Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 35
Brúnar jólasmákökur
1 1/2 dl síróp, 225 g púðursykur,
100 g smjörlíki, 1 dl rjómi, 2 tsk.
kanill, 1 tsk. negull, 1 tsk. engifer,
2 tsk. matarsódi, 500 — 600 g
hveiti.
Síróp, púðursykur og smjörlíki er
brætt við vægan hita og kælt.
Rjómanum og kryddinu er blandað
í og síðast er hveiti og matarsóda
hnoðað saman við. Geymt í kæli
yfir nótt, má gjarnan geymast leng-
ur.
Deigið er flatt út, um það bil 3 mm
þykkt. Ef kökurnar eiga að vera
stórar er gott að flytja útrúllað
deigið yfir á bökunarplötuna og
skera þær út þar. Það er hægt að
klippa út ýmis form í stífan pappa
og skera með beittum hníf eftir
þeim eða nota tilbúin jólasmáköku-
form. Kökurnar eru bakaðar við
220°C þar til þær eru orðnar Ijós-
brúnar og harðar.
Glassúr er búinn til úr 150 g af flór-
sykri og eggjahvítu sem er bætt út í
þar til glassúrinn er þykkfljótandi.
Ávaxtalitur er notaður til þess að
lita glassúrinn nema kakó í þann
brúna.
Þegar kökurnar eru orðnar alveg
kaldar er litnum sprautað á með
sprautu. Látið glassúrinn þorna al-
veg áður en kökurnar eru hreyfðar.
Ef hengja á kökurnar upp er gert
gat áður en þær eru bakaðar.