Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 54
Tóbakið er upprunnið frá
Ameríku. Áður en Spán-
verjar stigu á land í Vest-
ur-Indíum var tóbakið
óþekkt í Evrópu en barst
þangað með sjómönnum á
heimleið og breiddist eftir
það hratt út. Eftir 1600 var tó-
baksneysla orðin alvanaleg í
Evrópu, meðal yfírstéttanna var
tóbakið tuggið eða notað í nef
en lægri stéttirnar reyktu pípur.
Sir Walter Raleigh mun hafa
innleitt pípureykingar við hirð
Elísabetar drottningar og það
var hann sem byrjaði að rækta
tóbak í Virginíu í sambandi við
nýlenduveldi Breta í Norður-
Ameríku. Pípureykingar urðu
eftir þetta vanalegar í öllum
þjóðfélagsstéttum og við hirð
Vilhjálms Prússakeisara urðu
allir að eiga pípur til að geta tek-
ið þátt í pólitískum umræðum
með keisaranum og ráðherrum
hans.
Vindlar skutu upp kollinum á
Spáni á 18. öld og þaðan breidd-
ust þeir út til Þýskalands,
Hollands og Danmerkur. Sígar-
ettur komu upphaflega frá Suð-
ur-Ameríku og komu fram með
vindlunum á Spáni á sama hátt
og vindlarnir og urðu fyrst vin-
sælir í Rússlandi og Tyrklandi
en eftir Krímstríðið 1850 breidd-
ust sígarettur út um heiminn.
Tóbaksneyslan hefur þannig
breyst með tímanum, frá 16. öld
til þeirra 19. tóku menn aðallega
í nef og vör og reyktu pípu. 19.
öldin einkenndist auk þess af
vindlareykingum en 20. öldin er
tímabil sígarettnanna.
Tóbakið var í upphafi álitið
gott til lyfjagerðar og gagn-
legt gegn fjölda kvilla. Jean
Nicot, sem var franskur
sendiherra í Portúgal,
ræktaði tóbak í garðinum
sínum til lækninga og sendi
tóbaksfræ og blöð til Katrínar
frá Medici sem reyndi að lækna
son sinn, Frans II, af slæmum
höfuðverk með tókbaki. Bráð-
lega eftir þetta var öll hirðin í
Versölum með neftóbaksdósir.
Spánski læknirinn Nicolo Mond-
ardes skrifaði 1571 í læknisfræði-
legu riti að tóbakið væri hið
besta lyf við höfuðverkjum,
garnaflækju, hægðatregðu,
hósta og gikt. Thomas Hariot,
sem uppi var í lok 16. aldar, lýsti
reykingum meðal indíána í
Norður-Ameríku og hann áleit
að reykurinn hreinsaði magann
og höfuðið af slími og opnaði
alla ganga og op líkamans og
þannig héldu menn heilsu sinni.
En tóbaksneyslan var ávallt
umdeild allt frá upphafi, Urban
VIII páfi bannfærði þannig hvern
þann sem tók í nefið í kirkjunni
1624, rússneski tsarinn bannaði
allar tóbaksreykingar 1634 og í
Svíþjóð var allur innflutningur á
tóbaki bannaður 1687. Andstað-
an gegn tóbaki á þessum árum
var fyrst og fremst vegna eld-
hættunnar en auk þess var hún
siðferðileg. Eldhættan af tóbaki
var sérlega mikil fyrr á tímum
þegar menn notuðu aðallega eld-
færi til að kveikja í tóbakinu en
eldspýtur komu fyrst til sögunn-
ar á 19. öld.
Enn þann dag í dag deyr ár-
lega fjöldi fólks vegna elds
af völdum tóbaksreykinga
og ófáir hafa fengið slæm
brunasár vegna þeirra og
þá sérstaklega á tímum
nælonklæðanna sem oft-
lega fuðruðu upp ef á þau féll
neisti.
Á 19. öldinni var lungna-
krabbamein sjaldgæfur sjúk-
dómur en jókst mikið á þeirri 20.
Þannig er talið að tíðni lungna-
krabbameins hafi fimmfaldast frá
aldamótum til 1940 og síðan hef-
ur aukningin haldið áfram. Eftir
1950 fóru læknar víða um heim
að leiða að því líkur að þessi
mikla aukning lungnakrabba
væri vegna reykinga. Á síðari
áratugum hefur svo athygli
lækna beinst að skaðlegum
áhrifum tóbaksreykinga á hjarta
og æðar. Einhver áhrifamesta
rannsókn, sem gerð hefur verið
um þetta efni, er eftir Bretana
Doll og Peto frá 1976 en þeir
fylgdu eftir 34.440 læknum frá
1951 og rannsökuðu banamein
þeirra sem létust og báru saman
við reykingavenjur. Reykinga-
menn dóu fyrr en þeir sem ekki
reyktu. Þannig var dánartíðni
reykingamanna miðað við þá
sem ekki reyktu í hlutfallinu 2:1
undir sjötugu og 1,5:1 eftir sjö-
tugt. Helstu dánarorsakir þeirra
sem reyktu voru lungnakrabba-
mein, aðrir lungnasjúkdómar og
hjarta- og æðasjúkdómar. Tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma var um
það bil helmingi hærri meðal
þeirra sem reyktu en hinna.
Fleiri rannsóknir hafa birst
sem sýna á ótvíræðan hátt að
samband er milli reykinga og
hjarta- og æðasjúkdóma og líf-
slíkur reykingamanna þannig
minni en þeirra sem ekki reykja
og lífsnautn þeirra og lífsgæði
verulega skert vegna sífellds
hósta og brjóstverkja við
áreynslu þegar æðakölkun er
byrjuð í einhverjum mæli. Það
er athyglisvert að reykingamenn
loka enn augunum fyrir þessum
staðreyndum en þó virðist sem
reykingar séu eitthvað að
minnka í þjóðfélaginu og er það
vel.
vað sögu tóbaksreykinga
viðvíkur má segia að
fyrstu 400 árin, sem reykt
var, hafi menn að mestu
leyti verið óvitandi um
skaðsemi reykinga. Þó má
benda á að sennilega hef-
ur skaðsemi reykinga ekki verið
ýkja mikil fyrir síðustu aldamót
en eftir það breyttust reykinga-
venjur og skaðsemi reykinga óx.
Reykingar voru tímafrekar og
erfiðar áður en eldspýtur og
sígarettur komu til sögunnar.
Það var erfiðleikum bundið að
halda eldinum logandi í pípunum
og keðjureykingar hafa sennileg-
ast verið afar fáséðar. Löng
pípusköftin hafa auk þess
minnkað skaðleg áhrif reyking-
anna og minnkað tjöruna í
reyknum.
Ef draga ætti einhvern lærdóm
af sögu tóbaksins og skaðsemi
þess þá ættu auðvitað aliir að
hætta að reykja. Þeir sem ekki
geta það ættu að hætta sígar-
ettureykingum en reykja þess í
stað vindla eða pípu og þá helst
með löngu skafti. Menn ættu auk
þess að fleygja á brott bæði eld-
spýtum og kveikjurum og taka
upp eldfæri og glóðarker. Þá eru
líkur á því að halda heilsu og
kröftum á borð við þá sem ekki
reykja.
54 VIKAN 27. TBL
EFTIR DR. ÚTTAR GUÐMUNDSSON