Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 46
aldrei tekið tillit til þess að mað- ur spili góðan varnarleik eða samherjana uppi, bara hverjir setja mörkin.“ Árið 1961 hafnaði íslenska handknattleikslandsliðið í 6. sæti á heimsmeistaramótinu sem er sami árangur og náðist í keppninni í Sviss í vetur. Gunn- laugur minnist sérstaklega samskiptanna við Dani í þeirri ferð en í fyrsta leiknum töpuðu íslendingar gegn þeim með 12 marka mun. „Þetta var mikið áfall því menn höfðu gert sér vonir um að hægt yrði að leggja Danina. Ég man að við bjuggum á sama hóteli og þeir og megnið af danska liðinu var úr Helsingor sem var þá nýbúið að vera á ís- landi þannig að þetta voru allt góðir kunningjar okkar. Þeir gerðu náttúrlega mikið grín að okkur á leiðinni heim í bílnum. Var þá fátt um svör og menn frekar niðurlútir. En þegar við skildum sagði ég við Per Teilman sem þá var fyrirliði danska landsliðsins: Þetta er allt í lagi, við hittumst vafalaust aftur ef þið komist áfram. Sú varð líka raunin. Við unnum næsta leik gegn Sviss og komumst þannig áfram. Að endingu lékum við um 5. til 6. sætið gegn Dönum og töpuðum þá með einu marki.“ Labbi stóð sig ekki verr en svo í þessari keppni að hann var val- inn í heimsliðið í handknattleik, en vissi reyndar ekki af því fyrr en löngu seinna. „Á þessum tíma var talsverður félagarígur. I landsliðinu voru margir FH- ingar sem héldu stíft saman og það mátti eiginlega ekki fréttast að ég hefði verið valinn í liðið því það átti fyrst og fremst að vera FH-ingur.“ Labhi var hins vegar fyrst og fremst IR-ingur, allavega fram til ársins 1966 þegar hann fór yfir í Fram. „Orsök vinslitanna við ÍR var svolítið hláleg. Það hafði komið hingað tékkneskt lið til okkar, Skoda Pilsen. Við áttum kost á að endurgjalda heimsókn þess; fara í sautján daga til Tékkóslóvakíu og það kostaði ekki krónu. Mönnum fannst hins vegar svo langt til Tékkóslóvak- íu, það hlyti að vera leiðinlegt, þannig að bestu mennirnir í lið- inu gáfu ekki kost á sér. Þeir fóru frekar norður í land að skemmta sér um verslunar- mannahelgina. Þetta voru samningsslit og þau nægðu til að ég hætti. Um þetta leyti var ég varaformaður ÍR þannig að félagaskiptin vöktu athygli og var eitthvað skrifað í blöð um málið. í gegnum tíðina hafði ég gert mikið að því að stríða Hann- esi Sigurðssyni dómara og ég lét þau orð falla í viðtali að ég hefði farið í Fram aðeins af einni ástæðu; það var til að losna við Hannes sem dómara. Hann var nefnilega Framari. Ég man ansi vel eftir leiknum við Skoda Pilsen á Hálogalandi. Þeir voru þremur mörkum yfír rétt fyrir leikslok en við tókum þá maður á mann og tókst að jafna eða vinna leikinn. Eftir leikinn ræddum við um það í búningsherbergjunum hve þessi leikaðferð, maður á mann, tæki á. Við vorum alveg útkeyrðir. Þá sagði einn félagi okkar: Iss, ég er ekkert þreyttur. Minn mað- ur stóð alltaf kyrr. Það kom brátt upp úr dúrnum að hann hafði tekið leikmann úr umferð sem hafði verið rekinn af leikvelli. Plássið á Hálogalandi var svo lítið að ef menn voru reknir út af þurftu þeir að bíða alveg við hliðarlínuna.“ omið er að Gunnlaugi að staðfesta frægustu söguna sem gengur af honum, söguna af því þegar nokkrir ÍR-ingar urðu vitni að skartgriparáni í Köln. Þá á Labbi að hafa komið hlaupandi í átt til þjóf- anna og vælt eins og sírena á lögreglubíl. „Já, þetta er sönn saga,“ gegnir Labbi og kímir bak við skegghárin. „Við vorum á rölti um bæinn og komum að tveimur mönnum þar sem þeir voru að tína skartgripi í poka úr brotnum búðarglugga. Aðrir tveir stóðu við bíl þarna við og sneru baki í okkur. Þegar ég kom hlaupandi sneru þeir sér við og voru þá með byssur sem þeir beindu að mér. Þeir skutu samt ekki, félagar mínir tíndust að og það kom fát á þjófana. Þeir stukku brátt inn í bílinn og brun- uðu í burtu.“ Labbi bætir því samt við að hann hafi verið hræddari um líf- •tóruna í annarri keppnisferð, með landsliðinu á Spáni. „Við fórum allir á vináttuleik milli Real Madrid og einhvers ítalsks liðs og hvöttum ítalska liðið óspart. Það var lélegri aðilinn í leiknum en því tókst einhvern veginn að koma inn marki og vinna leikinn. Spánverjarnir í stúkunni litu fyrst hornauga til okkar en þegar leið á leikinn fór að síga í þá og þeir byrjuðu að kasta alls kyns drasli í okkur, kunnu augljóslega ekki við hvatningarhrópin. Við vorum með tvær stúlkur sem túlka en þær urðu alltaf órólegri og óró- legri og báðu okkur að hætta þessu. Allt í einu varð ég var við að þær voru horfnar. Þær höfðu þá farið að ná í lögregluna og að leikslokum fórum við af vell- inum umkringdir tuttugu lög- regluþjónum. Þeir hafa líklega komið í veg fyrir slæma útreið okkar af hendi áhangenda Real Madrid.“ Það sleppa ekki allir þetta vel. Gunnlaugur lætur flakka einu söguna sem hann segir að sé sönn af því þegar andstæðingur fékk slæma útreið af hans hendi. „Ég man aðeins eftir einu skipti sem ég beitti virkilegum bolabrögð- um og það var í Rúmeníu gegn landsliðinu þar. Við kepptum tvisvar og töpuðum fyrri leiknum stórt. í rúmenska liðinu var smá- vaxinn leikmaður, Catu, sem var bókstaflega allt í öllu og vann þennan leik fyrir Rúmenana. Seinni leikurinn fór síðan fram í heimabæ Catu. Hann lagði sig því enn betur fram en áður og gerði alveg stólpagrín að okkur. I seinni hálfleiknum tók ég mig því til og gaf honum högg undir bringspalirnar þannig að hann varð að fara út af og lék ekki meira með í leiknum. Það sá þetta enginn, það er að segja dómarinn og aðrir starfsmenn leiksins sáu þetta ekki, en 3000 áhorfendur í húsinu sáu þetta því þeir höfðu aldrei augun af hetj- unni sinni. Eins og nærri má geta varð ég tiltölulega óvinsæll í þeirra hópi eftir þetta en á móti kom að við söxuðum fljótt á 8 marka forskot sem þá var og töpuðum aðeins með einu rnarki." í annað skipti var Labbi fund- inn sekur um lítinn íþróttaanda, en ekki eins verðskuldað. „Það var í leik gegn FH að ég setti eitthvað 13-14 mörk, öll sömu megin við Hjalta Einarsson en hann var miklu lélegri öðrum megin. Á þessum tíma starfaði Árni Ágústsson, harður FH- ingur, sem íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu. Hann skrif- aði af þessu tilefni: Hjalti Einarsson, markmaður FH, var meiddur á annarri hendinni og það eina sem setti ljótan svip á leikinn var að Gunnlaugur Hjálmarsson notfærði sér það til hins ýtrasta, skaut alltaf þar sem veika höndin var. I næsta leik gegn FH byrjuðum við með bolt- ann. Ég byrjaði á því að rekja hann upp að blaðamannastúk- unni og kallaði svo allir heyrðu: Árni, hvorum megin er hann meiddur núna.“ Sjálfur segist Gunnlaugur hafa komist í gegnum sinn feril án alvarlegra meiðsla, fullyrðir reyndar að þeir einir meiðist sem 46 VI KAN 27. TBL hann hafi verið hræddari um líf- han,n nPPað blaðamannastúkunni tóruna í annarri keppnisferð, með kallaðl svo allir heyrðu: Árm, hvorum megm er hann meiddur núna.“ séu í ónógri æfingu. En meiðslin eru ekki öll af sama tæi. „Það gerðist í einni ferðinni að ungur maður, sem var með okkur, fékk flatlús. Hann hafði álpast upp á kvenmann einhvers staðar og þetta hefði nú kannski verið allt í lagi nema maðurinn var nýgift- ur. Hann vissi ekkert um þetta fyrst en þegar hann komst að þessu var hann í öngum sínum og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann hringdi í mig og spurði ráða og ég svaraði honum: Elsku vinur, þetta er ekkert mál. Segðu bara að við höfum sofið í sama rúmi í ferðinni og þú hafir fengið þetta af mér. Hann gerði það og síðan heyrði maður sög- una úti í bæ; það hafi verið agalegt fyrir þennan aumingja pilt að lenda með Gunnlaugi, þessum lífsreynda manni, í rúmi og fá af honum þennan óþverra. Ég sagði konunni minni náttúr- lega frá þessu og þetta var alveg meinlaust fyrir mig. Yfirleitt hef- ur það nú verið þannig að ef maður hefur getað bjargað félög- um sínum úr klípu, hvort sem það hefur verið svona eða annað, þá hefur maður alltaf verið reiðubú- inn til þess.“ Það kemur því ekki á óvart að Labbi tali um vissan létti samfara því að leggja skóna á hilluna. „Þegar þú ert í hópíþrótt eins og ég, í 15 til 20 ár, verðurðu alltaf að taka tillit til þinna félaga, öðruvísi er það ekki hægt. Menn verða að gefa eitt- hvað af sér, vera samhentir. Það fá ekki allir sínum óskum full- nægt. Þegar þú hættir er það eins og að losna úr fjötrum. Þá ertu bara þú sjálfur og þarft ekki að taka tillit til neins nema sjálfs þín. Síðan ég hætti í handboltan- um hef ég gert óskaplega mikið að því að lesa, milli þess sem ég fer í göngutúra með hundinn.“ Auk þessara göngutúra hefur Labbi haldið sér í æfingu með handknattleiksdómgæslu. Það er því aldrei að vita nema hann láti berast þegar draga fer að næstu ólympíuleikum að hann sé til- búinn að gefa kost á sér í íslenska handknattleikslandsliðið, treysti sér til að spila allavega annan hálfleikinn. „Eigum við ekki að orða það þannig,“ segir hann og fiktar enn við yfirvaraskeggið þannig að athyglin beinist að því hve handstór hann er, „að það sé best fyrir mig að gefa ekki yfirlýsingu strax. Ég gæti verið dottinn úr æfingu þegar kemur að keppninni.“ Við sjáum til með það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.