Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 34
Hvítar
jóla-
smákökur
250 g hveiti, 125 g sykur, 190 g
smjörlíki, 1 /2 egg.
Allt hnoðað saman. Flatt út á borði
og kökur mótaðar með smáköku-
mótum eða glasi á hvolfi. Bakað
við 220°C í 5 —10 mínútur. Má
skreyta með glassúr eða pensla
með eggjahvítu og strá sykri og
möndlum á fyrir bakstur.
Ras Tafari kökur
(sérlega góðar)
150 g sykur, 75 g brætt smjör, 1
egg, 100 g brætt suðusúkkulaði, 3
tsk. vanilludropar, 65 g hveiti, 1
1 /4 dl smátt skornar valhnetur.
Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði,
smjörinu er bætt út í og hrært stöð-
ugt í á meðan. Eggið er þeytt og
því síðan blandað saman við, því
næst sykrinum smám saman.
Að lokum er vanillunni, hveiti og
valhnetum hrært saman við.
Deigið er breitt út á smurðan
smjörpappír eða bökunarpappír
sem er 30 cm langur og 15 cm
breiður. Kakan er bökuð við 170°C
hita í 20—25 mínútur. Þegar hún er
bökuð er pappírinn strax tekinn af
og hún er skorin með beittum hníf í
ferkantaðar smákökur.