Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.07.1986, Side 36

Vikan - 03.07.1986, Side 36
TEXTI: HÚLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓ TTIR MYND: RAGNAR TH. Það þekkja allir krakkar apana þó að þeir lifi ekki hér á landi nema kannski eitt og eitt grey sem haft er til sýnis í búri. Aparnir lifa í frumskógum í heitum löndum eins og Afríku og Suður-Ameríku. Það eru til margar tegundir af öpum, við þekkjum kannski helst simpansa. Bókin JÚLÍUS, sem margir krakkar eiga, er einmitt um simpansa. Þeir eru mjög skynsamir og geta til dæmis lært ein- falt merkjamál af fólki. Þeir geta orðið 50 ára gamlir og um 75 kíló á þyngd. Górillurnar verða ennþá stærri og þyngri eða allt að 125 kíló. Górillan er ekki hættuleg þó hún sé ófrýnileg. Hún er einn nán- asti ættingi mannsins í heimi dýranna og það er órangútan líka. Karlapinn, sem er miklu stærri en apynjan, getur orðið 135 sentímetrar á hæð. Órang- útanar halda sig oftast á jörðu niðri og ganga þá annaðhvort á fjórum fótum með því að styðja niður hnúunum eða uppréttir og grípa þá í greinar sér til stuðnings. Fjórar tegundir eru til af mannöpum og er engin þeirra með rófu. Dvergsilkiaparnir eru minnstir apa. Þeir eru ekki nema 16 sentímetra langir og með 18 sentímetra langa rófu. Apar geta verið ansi háværir, þeir geta gólað svo að heyrist í margra kílómetra fjarlægð. Ein apategundin heitir einmitt öskurapi. Fleiri skemmti- leg nöfn eru til á öpum, til dæmis vofuapi, skeggapi og nefapi en nefið á honum getur orðið 17 sentímetra langt. Við mennirnir erum heppnir að líkjast honum ekki. Flestir apar búa í trjám og minni aparnir geta sveiflað sér á ótrúleg- um hraða í trjánum, jafnvel apamæðurnar með ungana sína hangandi á sér. Eflaust langar mörg ykk- ar að eiga lítinn, sætan apa til að leika við en þeim líð- ur miklu betur í sínum heimkynnum svo við verð- um bara að búa okkur til tuskuapa í staðinn. Þeir eru úr filti en inni í þeim er púðafylling. Auðveldast er að taka sniðið upp á pappír og klippa það út. Leggið sniðið á efnið og strikið meðfram því með blýanti. Apinn er saumað- ur saman á röngunni en það getur verið svolítið erf- itt að snúa honum við. Guli apinn er úr þunnu lér- efti og það gekk betur að snúa honum við en þeim gráa sem er úr flóneli. No- tið blýant til að snúa löppunum við. Troðið púðafyllingunni í loppurn- ar áður en þær eru saumað- ar við búkinn. Þegar apinn er orðinn úttroðinn af púðafyllingu er saumað fyrir opið á hausnum, tvo- föld eyrun saumuð á og andlitið. Augu, nef og munnur eru saumuð á með áróragarni. Síðan er hægt að sauma föt á apana ef þið viljið. Þessir apar eru rófu- lausir eins og mannaparn- ir, górillan og órangútan- inn. 36 VI KAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.