Vikan


Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 18
þá fór ég strax að hugsa um hann sem húsvörð í barnaskóla. Ætli ég hafi ekki byggt á mínum eigin minningum úr skóla, það mætti segja mér það. Svo var bara að út- vega sér svona gamaldags föt með vasaklút og öllu tilheyrandi og þegar ég var búinn að troða mér í þetta fóru einkenni karlsins fljót- lega að koma í ljós. Ýmsir kækir afa míns urðu mér líka notadrjúg- ir, axlalyftingarnar til dæmis. Svona setur maður saman karakt- erinn; tekur klæöaburðinn frá ein- um, hreyfingar frá öðrum og rödd- ina frá hinum þriðja. Þetta er púsluspil. Röddin í Þórði var reyndar allt ööruvísi í upphafi, hún þróaðist eftir því sem karlinn tókásig mynd.” — Eirikur Fjalar varð til um svipað leyti, er það ekki? „Jú. Þá datt mér í hug að búa til svona menntaskólastrák eða há- skólanema sem er eiginlega eilífð- arstúdent. Hann er búinn að lesa yfir sig, greyið, og orðinn svolítið skrýtinn. Ég vissi strax að hann yrði að hafa sítt hár og klipptan topp og fljótlega bættust á hann þessi kringlóttu gleraugu. Svo var hann dubbaður upp í rúllukraga- peysu og í byrjun átti hann alltaf að hafa bók undir hendinni en það breyttist nú. Ég fór fyrst í þetta gervi uppi í sjónvarpi þar sem fundist hafði heppileg hárkolla sem var klippt til en þegar ég sá mig í speglinum fannst mér eitt- hvað vanta. Og þá kom upp hug- myndin um þessar framstæðu tennur. Mér fannst endilega að hann þyrfti að hafa svona Bugs Bunny tennur og þegar ég var bú- inn að láta smíða þær var Eiríkur Fjalar fæddur. Annars er það svo- lítið mismunandi hvernig þessir karakterar mínir verða til, sumir koma eins og skot en aðra þarf að þróa. Gervið og hollningin öll hafa líka mikil áhrif á það hvað þessir karakterar segja og gera. Það sem er fyndið fyrir einn er ekkert endilega fyndið fyrir annan.” — Þú semur allt þitt efni sjálfur? „ Já, einn eða með öðrum.” — Og út af hverju leggurðu?" „Ja, ég reyni bara að finna þann fyndnasta texta sem við á. Skemmtikraftar hér á landi koma oftast fram einir og án nokkurra hjálpargagna svo maður verður að treysta á orðin, orðin og útlitiö. Eins og ég sagði áðan geng ég út frá þeim karakter sem ég bregð mér í í það og það skiptið, raða saman þeim texta sem passar best fyrir hann. Svo veit ég nokk- urn veginn að hverju fólk hlær. Maður fær tilfinningu fyrir því í gegnum tíðina.” — Og að hverju hlæja Íslending- ar? „Þeir hlæja að því þegar grín er gert að manninum við hliðina á þeim,” svaraði Laddi hiklaust. „Þeir hlæja hins vegar ekki þegar grín er gert að þeim sjálfum. Það hefur komið fyrir að menn hafi staðið upp og ætlað að lemja mig fyrir að vera eitthvað að grínast með þá. Ég man sérstaklega eftir einu skipti í Þórscafé meðan Þórs- kabarett var og hét. Þá gengum við um salinn og tókum fyrir ýmsa gesti, gerðum svona ósköp sak- laust grín að útliti þeirra og fasi. Einn maður hló svo mikið þegar við tókum fyrir manninn við hlið- ina á honum að hann bókstaflega datt út af stólnum, og þá fannst okkur ekki nema sanngjarnt að gera grín að honum líka. En það fannst honum ekki eins fyndið! Hann stóð upp náfölur og ég get svarið það að við héldum að hann ætlaði að drepa okkur. Við þurft- um að forða okkur á hlaupum! Þannig að Islendingar hlæja yfir- leitt mest þegar grín er gert að ná- unganum.” — Illkvittinn húmor, sam sagt? „Já, og því illkvittnari því meira gaman. Þetta er auðvitað ekkert nýtt, hér áður fyrr skemmtu menn sér við að senda hver öðrum níðvísur og þetta er það sama.” — Hefur þér einhvern tíma mis- tekist algerlega á einhverri skemmtun? „Floppað" með öðrum orðum? „Það hefur nú sjaldan komið fyrir að maður hafi „floppað” mjög illa. Ég man þó eftir einu til- viki frá þeim tíma þegar viö Halli vorum að byrja að koma fram. Þá áttum við að skemmta í litlu her- bergi úti á Hótel Loftleiðum, það var eitthvert fyrirtæki með skemmtun fyrir um það bil tutt- ugu starfsmenn sína og mestan- part var þetta eldra fólk. Við vor- um með Spike Jones þátt sem við lékum af bandi og svo „mæmuð- um” við eftir því, alls konar eff- ekta, prump og ég veit ekki hvað. Þetta herbergi var svo lítið að við vorum bókstaflega ofan í fólkinu þegar við byrjuðum að djöflast þarna og beint fyrir framan mig var gamall karl sem starði á mig furðu lostinn. Þetta var afar óþægilegt fyrir mig því hann var ekki lengra frá mér en þú ert núna” — sem svarar mjóu eldhús- borði. „Svo stóð karlinn allt í einu upp, með fyrirlitningarsvip, og hrópaði: „Hvers lags helvítis fíflalæti eru þetta eiginlega?” Okkur Halla varð svo mikið um að við tókum bandið úr sambandi og fórum! Þá vildi svo til að fyrir utan hittum við Ömar Ragnarsson og spurðum hvort hann vildi ekki fara og bjarga þessu. Hann fór inn og áður en langt um leið heyrðum við ægileg hlátrasköll og fagnað- arlæti. Þá sögðum við hvor við annan: „Eigum við ekki bara að hætta þessu? Við getum þetta greinilega ekki.” En við gátum ekki hætt á stundinni, við vorum ráðnir á skemmtun suður í Hafn- arfirði og þar gekk allt eins og í sögu, fólkið hló eins og vitleysing- ar. Og þá hugsuðum við með okk- ur: „Jæja, þetta hlýtur að vera í lagi.” Ég man líka eftir því að einu sinni handleggsbrotnaði Halli í einu atriðanna okkar. Þetta var síðasta atriðið á dagskránni okkar og við komum hlaupandi inn á gólfið, sem þá þurfti endilega að vera nýbónað. Halli hrasaði, bar fyrir sig höndina og hún mölbrotn- aði. Þegar við komum aö iníkra- fóninum sá ég að hann var náfölur en við kláruðum atriðið engu að síður. Þegar það var búið og við komnir bak við sagöi hann mér að hann væri brotinn en þá hafði fólk- inu þótt þetta fall hans svo fyndið að það klappaði og klappaði og við urðum að fara inn og taka upp- klappsnúmer. . .” — Er þetta annars þakklátt starf, að skemmta fólki? „Oftastnær er það þaö. Það kemur að vísu fyrir að maður heyrir eitthvert skítkast en það er sjaldan og maður hlustar ekkert á svoleiðis.” — Þú hefur aðeins reynt fyrir þár i svokölluðum „alvarlegum" hlut- verkum. Langar þig að spreyta þig meira ó sliku? „Já, ég lék þarna í einni sjón- varpsmynd og það var virkilega gaman. Ég hef töluverðan áhuga á að fást við annars konar hlutverk en eintómt grín, ég vil ekki festast alveg í hlutverki skemmtikrafts- ins.” — Ertu vonsvikinn yfir þvi að þár sóu ekki boðin fleiri slik hlutverk? „Nei, nei, það er ég nú ekki. En mér finnst að það mætti vera meira af slíku; ég get vel hugsað mér að túlka annars konar hlut- verk og held að ég geti það vel. ” — En heldurðu ekki að fólk muni alltaf taka þár sem grinista og fara að hlæja við það eitt að þú birtist? „Jú, það er auðvitaö hætta á ein- hverju slíku, en ég verð þá bara að sýna að ég sé nógu góður til þess að yfirvinna það.” — Og þú hefur næga trú á þár? „Ja, úr því þú spyrð verð ég nú að játa að ég hef kannski ekki al- veg nægilega trú á sjálfum mér. Ég vildi gjarnan að ég hefði meira sjálfstraust. Auövitað er ég sann- færður um að ég geti ýmislegt en feimnin er samt enn of mikil.” — Feimnin? 18 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.