Vikan

Útgáva

Vikan - 03.07.1986, Síða 31

Vikan - 03.07.1986, Síða 31
m Freyr Þormóðsson skráði Valdís Óskarsdóttir tók myndirnar HRINGBORÐSUMRÆÐUR UM TÓNLISTARHÚS ÍSLANDS! Langþráður draumur tón- listarfólks á íslandi er að raetast. Alhliða tónlistar- hús er ekki lengur í munninum á fólki heldur raunverulegt og til á teikn- ingum. Nýlega var efnt til samkeppni um útlit hússins og dómnefnd skilaði áliti snemma í júní. Sigurvegari var ungur Reykvíkingur búsettur í Noregi, Guðmundur Jónsson. Hann situr hringborðsumræður Vikunnar sem sérstakur gestur. Undan- farnar vikur hafa mikil blaða- skrif átt sér stað um niðurstöður dómnefndar og þá stefnu sem stjórn samtaka um byggingu tón- listarhúss hefur tekið. Fjöldi tónlistarfólks hefur lýst yfir mik- illi óánægju með húsið og þá sérstaklega úr röðum óperufólks. Hvað veidur þessari óánægju og hver er þessi umdeilda stefna sem málefni tónlistarhússins hafa tekið? Vikan ákvað að kalla til frammáfólk úr tónlistarlífinu, sérstaklega þá sem lýst hafa yfir óánægju sinni og einnig aðstand- endur byggingaráætlana og biðja þá um að útskýra málin og skipt- ast á skoðunum um málefni hússins. Allar slíkar umræður eru til góðs, betri en sambands- lausar orðahnýtingar í fjölmiðl- um. Við vonum að svo verði einnig með þessar umræður und- ir kaffidrykkju á Hótel Borg með svo ríflegar veitingar að elstu menn mundu vart annað eins. Stjórn samtaka áhugafólks um byggingu tónlistarhúss hefur starfað frá 1983 og leitað eftir stuðningi alls tónlistarfólks, ráðamanna og þjóðarinnar allr- OPERAN RUMAST EKK f F

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.