Vikan


Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 55

Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 55
1 allra smæsta sem hún hefði átt eða sem hún hefði snert. Ilmkollslyktin sem umvafði hann, anganin sem hún hafði unnað og gert að sinni — hvaðan barst hún? Það haföi verið lagað heldur kæru- leysislega til í herberginu. Á víð og dreif á þunnum dreglinum á kommóð- unni voru nokkrar hárspennur — þess- ir hógværu, óáberandi vinir kvenna, kvenkyns, ómælanlegar í skapi og þög- ular aö gerð. Þær skeytti hann ekki um, vissi af sigri hrósandi eigindar- skarti þeirra. Þegar hann leitaði í skúffum kommóðunnar rakst hann á gleymdan, pínulitinn og tætingslegan ómerkileg lítil dæmi um marga flökku- leigjendur; en um hana, sem hann leit- aði aö og hafði kannski leigt þarna og virtist svífa þarna um í anda, fann hann engin merki. Og þá datt honum ráðskonan í hug. Hann hljóp úr andsetna herberginu niður og að dyrum þar sem sást ljós- rönd. Hún kom fram þegar hann bank- aði. Hann kæfði ákafa sinn eins og hann best gat. „Viltu segja mér, frú mín góð,” bar hann sig upp við hana, „hver bjó í her- berginu sem ég er í áöur en ég kom? ” „Já, herra minn. Ég get sagt þér það aftur. Það voru Sprowls og Mooney, Hann þakkaði henni fyrir og lötraði aftur upp í herbergið sitt. Herbergið var dautt. Eigindin, sem hafði iífgað það, var horfin. Ilmkollsanganin var farin. I stað hennar var gömul, þung lykt af mygluöum húsgögnum, and- rúmsloft líkt og í geymsluhúsnæði. Þegar vonin þvarr var trú hans allri lokið. Hann sat og starði á gult, syngj- andi gasljósið. Brátt gekk hann að rúminu og tók að rífa lökin í ræmur. Hann rak þær þétt með hnífsblaði í all- ar rifur umhverfis glugga og dyr. Þeg- ar allt var þétt og fellt slökkti hann ljósið, skrúfaði eins og hægt var frá gasinu og lagðist þakklátur í rúmið. Þetta kvöld var komið aö frú Mc- Cool að fara með krúsina eftir bjór. Hún sótti hana því og settist meö frú Purdy í eitt af þessum neöanjaröar- grenjum þar sem ráðskonur koma saman og ormar deyja sjaldan í. „Ég leigði bakherbergið á fjórðu hæö í kvöld,” sagði frú Purdy yfir glæstan froðuhring. „Það var ungur maður sem tók það. Hann fór upp að hátta fyr- ir tveimur tímum.” „Já, var það, frú Purdy, frú mín góð?” sagöi frú McCool meö ákafri að- dáun. „Þú ert alveg stórkostleg að leigja svona herbergi. Og sagðirðu honum það þá?” lauk hún máli sínu í hásu hvísli, þrungnu dulúð. „Herbergin,” sagði frú Purdy með alloðnasta rómi sínum, „eru búin hús- gögnum til leigu. Ég sagði honum það ekki, frú McCool.” „Það var rétt hjá þér, frú mín góð; við tórum af því að leigja herbergin. Þú hefur prýðilegt viöskiptavit, frú. Það gæti verið margt fólk sem ekki vildi leigja herbergi ef því væri sagt að einhver hafði framið sjálfsmorö og dá- iðírúminuþess.” „Eins og þú sagðir, við þurfum að tóra,” sagði frú Purdy. „Já, frú mín góð, þaö er satt. Það er ekki nema vika síðan ég hjálpaði þér að leggja hana til í bakherberginu á fjórðu hæð. Hún var allra snotrasta stúlka, að vera aö sálga sér svona á gasi — hún haföi laglegt lítið andlit, frú Purdymín góð.” „Hún hefði verið kölluö falleg, eins og þú segir,” viðurkenndi frú Purdy gagnrýnin, „ef ekki hefði verið þessi fæðingarblettur sem hún var með hjá vinstri augabrún. Fylltu glasið endi- lega aftur, frú McCool.” vasaklút. Hann þrýsti honum aö andliti sínu. Hann var gegnsýrður og ósvífinn af ilmi munablóma; hann þeytti hon- um á gólfið. I annarri skúffu fann hann staka hnappa, leikskrá, spjald frá veð- lánara, tvo týnda sælgætismola, bók um draumaráðningar. I þeirri síðustu var svört satínhárslaufa konu, sem hann staldraði við, á mörkum íss og elds. En svarta satínslaufan er sömu- leiðis hæverskt og ópersónulegt, al- gengt kvenskraut og segir engar sög- ur. Og svo fór hann um herbergið eins og hundur fylgir lykt, skimaði um veggina, gaumgæfði hornin á bylgjótt- um gólfmottum á fjórum fótum, þreif- aði á arinhillu og borðum, gardínum og tjöldum, drukkna skápnum í horninu, eftir sýnilegum ummerkjum, gat ekki skynjað aö hún var þarna viðhlið hans, umhverfis, upp viö, inni í, fyrir ofan hann, hélt sér í hann, kjáði viö hann, kallaði svo nístandi til hans um fínni skynfærin að jafnvel grófari skynfæri hans urðu vör við kallið. Einu sinni svaraöi hann aftur upphátt: „Já, elsk- an mín! ” og sneri sér með tryllingsleg augu og horföi á tómið, því hann gat ekki enn greint lögun og lit og ást og út- réttan faðm í angan ilmkollsins. Ö, guð! Hvaðan barst þessi lykt og síðan hvenær hafði ilmur rödd til að kalla? Þannig fálmaði hann áfram. Hann gróf í rifur og horn og fann tappa og sígarettur. Slíkt hirti hann ekki um með hlutlausri fyrirlitn- ingu. En einu sinni fann hann hálf- reyktan vindil í broti á mottu og kramdi hann undir hæl sínum með ruddalegri og kröftugri upphrópun. Hann fór vandlega yfir herbergiö end- anna á milli. Hann fann drungaleg og eins og ég sagði. Ungfrú B’retta Sprowls var hún í leikhúsinu en hún var frú Mooney. Hús mitt er vel þekkt fyrir siðprýði. Hjúskaparvottorðið hékk innrammaö á nagla yfir.. .” „Hvernig kona var ungfrú Sprowls — íútliti,áégvið?” „Nú, hún var svarthærð, herra minn, stutt og þybbin með spaugilegt andlit. Þau fóru á þriðjudaginn fyrir viku. „Og áður en þau voru í herberginu?” „Nú, þá var einhleypur maður sem var eitthvað í flutningum. Hann skuld- aði mér viku þegar hann fór. Á undan honum var frú Crowder og börnin hennar tvö, þau voru í fjóra mánuöi; og á undan þeim var gamli herra Doyle, en synir hans borguöu fyrir hann. Hann hélt herberginu í hálft ár. Þá erum við komin ár aftur í tímann, herra minn, og lengra aftur man ég ekki.” 48. tbl. Vikan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.