Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.07.1986, Side 4

Vikan - 03.07.1986, Side 4
TEXTI: GUÐRÚN ALFfíEÐSDÓTTIfí MYNDIfí: VALDÍS ÓSKAfíSDÓTT/fí Fulltrúi íslands í keppninni um andlit 9. áratugarins var valinn við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu fyrir skömmu. Sú sigursæla varð Valgerður Backman, 19 ára Reykvíkingur. Fyrir þessari keppni stendur hin fræga módelmamma, Eileen Ford, en umboðsmaður hennar hér á landi er Katrín Pálsdóttir. Fulltrúi Ford í dómnefnd hér að þessu sinni var Tracy Kennedy Flynn og brá hún út af venjunni og valdi aðra stúlku auk Valgerðar, Andreu Brabin. Hún fær módel- samning og munu þær því báðar þiggja boð Ford Models og halda til New York nú í sumar til að leggja drög að væntanlegum fyr- irsætustörfum. Aðalkeppnin um Face of the 80’s fer fram í Holly- wood eða Tucson í ágúst 1987 og verður sú 7. í röð- inni. Þar mun Valgerður keppa ásamt 23 öðrum stúlkum víðs vegar úr heiminum. Sigurverðlaunin hljóða upp á heilar tíu milljónir íslenskra króna og að auki fylgir samningur hjá Ford Models til þriggja ára. Það er því töluvert í húfi fyrir Fordstúlkuna okkar og við hæfi að óska henni alls hins besta. Andrea Brabin fær samning hjá Ford Models og Valgerður Back- man sigurvegari mun taka þátt í alþjóðlegu keppninni Face of the 80's á næsta ári. 4 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.