Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 45

Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 45
Ekki leið á löngu þar til Labbi var orðinn fastur maður í meist- araflokki liðsins, 16 ára gamall árið 1955, og tveimur árum seinna lék hann sinn fyrsta úr- valsleik með Reykjavíkurúrval- inu. Og hann skemmti áhorfend- um ekki einasta með góðum handknattleik heldur var með hin spaugilegustu uppátæki sem eru með öllu óþekkt á vellinum nú til dags. Hann sneri kannski baki í vörn mótherjanna þegar hann fékk boltann og skoraði með því að skjóta í gegnum klof- ið á sér og varnarmannanna sem vissu minnst um hvaðan á sig stóð veðrið. Síðan gerði hann óspart grín að þeim með andlits- grettum og látbragði. „Ég hef alltaf litið á íþróttir að vissu leyti sem skemmtana- iðnað og mér þótti alveg sjálf- ságt, ég tala nú ekki um ef leikir voru þrautleiðinlegir, að vera með einhver fíílalæti fyrir fólkið svo því yrði skemmt. Það er stutt í frúðinn. Konan segir líka oft þegar maður er að gantast við börnin og barnabörnin að ég sé á rangri hillu, ég hefði átt að verða leikari. Það er kannski svolítið til í því.“ Það er líka mikið til í því að Gunnlaugur hafi haldið sig á heppilegri hillu, sem húsasmiður lengstum, en árið 1961 voru 5 húsasmiðir í íslenska handknatt- leikslandsliðinu. Við vorum náttúrlega allir með hamra á lofti í vinn- unni. Þá voru heldur ekki komnar þessar bogasagir sem menn skipta um blöð í þegar þau eru hætt að bíta. Menn þurftu alltaf að skerpa sagirnar. Ég vann meðal annars hjá Ármanni Labbi í Hálogalandi 1962 í leik með [R gegn Val. Mynd Bj.Bj. heitnum í Ármannsfelli og hann sagði einhvern tíma við mig þeg- ar ég var að reyna að saga í gegnum planka: Jæja, nennir þú ekki að skerpa, ertu að æfa skot- kraftinn.“ Hittnin var svo æfð sérstaklega. „Ég var alltaf með bolta í höndunum og skaut í alla veggi sem ég fann. Á veturna var snjóboltinn svo auðvitað mikið notaður og leiddi af sér ófá rúðu- brot.“ Það er ekki að því að spyrja. Annars voru handknattleiksæf- ingar yfirleitt ekki teknar sér- staklega alvarlega af handknatt- leiksmönnum hér á árunum áður. FH og ÍR voru líkast til þau lið sem fyrst fóru að æfa íþróttina af einhverri alvöru, til dæmis úthald leikmanna. „FH-ingar byrjuðu á þessu undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar en hjá félögunum í Reykjavík var hand- boltinn oft meira bara grín fyrir knattspyrnumenn yfir veturinn. Það kostaði ákveðið stríð, þegar við vorum að byrja, að fá menn til að hlaupa úti. Þetta þótti fár- ánlegt, meðal annars vegna þess að salurinn á Hálogalandi var ekki nema 12 sinnum 24 metrar. Mönnum fannst ekki taka því að hlaupa mikið fyrir svo lítinn sal.“ Ekki eru nema þrír áratugir liðnir frá því þetta var en auðvit- að má spyrja sig hvort meiri ögun og alvara hafi ekki haft sín slæmu áhrif. Labbi er ekki í minnsta vafa. „Það er alltof mik- il alvara í handbolta í dag. Menn hafa hreinlega ekki gaman af þessu. Þeir mæta á æfmgar af því að þeir fá borgað fyrir það, það eru peningar í málinu en iðulega hafa þeir ekkert gaman af því, því miður. Þá er ég fyrst og fremst að tala um landsliðið. En þetta er ekki leikmönnunum að kenna. Keppnisferðir eru þannig uppbyggðar að menn fara í viku eða tíu daga, keppa á hverjum degi, síðasta leikinn kvöldið áður en farið er heim. Þegar það er búið langar menn til að fá sér í glas og létta sér lund en þurfa þá yfirleitt að vakna klukkan 5 morguninn eft- ir til að ná flugvél. Þetta verður ekkert nema streð. Ég hef lengi haldið því fram, til að mynda þau fjögur ár sem ég var í landsliðs- nefnd, að eftir keppnisferðir eigi að vera þrír dagar frjálsir svo menn geti slett úr klaufunum. Á þetta var náttúrlega ekki hlust- að.“ Utan einu sinni og aðeins af einum leikmanni, félaga Gunn- laugs. „Við Ingólfur Óskarsson tókum okkur einu sinni til eftir keppnisferð og ákváðum að verða eftir. Við vorum þá í París og vöknuðum við það klukkan fimm að morgni að drengirnir voru að fara í burtu. Þá lögð- umst við aftur á okkar grænu eyru og ákváðum að hafa það gott. Við vöknuðum aftur um hádegi og fórum inn á matsölu- stað til að fá okkur að borða. Ingólfur er matvandur mjög, vildi helst ekkert nema kjúklinga og franskar kartöflur sem þá var ekki orðinn matur á Islandi, en þar sem hvorugur okkar skildi nokkuð í frönsku bentum við bara af handahófi í matseðilinn. Ég fékk ágætis mat, kjötkássu, en Ingólfur fékk þrjú dúfuegg." að er augljóst þegar Labbi byrj ar að tala um keppnis- ferðirnar að hann er á heimavelli. „Þær voru nú svo margar og maður hef- ur ekki tölu á þeim en það eru helst fyrstu ferðirnar sem eru minnisstæðar. Þá var ekki orðinn almennur siður að fólk færi utan á hverju ári. Þetta þótti mikill viðburður. Ég tala ekki um þegar við fórum kannski þrjár, fjórar ferðir á ári. Annars höfðum við mikið fyrir þessu. Yfirleitt þurftum við að smala sjálfir saman peningunum, það lenti á okkur að selja happ- drættismiða og í raun allt sem hægt var að selja til að snapa upp í kostnað. Þegar við æfðum fyrir heimsmeistarakeppnina í Áustur-Þýskalandi 1958 voru æf- ingar í íþróttahúsinu á Keflavík- urflugvelli. Það fór rúta frá BSÍ klukkan hálfátta en vinnudagur- inn var yfirleitt ekki búinn fyrr en kortér yfir sjö svo maður mátti hafa sig allan við að ná rútunni. Við borguðum sjálfir rútuferðirnar fram og til baka. Á þessum tíma var ekki komin hraðbraut á Keflavíkurveginn þannig að maður kom yfirleitt ekki heim til sín fyrr en klukkan tvö á nóttunni." Frá keppninni í Austur-Þýska- landi minnist Labbi sérstaklega framkomu Ásbjörns Sigurjóns- sonar á Álafossi, formanns HSl um árabil. „Ég held að það séu tveir menn sem eiga heiðurinn af því hvað íslenskur handbolti er í dag. Það er annars vegar Hallsteinn heitinn Hinriksson og hins vegar Ásbjörn á Álafossi. Hann er einhver sá alskemmti- legasti persónuleiki og ferðafé- lagi sem nokkur getur haft. Ég man sérstaklega eftir einni æf- ingu þarna úti. Þetta var kannski ekki eins og hjá Real Madrid eða Barcelona þar sem 20 þúsund manns koma að fylgj- ast með æfingum en þarna voru að minnsta kosti 150 manns að horfa á. Nú, okkur vantaði einn mann til að við hefðum tvö full- skipuð lið og Ásbjörn vildi endilega fá að vera með. Hann var ekki með nein föt en sagðist bjarga því. Við fórum án hans inn í sal og gleymdum honum brátt. Allt í einu heyrist þetta ægilega öskur. Þá kemur Ás- björn hlaupandi inn í salinn á strigaskóm og sundskýlu sem trúlega væri kölluð ósæmileg á baðströndum Spánar nú til dags,. hún var svo lítil. Þetta var maður upp á 120 kíló og hann fékk skýl- una lánaða hjá einhverjum dvergi frammi í fatageymslu. En hann kom hlaupandi inn í salinn og barði sér á brjóst og það varð allsherjar fögnuður hjá þessum 150 manns sem voru að horfa á. Öll hans framkoma og annað var í þessum dúr. Þetta var alveg einstakur maður.“ Á heimleiðinni vann Gunn- laugur eftirminnilegt afrek. „Við áttum að keppa við Noreg. Það voru allir búnir að fá að spila í ferðinni nema einn Hafnfirðing- ur sem lék sömu stöðu og ég og það þótti sjálfsagður hlutur að hann fengi að spila síðasta lands- leikinn. En áður en að þessum landsleik kom lékum við æfinga- leik við Kaupmannahafnarúr- valið. Ég vildi náttúrlega ekki missa af leiknum við Norðmenn og vissi að eitthvað þyrfti gerast. Við töpuðum leiknum gegn Kaupmannahafnarúrvalinu með 24 eða 25 mörkum gegn 17 en ég setti 16 af mörkunum þannig að það var ekki stætt á því að setja mig út úr liðinu. Þarna bjargaði ég mér fyrir horn.“ Labbi tekur samt fyrir að hann hafi verið eigingjarn í leiknum. „Nei, ég held það hafi aldrei verið sagt um mig að ég hafi verið eigingjarn. Ég minnist þess í landsleikjum að ég var frekar skammaður fyrir að gefa á næsta mann sem var kannski ekki alveg jafnvel stað- settur. Þá var ekki komin þessi leiðindablaðamennska að tíunda hverjir settu mörkin og annað eftir því. Mér finnst það hafa skemmt mikið fyrir. Mér var aldrei neitt kappsmál að vera markahæstur. Mestu skipti að liðið ynni. Nú ala blaðamenn hins vegar á markagræðgi leik- manna. Málið er að hér eru menn að skrifa um handbolta sem hafa ekki hundsvit á því um hvað íþróttin snýst. Alls kyns menn dúkka upp í blaðamannastúku og fella spekingsdóma. Það er 27. IBL VI KAN 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.