Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 14
stjórnarfundum. Kannski ætla ég
að tala í einhverju máli sem fellur
undir fjóröa dagskrárlið en strax
undir fyrsta og öðrum lið er ég
byrjuð að titra! Yfirleitt finnst
mér aödragandinn verstur.”
Ali McCraw segist verða veik og
kasta upp. Okkur lék forvitni á að
vita hvort einhverjar íslenskar
starfssystur hennar væru líka
svona illa haldnar af sviös-
hræðslu. í því skyni að fræðast að-
eins um þau mál lögðum við leið
okkar upp í Þingholtin einn góð-
viðrismorgun á fund Guörúnar
Gísladóttur leikkonu. Það reynist
ekki erfitt að finna húsið hennar,
þó bakhús sé, það fellur ekki í
fjöldann, frekar en eigandinn,
svartmálað með rauðum gluggum
og fagurblárri útihurð. Við byrjuð-
um á að leggja sömu spurningu
fyrir Guðrúnu og við lögðum fyrir
Magdalenu.
— Guðrún, hvað er sviðshræðsla?
„Jesús minn, ég get eiginlega
ekki skilgreint það. Þetta birtist á
þúsund mismunandi vegu. Sviðs-
hræðsla er ekki endilega bundin
við leikarastéttina. Maður getur
veriö skíthræddur við alls konar
kringumstæður, bara ef maður
þarf að tjá sig. Þetta er tvennt
ólíkt þó það kallist sama nafni.
Líklega er þetta vanmáttarkennd
eða hræðsla við að vera ekki
hundrað prósent í lagi. Kannski
hefur það líka eitthvað að segja að
á sviðinu ertu hluti af heild, hluti
af einhverju verki, en utan sviðs
kemur maður fram í eigin nafni. Æ,
annars ég veit það ekki, þó svo ég
hafi mikið velt þessu fyrir mér.”
— En þú sjálf, finnur þú fyrir
sviðshræðslu?
„Já, já, ég þekki þetta vel. Allt-
af fyrir frumsýningu. Mér líður
eins og ég sé að fara að kasta mér
fram af hengiflugi. Það sem mér
finnst ógurlegast er þessi tilfinn-
ing að það sé engin leið til baka.
Þarna stendur maður að tjalda-
baki og veit aö eftir nokkrar mín-
útur eða sekúndur fer maður inn á
sviöið og þar skal maður vera. Nú,
svo rúllar þetta af stað en fram að
því eru engin takmörk fyrir þeim
skakkaföllum sem maður er tilbú-
inn að taka á sig bara til að þurfa
ekki að fara þarna inn. Það liggur
við að maður óski þess að það
kvikni í húsinu eða eitthvað. En
svo, þegar inn á sviðið er komið,
þá hverfur þetta og ég hugsa nátt-
úrlega ekki lengur svona. Það eru
þessar mínútur rétt áður en farið er
inn á sviðið sem eru verstar, ég
finn ekki fyrir þessu inni á sviðinu
og ég held að svo sé um flesta.
Annars skipti mjög miklu máli
hvernig maður er upplagður, bæði
andlega og líkamlega. Oft er mað-
ur viss um að maður komist ekki í
gegnum þetta en gerir það svo
bara helv... vel, jafnvel betur en
venjulega.”
Var lömuð í hjólastól
og átti að dansa
— Nú er oft talað um leikaramar-
tröð sem allir leikarar fá einhvern
tíma, oftast fyrir frumsýningu. E'rtt-
hvað i þeim dúr að þeir standi einir
á sviðinu og geti hvorki hreyft sig
eða komið upp orði. Hefur þú ein-
hvern tíma fengið svona martröð?
„Já, reyndar, ég minnist þess
að hafa einu sinni fengið svona
martröð fyrir sýningu. Það var
fyrir löngu, þegar ég var í nem-
endaleikhúsinu. I draumnum var
ég í hjólastól, lömuð, og ég átti að
dansa. Ég sat í hjólastólnum að
tjaldabaki og beið eftir að verða
rúllað inn á sviðið. Ég vissi ekkert
hvað átti að gerast, vonaðist bara
eftir því að eitthvað gerðist og
þetta leystist. Það er svo einkenni-
legt hvað draumar geta verið
óskaplega raunverulegir,” segir
Guðrún hlæjandi. „Annars er
mjög einkennilegt hvað tengist
þessari sviðshræðslu í leikhúsun-
um, til dæmis hjátrú.”
Sumir vilja ekki
láta þvo búningana
— Hjátrú?
„Já, í leikhúsunum ríkir óskap-
lega mikil hjátrú. Til dæmis vilja
sumir leikarar alls ekki láta þvo
eða hreinsa búningana sína fyrr
en eftir kannski 100 sýningar og ef
maður gerir eitthvað á frumsýn-
ingu, sem maður annars mundi
ekki gera, eitthvað óvenjulegt, þá
heldur maður því áfram á öllum
sýningum.”
— Hefur þú einhvern tima misst
rnnlið, staðið eins og illa gerður
hlutur og ekkert vitað hvað þú ættir
að gera?
„Nei, mig rekur yfirleitt ekki í
vörðurnar og satt að segja veit ég
ekki hvað ég gerði ef það kæmi
fyrir mig því ég hef til dæmis
aldrei kunnað að nota mér hvísl-
ara. En í sambandi við að vera
inni á sviðinu þá geta gerst furðu-
legir hlutir. Mér hefur oft fundist
Guðrún: „Mör hefur oft fundist það
vera verkefni fyrir lækna eða sál-
fræðinga að rannsaka hvað gerist
þegar maður fer inn á sviðið. Það er
eins og öll eðlileg likamsstarfsemi
stoppi um stund. Það ropar til
dæmis enginn eða rekur við á svið-
inu."
það vera verkefni fyrir lækna eða
sálfræðinga að rannsaka hvað
gerist þegar maður fer inn á svið-
ið. Það er eins og öll eðlileg lík-
amsstarfsemi stoppi um stundar-
sakir. Það ropar til dæmis enginn
eða rekur við á sviðinu. Þú getur
farið inn á svið með 40 stiga hita,
þegjandi hás og með bullandi nef-
rennsli. Svo er eins og þetta bara
hverfi og eftir sýningu er ekkert
að þér. Þetta þekkja allir leikarar.
Ef til vill er þetta eitthvert vara-
,energí eða svona ógurleg
einbeiting í eina átt.”
Konur sviöshræddari?
Nú er því stundum haldið fram að
þjálfun og reynsla hafi litið að
segja, allir séu jafnútsettir fyrir
sviðshræðslu. Ertu sammála
þessu?
„Ég held að þetta sé afskaplega
mismunandi. Hvað mér viðvíkur
hefur sjálfstraustið aukist til
muna með árunum. Ég finn miklu
minna fyrir þessu núna en þegar
ég var að byrja. Þá var maður oft
hálfrænulaus og vissi eiginlega
ekki hvernig í ósköpunum þetta
gekk allt saman. Hjá sumum
versnar þetta með aldrinum,
menn verða hræddir við að
gleyma textanum, muna ekki
hvað þeir eiga að gera og svo
framvegis.”
— Eru konur sviðshræddari en
karlmenn?
„Nei, ég hef ekki orðið vör við
það. Það er svo óskaplega mis-
munandi hvernig fólk ber þetta.
Þetta getur líka hellst yfir fólk fyr-
irvaralaust. Sumir leikarar verða
hreinlega veikir, kasta upp og svo-
leiðis, jafnvel þó þeir séu búnir að
leika allaævi.”
Guðrún þegir smástund og horf-
ir hugsandi út um gluggann.
„Með mér blundar alltaf viss
efi, listin er ekki höndlanleg og
þó maður telji sig öruggan á svið-
inu er maður aldrei alveg hundrað
prósent, þó það sé náttúrlega það
sem maður stefnir að. Það hvarfl-
ar því oft að mér að sviðshræðslan
sé hluti af þessu öllu saman, hún
sé nauðsynleg til að viðhalda
ákveðinni sjálfsgagnrýni. Ég er til
dæmis ekki viss um að þó að ég
gæti farið til einhvers gúrú og
losnað við þetta kærði ég mig um
það.”
Því er stundum haldið fram að
konur séu sviðshræddari en karl-
ar. Bandarískur sálfræðingur, dr.
Greenspan, sem starfar ásamt
hópi annarra sálfræðinga og
lækna við að athuga áhrif hræðslu
á fólk, segir eitthvað á þessa leið:
„Flestar ungar konur eru aldar
upp af heimavinnandi mæðrum
sem óhjákvæmilega setur spor á
uppeldi þeirra. Þegar þær eru
orðnar fullorðnar og ætla að fara
út á vinnumarkaðinn er þeim gert
að finnast þær vera jafnokar karl-
manna. Konur leita því mjög
gjarnan til karlmanna eftir ráð-
leggingum og aðstoð, þær gera
ósjálfrátt ráð fyrir að þeir hafi
meiri reynslu og þekkingu. Konur
ættu að leita ráða hver hjá annarri
því það er staðreynd að þeirra
reynsluheimur er öðruvísi en
karla.” I desember 1982 skrifaði
Magdalena Schram grein í VERU,
blað Kvennaframboðsins í
Reykjavík, sem ber yfirskriftina
HVAR er rétti tónninn? I greininni
fjallar Magdalena efnislega um
það sama og dr. Greenspan hér á
undan. I samtali við Magdalenu
inntum við hana álits á því hvort
konur eigi erfiðara með að standa
upp og tjá sig en karlar.
„Konur eru eflaust tregari og
óöruggari við að tjá sig opinber-
lega en karlmenn og það liggur
14 Vikan 48. tbl.