Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 35
ungis samráð við arkitekta og hljómburðarsérfræðing. Eghafði að vísu teiknað leikhús áður, svo ég þekkti aðeins inn á þau mál. JÚLÍUS: Ég er orðinn leiður á öllu þessu karpi um smáatriði. Þessi atriði eru öll leyst í fjöl- mörgum húsum út um allan heim. Það verður vonandi ein- hver yfirstjórn hússins sem sér um að skipuleggja æfingatíma og tónleikatíma, það er ekki málið. Þarna geta fleiri átt heim- ili en Sinfóníuhljómsveit íslands. GUNNAR: Eru Islenska óperan og óperusöngvarar óskyld fyrir- bæri? ÞURÍÐUR: Ég skal svara þessu. Islensk ópera er fyrst og fremst íslenskir óperusöngvarar og auð- vitað þrá þeir atvinnuöryggi. Þjóðleikhúsið er eina húsið sem hýst getur óperu almennilega. Ég er ekki á því að leggja skuli niður Gamla bíó, en verðug sam- keppni við það er bráð nauðsyn, auðvitað er hægt að hafa óperu á fleiri en einum stað. Það sem vantar náttúrlega fyrst og fremst er einhver stjóm og samræming menningarmála í landinu. Nýir og nýir ráðherrar eru sífellt að setja sig inn í málin, sömuleiðis alls konar aðstoðarfólk. Hver nennir að standa í að eltast við slíkt fólk til langframa? Maður hættir bara og labbar út. JÚLÍUS: Stærstu mistökin eru að leita til stjórnar fyrirtækis í bænum, íslensku óperunnar, en ekki samtaka óperusöngvara. Það er náttúrlega grundvallar- feill. Mér sýnist það eitt vanta til að leysa úr þessum vandræð- um að talað sé við okkur óperu- fólkið í landinu. Mér líst miklu betur á það sem þú hefur sagt, Gunnar, hér í dag en ég hef heyrt áður. VALDÍS: Eitt langar mig að vita. Eruð þið sammála þeim í ís- lensku óperunni, Júlíus og Þuríður, um að þessi salarstærð fyrir fimmtán hundruð manns sé ekki heppileg fyrir ópemflutn- ing? _ JÚLÍUS: Ég held að þessi salar- stærð gæti hentað óperu mjög vel. Þessi stærð myndi einfald- lega þýða færri sýningar og minni sýningarkostnað og óperufólk gæti drifið sig í að æfa næstu óperu. ÞURÍÐUR: Ég held að þessi sal- ur myndi koma vel út. Það þyrfti ekki að vera uppselt svo salurinn virkaði ekki tómur eins og í Gamla bíói. FREYR: Er ekki umræða enn opin um endanlegt útlit hússins og notkunarmöguleika þess? Var hönnun Guðmundar ekki einmitt valin vegna mikilla sveigjan- leika hennar? VALDÍS: Skiljanlega. Það kem- ur aldrei inn sú teikning sem ekki þarf að breyta og teikning Guðmundar býður einmitt upp á miklar breytingar, án þess að heildarhugmyndinni sé raskað. GUNNAR: Það sem við þyrftum að gera núna er að sameinast í átaki til þess að tónlistarhúsið verði glæsilegt og þjóðinni til gagns og sóma. Við hljótum að vera sammála um að óperuflutn- ingur fer ekki saman við þetta hús nema með svo gífurlegum tilkostnaði að mun viturlegra væri að byggja sérhús yfir óper- ur. JÚLÍUS: Þegar ráðist er í stór- framkvæmdir eins og þessar held ég að við ættum ekki að horfa í örlítinn aukakostnað til þess að koma íslensku óperunni þar inn. Við skulum líta til framtíðarinn- ar. Þetta verður dýrara en það er þess virði. FREYR: Ég held við komumst ekki að endanlegri niðurstöðu hér og nú, enda ekki ætlunin. Við höfum reifað ólík sjónarmið um tónlistarhúsið og kynnt nokkuð vel um hvað málið snýst. Lokaorð, Gunnar. GUNNAR: Ég vona að við berum gæfu til að leysa þessa þrætu farsællega. Ég tel þetta vera ósamrýmanleg fyrirbæri í sama húsinu og það væri óráðsía að reyna það með okkar þröngu fjárráð, bjarnargreiði íslenskri óperu. ÞURÍÐUR: Ég vona að við get- um unnið að lausn þessa máls saman, það væri mjög slæmt að leysa þetta upp i stríðandi fylk- ingar. Ég held að við verðum að skoða þessa möguleika miklu betur og sjá hvað er hægt að gera svo við getum komið með tvær þrjár óperur á vetri, til þess eigu.m við nægan efnivið. íslensk ópera verður að eiga þarna inn- hlaup. Ég vil ekki láta úthýsa íslenskum óperusöngvurum, ekki eina ferðina enn. JÚLÍUS: Hér hefur ýmislegt komið fram sem ég hef ekki heyrt áður. Það er líka greinilegt eftir þessar umræður að ekki eru allir jafnfastir fyrir. Ég tek undir með Þuríði að það væri mikil ógæfa að úthýsa íslenskri óperu úr þessu húsi sem á að verða tónlist- arhús allrar þjóðarinnar. Og þjóðin sækir óperur jafnvel betur en nokkra aðra tónlistarvið- burði. EGILL: Ég held að þjóðin láti sig ekki vanta í þetta hús ef það er gott tónlistarhús, ef það er byggt sem tónlistarhús. Óperuhús kall- ar á aðra hluti en tónlistarhús. Ég ítreka það að löngu er kominn tími til að óperusöngvarar fái eigið hús, sömuleiðis dansarar, og ég held að Þjóðleikhúsið sé tilvalið til þess. Þegar Borgar- leikhúsið er komið í gagnið á að breyta lögum um þjóðleikhús. Það þarf ekki lengur þessi gömlu kassasvið fyrir leikhús, einungis hentugt rými sem hægt yrði að æfa og sýna fyrir borgarbúa. Best fer á að þjóðleikhús fari með leiklist um landsbyggðina. Þá myndi það loks standa undir nafni. VALDÍS: Við trúum því í dóm- nefnd að eftir fáeinar breytingar geti þetta hús orðið fyrsta flokks tónleikahús. Við vonum að tón- listarfólk í landinu taki höndum saman um að koma þessu húsi í gagnið. Ég vona innilega að þetta verði að tónlistarhúsi al- þjóðar. GUÐMUNDUR: Ég hefði kosið að betri samræming hefði verið í forsögninni milli allra aðila tónlistarlífsins. Þá hefði ég teiknað húsið eftir því. Ég ætla samt að vona að þessar stimping- ar verði ekki til þess að ekki rísi neitt tónlistarhús, mig grunar helst að svo gæti farið. Ég held að þjóðinni sé fyrir bestu að fá upp þetta tónlistarhús. Svo mörg voru þau orð. Vikan þakkar gestum sínum fyrir spjallið og Hótel Borg fyrir al- deilis ágætar veitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.