Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.07.1986, Side 53

Vikan - 03.07.1986, Side 53
var hún uppstökk og bitur við hann og sendi honum svíðandi glósur og augnatillit, sem kvaldi Willy óum- ræðilega mikið. Carla virtist hafa ánægju af því að pína hann - hún var sannkallaður sadisti. Það var engu líkara en hún kenndi honum um veikindi hans. iðurlægður, skömmustulegur og yfirkominn af þjáningu leið hann konu sirini allt þetta með þolin- mæði. En þar kom að hann þoldi ekki meira. Kvöld eitt í apríl 1984 rakst hann á einn elskhuga hennar á sínu eigin heimili. Klukkan var átta, sá tími sem hann kom venjulega heim úr vinnunni, en þá var Carla vön að vera fjarverandi. Það var myrkur í forstofunni, sem og á allri neðri hæðinni. Willy kveikti ljósið og hélt til dagstofunnar þar sem hann fékk sér viskílögg. Hann fór sér hægt að öllu og fann til þægilegrar þreytutilfinningar. Rétt sem hann dreypti á drykknum heyrði hann nið- urbælt muldur sem gerði honum bilt við. Hann greindi rödd konu sinnar og ókunnugs manns af efri hæðinni og síðan hljóð sem hann kannaðist vel við frá fyrri sælunóttum þeirra Cörlu. Þá stóð hann á fætur og læddist upp stigann, opnaði dyrnar að hjóna- herberginu og kveikti ljósið. Þar var Carla nakin í faðmi kraftalegs ná- unga sem var miklu yngri en Willy. „Ut!“ öskraði hann af ólýsanlegri bræði. En Carla, sem alltaf virtist geta haft stjórn á sjálfri sér og kring- umstæðunum, var blygðunarlaus og örugg með sig. Hún virtist alls ekki hafa heyrt í honum. „Ó, ert þetta þú? Má ég kynna Oswald fyrir þér, ég býst ekki við að þú hafir neitt á móti honum. Hann er fimleikakenn- ari og fyrirliði hjá íshokkíliði - en þú ert ekkert annað en vesæll geld- ingur-flakafmanni...“ Willy snerist á hæli, skjálfandi af reiði, og staulaðist niður í dagstof- una aftur. Nú var komið að endalok- um þolinmæði hans og hann tók endanlega ákvörðun. aginn eftir tilkynnti hann um til- vonandi skilnað þeirra hjóna í blaðinu sem hann ritstýrði. Lífið með Cörlu var orðið óþolandi og skilnað- ur eina lausnin, eða það sagði hann vinum sínum. „Ég geri ráð fyrir að hún verði ánægðari frjáls og laus við mig. A mínum aldri er lífið staðnað en hún er ennþá ung.“ Eftir sex ára hjónaband, 19. des- ember 1984, fengu Carla og Willy skilnað. Eftir langt tímabil angurs og dapurleika fann Willy loks frið í hjarta sínu, tilfinningu sem hann hélt löngu gleymda. Venju fremur ánægður með tilveruna ákvað hann að eyða nokkrum dögum við veiðar á Winooski vatni. Fyrsta morguninn leigði hann sér bát, hélt langt út á vatnið og dvaldi þar góða stund. Þegar hann kom til baka beið hans óskemmtileg uppákoma: tveir lög- regluþjónar. A meðan þeir leiddu hann burt á milli sín spurði annar: „Það litur út fyrir að þér hafið sökkt í vatnið fyrirferðarmiklum böggli. Getið þér nokkuð upplýst okkur um innihaldið?" Willy Black, ruglaður og ráðvilltur, stamaði: „Ég skil ekki... Égbara ...“ Þá kom til sögunnar David Web- ster, maðurinn sem hafði leigt Willy bátinn. „Ég hef fylgst með yður í kíkinum mínum og sá hvernig þér burðuðust með og sökktuð umfangsmiklum poka.“ Willy Black horfði náfölur og ótta- sleginn á hann augnablik. Það var eins og hann ætlaði að segja eitt- hvað, en svo reikaði hann og féll til jarðar. Hann var í skyndi fluttur á nærliggjandi sjúkrahús og þegar hann kom til sjálfs sín skýrði hann frá málavöxtum. rá kvöldi því er hann kom að Cörlu og elskhuganum breyttist ást hans og þolinmæði í blint hatur. Á meðan hún hélt áfram athöfnum sínum í svefnherberginu gerði hann áætlun í dagstofunni. Hann fylgdi henni eft- ir með því að skýra vinum sínum og starfsfélögum frá tilvonandi skilnaði þeirra. Síðar, skömmu fyrir jól, stakk hann upp á því við Cörlu að þau færu í ferðalag til Winooski vatns. Hún féllst á það en á leiðinni þangað kyrkti hann hana, setti í poka sem hann hafði meðferðis og faldi hana síðan í farangursgeymslu bílsins. Því næst leigði-hann sér bátinn fyrr- nefnda, lét pokann í hann, reri út á vatnið og sökkti pokanum þegar hann áleit sig vera í nægilegri fjar- lægð og enginn gæti fylgst með honum. Það sem vakið hafði athygli Davids Webster var að maður með jafnfull- kominn veiðiútbúnað skyldi ekki óska eftir tilskildu veiðileyfi eins og allir veiðimenn gerðu. Og þar að auki hafði Willy gefið David fárán- lega litið þjórfé. Þetta var undarleg- ur viðskiptavinur og þess vegna fylgdist David með athöfnum hans. Það sem hafði virst fullkominn glæpur í upphafi varð að lokum aug- ljóst vegna ógætni og nirfilsháttar Willys Black. 27. TBL VI KAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.