Vikan

Útgáva

Vikan - 03.07.1986, Síða 19

Vikan - 03.07.1986, Síða 19
Konungsfjölskyldan samankomin. Friðrik krónprins er til hægriá mynd- inni og Jóakim til vinstri. Árið 1967 giftist Margrét Henrik prinsi og árisíðar fæddist fyrsta barn þeirra. Friðrik krónprins. Margrét sex ára gömul á Lúcíuhátíð. Um þessar mundir er vænt- anleg hingað til lands Margrét II. Danadrottn- ing ásamt eiginmanni sínum, Henrik prinsi, í boði forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Að þessu sinni er um óopinbera heimsókn að ræða en í slíkum tilfellum er minna haft umleikis en gengur og gerist í opinberum heimsókn- um þjóðhöfðingja. Heimsóknin mun standa yfir í þrjá daga eða frá 4.-7. júlí. Á meðan á dvöl Margrétar drottningar og Hen- riks prins stendur er fyrirhugað að þau heimsæki Vestmannaeyj- ar, Skaftafell og Austurland í fylgd forseta íslands. Þetta er í annað skipti sem Margrét drottning og Henrik prins heim- sækja okkur Islendinga en þau komu hingað fyrst í opinbera heimsókn árið 1973 í boði fyrr- verandi forsetahjóna, dr. Kristj- áns og Halldóru Eldjárn. Margrét drottning hefur átt miklum vinsældum að fagna í þau 14 ár sem hún hefur verið þjóðhöfðingi Danmerkur og sér- stakrar hylli hefur hún ávallt notið meðal þegna sinna. Drottn- ingin heitir fullu nafni Margrét Alexandrína Þórhildur Ingiríður og er elst dætra Friðriks konungs IX. (1899-1972) og Ingiríðar drottningar (f. 1910). Hún fæddist þann 16. apríl árið 1940. Prinsess- an var 13 ára gömid þegar það varð ljóst að hún yrði næsti ríkis- arftaki þjóðarinnar og táeki við af föður sínum. Það sama ár eða 1953 var samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu sú breyting á dönskum lögum að konur gætu einnig orðið ríkiserfingjar. En fram að þeim tíma gátu aðeins karlmenn tekið við dönsku krún- unni. Foreldrar Margrétar lögðu allt kapp á að hún hlyti góða menntun' í þeim til- gangi að búa hana sem best undir framtíðarhlutverkið. Margrét tók stúdentspróf í Dan- mörku árið 1959. Síðan stundaði hún nám við hina ýmsu háskóla í Danmörku, Englandi og Frakklandi. í London lauk hún prófi í sögu, stjórnmálafræði og hagfræði árið 1965. Margrét drottning hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á fornleifafræði og hefur hún nokkrum sinnum verið við uppgröft, meðal annars í Súd- an og á Ítalíu. Drottningin hefur mikla hæfileika á sviði myndlist- ar og hefur hún látið mikið að sér kveða í þeim efnum og hlotið lof gagnrýnenda fyrir. Hún hefur meðal annars myndskreytt verk breska rithöfundarins John Ron- ald Tolkien, The Lord of the Rings, Sögur um Ragnar Loð- brók og danska hetjukvæðið Bjarkarmál. Margrét drottning giftist Hen- rik prinsi árið 1967 og eiga þau tvo syni, Friðrik, sem er fæddur 1968, og Jóakim, fæddan 1969. Margrét tók við embætti föður síns þann 15. janúar 1972, daginn eftir lát hans. Sem þjóðhöfðingi Dana hefur Margrét ávallt notið mikillar virðingar enda ber hún óvenjulega persónu. Hún er listamaður í eðli sínu en gerir sér jafnframt ljósáþá ábyrgð og þær skyldur sem embættina'fylgja. 27. TBL VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.