Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 51
er ýmist að sá feimni er mjög upp-
tekinn af sjálfum sér, hvernig
hann lítur út og kemur fyrir, og á
erfitt með að meta sjálfan sig út
frá sjónarmiðum annarra, hins
vegar er sá feimni haldinn minni-
máttarkennd. Hann hefur litla trú
á hæfileikum sínum og tekur óeðli-
lega mikið mark á áliti annarra.
Hann tekur alla gagnrýni nærri
sér en getur oft ekki skilið hrós
eða jákvæð vinnubrögð.
Hvernig er hægt
að lækna feimni?
Sálfræðingar og læknar eru yfir-
leitt sammála um að ekki sé hægt
að lækna feimni eins og suma lík-
amlega sjúkdóma með einfaldri
meðferð. Hins vegar geti hinn
feimni, ef viljinn er fyrir hendi,
sigrast á feimninni eða öllu heldur
náð tökum á henni þannig að hún
verði honum ekki til baga í lífinu.
Flestir reyna að takast á við
feimni sína upp á eigin spýtur.
Fjölmargar bækur hafa komið út í
heiminum til þess að hjálpa fólki
að fá aukið sjálfstraust og vinna
bug á feimninni, en fæstar þeirra
hafa komið út á íslensku. Ein
þeirra sem Claire bendir sérstak-
lega á heitir á ensku The Shy
Person’s Guide to Life og er eftir
Michael Bentine, gefin út hjá
Granada. Af bókum á íslensku um
efni tengt óöryggi og skorti á
sjálfstrausti má nefna Elskaðu
sjálfan þig og Vertu þú sjálfur eft-
ir Wayne W. Dyer og Vörðuð leið
til lífshamingju og Lifðu lífinu lif-
andi eftir Norman Vincent Peal,
en þessar bækur hafa komið
mörgu fólki að gagni til sjálfs-
hjálpar. Auk þess má benda á
Dale Carnegie námskeiðin sem
hjálpað hafa mörgum til að öðlast
meira sjálfsöryggi.
Nokkur ráð til að
ná tökum á feimninni
Claire Rayner lumar á nokkrum
ráðum sem vísað geta veginn.
★ Verið skynsöm í starfsvali.
Ef þið þröngvið ykkur til að vinna
innan um fólk er mun auðveldara
að læra að umgangast það.
★ Kennið aldrei neinum lík-
amseinkennum um vandann. Það
losnar enginn við feimnina þó
hann láti laga einhverja vankanta
á sér. Gerið sem mest úr kostum
ykkar í stað þess að vera stöðugt
leið yfir því sem ekkert er hægt að
gera við.
+ Verið alltaf hreinskilin varð-
andi feimnina. Gangið að ókunn-
ugum á mannamótum og segiö:
„Má ég ekki vera með? Ég er dá-
Feimnin herjar oft illa á börn og
unglinga en er þvi miður ekki
vandamál sem þeir einir eiga við að
striða. Talið er að átta af hverjum
tiu hafi einhvern tima á lifsleiðinni
þjást af feimni.
Ljósm.: Ragnar Th.
lítið feimin(n) og þekki engan
hérna.” En vandið valið. Veljið þá
sem líta út fyrir að vera feimnir
líka. Með því hjálpið þið ekki að-
eins sjálfum ykkur heldur öðrum
um leið.
★ Látið ykkur aldrei detta í hug
að lækningu á feimninni sé að
finna á flöskubotninum eða í ein-
hverju lyfi. Sú er aldrei raunin.
★ Látið ykkur alltaf þykja vænt
um ykkur sjálf. Lítið oft í spegil-
inn og segið sjálfum ykkur hvað
þið séuð nú lagleg (og allir hafa
eitthvað sem þeir geta verið
ánægðir með). Lærið að meta ykk-
ur sjálf. Teljið upp kostina og hirð-
ið ekki um gallana.
★ Reynið aldrei aö byggja upp
ykkar eigið sjálfsálit með því að
gera lítið úr öðrum. Það er skað-
legt og gerir ekkert gagn.
★ Leitið alltaf hjálpar á vanda-
málum. Ef þið þjáist af fælni
(fóbíu) leitið þá læknis.
★ Gleymið því aldrei að það
eru miklu fleiri feimnir en virðist í
fljótu bragði. Margir hafa áhyggj-
ur af því hvernig þeir koma ykk-
ur fyrir sjónir og veita því sem þið
kallið galla ykkar enga athygli.
Reynið að nálgast fólk að fyrra
bragði í stað þess að ætlast stöðugt
til að fólk komi til ykkar. Það ger-
ir alltaf gott.
Meðferð hjá sálfrœðingi
Með því að vísa fólki á leiöir til
sjálfshjálpar er ekki verið að
draga úr nauðsyn þess að menn
leiti sér hjálpar sálfræðings ef
þeim finnst þörf á. Sálfræðingur-
inn hjálpar viðkomandi að átta sig
á hvað það er sem veldur feimn-
inni og hvernig og hvenær hún
birtist. Sálfræðingurinn leiðbeinir
síðan viökomandi um hvernig
hinn feimni getur lært ný viðbrögð
og nýjar aðferðir í samskiptum
viö aðra.
48. tbl. Vikan 51