Vikan


Vikan - 03.07.1986, Page 26

Vikan - 03.07.1986, Page 26
/ Eg er fædd á Húsavík en uppalin á ekta sveitabæ í Mývatnssveitinni. Bærinn heitir Arnarvatn. Móðir mín, Þóra Sigurðardóttir, er dóttir Sigurðar skálds sem lengi bjó þar. Faðir minn heitir Jón Kristjánsson og var frægur skíðamaður á sínum yngri árum. Við erum 6 systkinin og ég er svo heppin að vera þeirra yngst.“ Og hún bætir brosandi við: „Svo eflaust hef ég fengið mesta athyglina! Ashildur gekk í skóla heima í sveitinni sinni en 16 ára gömul hóf hún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þann skóla,“ segir Ashildur. „Þegar ég fór í Hamrahlíð gerði ég mér svolitlar vonir. Hamrahlíð átti að vera nýtískuskóli, frjálslyndur. En svo gerði ég mér grein fyrir að hann var bara eitt kerfið til við- bótar sem stuðlaði að því að gera mann að engu. Það var þá sem ég byrjaði að starfa með mann- gildishreyfingunni “ - Og hvemig stóð á því? Hefur þú kannski alla tíð haft áhuga á pólitík? „Sko, mamma er mjög pólitísk og hefur alltaf fylgst vel með. Ég fylgdist kannski ekki svo vel með hverjir væru ráðherrar og al- þingismenn. En ég leit á ástandið í kringum mig. Alls staðar voru peningavandræði, nöldur og væl, alþingismenn sagðir vera allir eins, sitja á rassinum og gera ekki neitt. Og þessi spurning vaknaði hjá mér: Af hverju þarf þetta að vera svona? Má ekki breyta þessu? Ég vildi ekki með- taka kerfið eins og það var. Og þegar ég var búin í MH lá það auðvitað fyrir að maður færi þessa beinu braut upp í Háskóla og í eitthvert gott djobb. En ég hafði engan áhuga á því. Og þar sem ég vildi hrista upp í þessu öllu saman hentaði manngildis- hreyfingin mér mjög vel.“ -1 hverju er stefna manngildis- hreyfingarinnar fólgin? Eins og orðið bendir til þýðir það að maðurinn sé númer eitt. Við höfum manninn í fyrirrúmi eri ekki lög, Al- þingi eða annað sem maðurinn hefur búið til kringum sig. Ef verið er að veita fé í framkvæmdir á til dæm- is fyrst að hugsa um manninn. Það verður að hugsa sem svo: Er þetta nauðsynlegt fyrir vellíð- an manneskjunnar? En ekki hvort einhver græði á þessari framkvæmd.“ - En hvernig tengist Flokkur mannsins þessari hreyfingu? „Jú, sjáðu, markmið mann- gildishreyfingarinnar er að bæta samskipti og að fólki líði betur. En þegar fólk er stöðugt að vinna vegna þess að það þjóðfélags- kerfi, sem það býr við, krefst þess hefur það ekki tíma til þess að efla samskipti við annað fólk. Því verður að ráðast að raun- verulegum rótum meinsins, það er sjálfu þjóðfélaginu. Og þar með fórum við út í pólitík. Þar liggur valdið til þess að breyta þjóðfélaginu.” 26 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.