Vikan


Vikan - 04.12.1985, Síða 34

Vikan - 04.12.1985, Síða 34
Hvítar jóla- smákökur 250 g hveiti, 125 g sykur, 190 g smjörlíki, 1 /2 egg. Allt hnoðað saman. Flatt út á borði og kökur mótaðar með smáköku- mótum eða glasi á hvolfi. Bakað við 220°C í 5 —10 mínútur. Má skreyta með glassúr eða pensla með eggjahvítu og strá sykri og möndlum á fyrir bakstur. Ras Tafari kökur (sérlega góðar) 150 g sykur, 75 g brætt smjör, 1 egg, 100 g brætt suðusúkkulaði, 3 tsk. vanilludropar, 65 g hveiti, 1 1 /4 dl smátt skornar valhnetur. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði, smjörinu er bætt út í og hrært stöð- ugt í á meðan. Eggið er þeytt og því síðan blandað saman við, því næst sykrinum smám saman. Að lokum er vanillunni, hveiti og valhnetum hrært saman við. Deigið er breitt út á smurðan smjörpappír eða bökunarpappír sem er 30 cm langur og 15 cm breiður. Kakan er bökuð við 170°C hita í 20—25 mínútur. Þegar hún er bökuð er pappírinn strax tekinn af og hún er skorin með beittum hníf í ferkantaðar smákökur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.