Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 26

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 26
/ Eg er fædd á Húsavík en uppalin á ekta sveitabæ í Mývatnssveitinni. Bærinn heitir Arnarvatn. Móðir mín, Þóra Sigurðardóttir, er dóttir Sigurðar skálds sem lengi bjó þar. Faðir minn heitir Jón Kristjánsson og var frægur skíðamaður á sínum yngri árum. Við erum 6 systkinin og ég er svo heppin að vera þeirra yngst.“ Og hún bætir brosandi við: „Svo eflaust hef ég fengið mesta athyglina! Ashildur gekk í skóla heima í sveitinni sinni en 16 ára gömul hóf hún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þann skóla,“ segir Ashildur. „Þegar ég fór í Hamrahlíð gerði ég mér svolitlar vonir. Hamrahlíð átti að vera nýtískuskóli, frjálslyndur. En svo gerði ég mér grein fyrir að hann var bara eitt kerfið til við- bótar sem stuðlaði að því að gera mann að engu. Það var þá sem ég byrjaði að starfa með mann- gildishreyfingunni “ - Og hvemig stóð á því? Hefur þú kannski alla tíð haft áhuga á pólitík? „Sko, mamma er mjög pólitísk og hefur alltaf fylgst vel með. Ég fylgdist kannski ekki svo vel með hverjir væru ráðherrar og al- þingismenn. En ég leit á ástandið í kringum mig. Alls staðar voru peningavandræði, nöldur og væl, alþingismenn sagðir vera allir eins, sitja á rassinum og gera ekki neitt. Og þessi spurning vaknaði hjá mér: Af hverju þarf þetta að vera svona? Má ekki breyta þessu? Ég vildi ekki með- taka kerfið eins og það var. Og þegar ég var búin í MH lá það auðvitað fyrir að maður færi þessa beinu braut upp í Háskóla og í eitthvert gott djobb. En ég hafði engan áhuga á því. Og þar sem ég vildi hrista upp í þessu öllu saman hentaði manngildis- hreyfingin mér mjög vel.“ -1 hverju er stefna manngildis- hreyfingarinnar fólgin? Eins og orðið bendir til þýðir það að maðurinn sé númer eitt. Við höfum manninn í fyrirrúmi eri ekki lög, Al- þingi eða annað sem maðurinn hefur búið til kringum sig. Ef verið er að veita fé í framkvæmdir á til dæm- is fyrst að hugsa um manninn. Það verður að hugsa sem svo: Er þetta nauðsynlegt fyrir vellíð- an manneskjunnar? En ekki hvort einhver græði á þessari framkvæmd.“ - En hvernig tengist Flokkur mannsins þessari hreyfingu? „Jú, sjáðu, markmið mann- gildishreyfingarinnar er að bæta samskipti og að fólki líði betur. En þegar fólk er stöðugt að vinna vegna þess að það þjóðfélags- kerfi, sem það býr við, krefst þess hefur það ekki tíma til þess að efla samskipti við annað fólk. Því verður að ráðast að raun- verulegum rótum meinsins, það er sjálfu þjóðfélaginu. Og þar með fórum við út í pólitík. Þar liggur valdið til þess að breyta þjóðfélaginu.” 26 VIKAN 27. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.