Vikan - 03.07.1986, Side 11
Ólafur Jónsson er forstöðumaður félags-
miðstöðvarinnar Tónabæjar. Hann var og
annar framkvæmdastjóri Listapopps sem
haldið var dagana 16. og 17. júní. Við tókum
hann í stutt spjall á dögunum.
Ólafur, hvað gerir forstöðumaður félags-
miðstöðvar?
„Mitt hlutverk er að stjórna rekstri mið-
stöðvarinnar og sjá um undirbúning og
framkvæmd á þvi starfi sem þar fer fram á
vegum æskulýðsráðs."
Nú hefur maður alltaf sett félagsmiðstöðv-
ar í samband við unglingastarf. Áttu þá við
að fleiri hafi aðgang að stöðinni?
„Já, í Tónabæ fer fram mjög fjölbreytt
starf. Yfir vetrarmánuðina er stöðin í notkun
svo að segja frá átta á morgnana til tólf á
kvöldin. Kostur Tónabæjar er sá hversu stórt
húsið er. Hér getur farið fram þrenns konar
starfsemi í einu. I kjallaranum er salur og þar
eru stereogræjur. Þá er tölvuver Tónabæjar
einnig í kjallaranum. Á efri hæðinni er svo
stóri salurinn sem er notaður undir alla
mögulega starfsemi, meðal annars dansleikja-
hald. Þetta gerir það að verkum að við getum
leigt félagasamtökum hluta af húsinu.“
Þú talaðir um tölvuver Tónabæjar. Hvað
er það?
„Þar er unglingunum boðið upp á kennslu
í meðferð tölva og verið er leigt út hópum
unglinga sem hafa áhuga á þessum tækjum.“
Og hver er önnur starfsemi sem fram fer á
vegum ykkar?
„Hér eru starfræktir klúbbar. Þá eru í
gangi diskótek á þriðjudags- og föstudags-
kvöldum ásamt ýmsu fleiru sem tengist
unglingum á einn eða annan hátt.“
Nú geri ég ráð fyrir að það dragi nokkuð
úr aðsókn að stöðinni yfir sumarmánuðina?
Hverjar eru meginlínurnar í sumarstarfinu
hjá ykkur?
„Jú, það dregur nokkuð úr aðsókn, hér eru
þó diskótek eins og venjulega en klúbbastarf-
semin leggst niður. Á móti koma svo leikja-
námskeið sem ætluð eru börnum og
vinnuhópur Tónabæjar.“
Svo við snúum okkur að öðru, nú varst þú
annar framkvæmdastjóri Listapopps, einnar
mestu popphátíðar sem haldin hefur verið hér
á landi. Hvaða hluta hátíðarinnar sástu um?
„Ég sá um undirbúninginn að tónleikunum
í Höllinni. Hinn framkvæmdastjórinn, Stein-
ar Berg, sá aftur á móti um að fá hljómsveit-
irnar til landsins og aðstoðaði þær meðan á
dvöl þeirra stóð.“
Hversu langan tíma tók að undirbúa svona
stórhátíð? „Þetta tók í allt um það bil einn
og hálfan mánuð. Við urðum að skipuleggja
þetta alveg feikilega vel. Taka varð tillit til
allra atriða því svona hljómleikahald er mjög
viðkvæmur hlutur og það þarf mjög lítið til
þess að allt fari í bál og brand."
Nú var markmið þessara tónleika að menn
skemmtu sér án vímuefna. Náðist það?
„Já, að vísu var þarna hópur sem bar nokk-
uð á sökum drykkju en hann var mjög lítill.
Það má gera ráð fyrir að ölvun hafi verið um
það bil 30 prósent, en er venjulega allt upp í
70 prósent. Því má vel segja að þetta takmark
hafi náðst."
Hverjir sáu um gæslu á tónleikunum?
„Það gerði vinnuhópur Tónabæjar, félagar
úr klúbbum félagsmiðstöðvanna, 4. flokkur
Fram í handbolta og starfsmenn íþrótta- og
tómstundaráðs. Þetta voru í allt um það bil
eitt hundrað manns.
Og gæslan gekk vel?
„Já, gæsla gekk feikilega vel. Gæslumenn
féllu fyllilega inn í fjöldann svo menn gátu
skemmt sér á mjög afslappaðan hátt. Það var
enginn valdsmannsbragur á hlutunum. En
gæslumenn voru alltaf til staðar ef eitthvað
kom upp á. “
Hvernig var umgengni á tónleikunum?
„Hún var mjög góð. Gæslan sá um að hirða
upp rusl jafnharðan enda var Höllin mjög
hreinleg að hljómleikunum loknum. Þó voru
brotnar tíu rúður en það gerði fólk sem ekki
var með miða og ætlaði sér með frekju og
yfirgangi að komast inn “
Nú voru þarna notaðar í fyrsta skipti mjög
fullkomnar græjur sem Reykjavíkurborg hef-
ur fest kaup á. Hvernig reyndust þær?
„Þær voru í einu orði sagt frábærar. Hljóm-
gæði voru slík að það þarf að leita langt til
þess að finna raunhæfan samanburð."
„Voru popphljómsveitirnar ánægðar með
tónleikana?
„Já, þær voru mjög hressar með þetta og
einstaklega hrifnar af Islandi. Þeir í Fine
Young Cannibals ákváðu til dæmis að lengja
dvöl sína um einn dag, svo ánægðir voru þeir
með landið."
Er í bígerð að gera svona popphátíð að
föstum viðburði?
„Já, ætlunin er að gera hátíð á þessum
standard að árlegum viðburði. Við væntum
þess að geta haldið áfram samstarfi við Stein-
ar Berg enda er sá maður í miklum tengslum
við hinn erlenda poppheim."
Þú sást um framkvæmd á útihátíðarhöldum
17. júní, eða er ekki svo?
„Jú, ásamt fleirum. Við breyttum nokkuð
um stefnu í þeim málum. Það hefur lengi tíðk-
ast að hrúga öllum þorra fólks á einn stað.
Þar stóðu menn kannski svo tímum skipti
með barn á öxlum og annað við hlið sér sem
sá ekki hvað fór fram á sviði sem staðsett var
í mílu fjarlægð. Nú var atriðum aftur á móti
dreift á stórt svæði og áhersla lögð á að menn
væru virkir í hátíðarhöldunum. Mannlífið
blómstraði þennan dag og menn hittu í mann-
hafinu kunningja og vini sem þeir höfðu ekki
séð í langan tíma. Að sjálfsögðu höfðum við
allt með okkur, jafnvel veðurguðina.
Að lokum, hafa félagsmiðstöðvarnar eitt-
hvert sérstakt hlutverk í afmælishátíðar-
höldunum?
„Það hefur nú ekki verið ákveðið neitt
endanlegt í því sambandi. Ég geri þó ráð fyr-
ir að okkur falli einhver verkefni í skaut.“
27. TBL VI KAN 11