ákvað ég bara
að takast á við þetta, skellti mér á
ræðunámskeið og hellti mér út í
hverfispólitíkina. Síðan má segja
að ég sé síblaðrandi á fundum.
Hjartsláttur 200 slög
Það þarf ekki endilega að vera
fullur salur af fólki sem fær mann
til að titra og skjálfa. Bara það að
taka upp símtólið og ræða í síma
við einhvern ókunnugan getur sett
hjartsláttinn upp í 200 slög á mín-
útu og hver kannast ekki við
ónotatilfinninguna sem fylgir því
að sitja á biðstofu bankastjórans
og bíða eftir að röðin komi að
manni? Hver man ekki eftir að
hafa setið inni í munnlegu prófi,
jafnvel eftir að hafa dregið óska-
verkefnið, gjörsamlega ófær um
að koma upp orði eða hugsa heila
hugsun?
Hvers vegna erum við hrædd við
að standa upp og tjá okkur fyrir
framan hóp áhorfenda? Hvað er
eiginlega sviðshræðsla? Við lögð-
um þessa spurningu fyrir Magda-
lenu Schram, varaborgarfulltrúa
Kvennaframboðsins, blaðamann,
eiginkonu og móöur með meiru.
„Eiginlega er þetta óskýranleg
tilfinning,” sagði Magdalena.
„Líklega er þetta þó fyrst og
fremst vanmáttarkennd og van-
traust á sjálfum sér. Þetta er oft
ekki spurning um málstað eða
hvað maður ætlar að segja heldur
það að maður stendur sjálfan sig
að því að hugsa sem svo: „Hvað
er ég eiginlega að troöa hér upp og
tala um eitthvað sem ég hef ekk-
ert vit á? Það er fullt af fólki sem
getur þetta miklu betur en ég. Nú
klúðra ég þessu og eyðilegg allt
saman.” Það skiptir, held ég,
miklu máli hve manni finnst mað-
ur sjálfur skipta miklu máli.
— Ertu sjálf hrœdd þegar þú þarft
að fara upp í pontu og tala?
„Já, ég finn stöðugt fyrir því og
það batnar ekki, versnar frekar ef
eitthvaö er! Hér áður fyrr tók ég
þetta ekki eins alvarlega. Ég
þekkti þetta til dæmis aldrei í
skóla. Ég var talandi á málfund-
um, leikandi í skólaleikritum og
svo framvegis, en þá fann ég
aldrei fyrir neinum skrekk eða
þess háttar. En ég var frek og
frökk þegar í barnaskóla og þess
vegna lenti ég í þessu stússi sem
fylgir félagslífinu. Ég fæ hjart-
slátt þegar ég þarf að hringja í
einhvern ókunnugan aðila og bera
upp eitthvert erindi, ímyndaðu
þér hvernig það er fyrir blaða-
mann! Eins þegar ég þarf að biðja
um orðiö, til dæmis á borgar-
48. tbl. Vikan 13