Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 60

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 60
LÍFIHEIÐ TEXTI: FREYR MYNDIR: VALDÍS Það tekur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan við hálf- tíma að aka út í óspillta náttúru friðlandsins í Heiðmörk. Gróður og fuglalíf er með eindæmum fjölskrúðugt á þessu 2700 hektara landflæmi, þar sem á fimmtu milljón trjáplantna hafa verið gróðursettar síðan 1949. Sá skóg- ur, sem síðan hefur dafnað, veitir öðrum plöntum og ekki siður dýralífi skjól og næði til vaxtar. Heiðmörkin er opin öllum sem stunda vilja hressandi útivist en jeppagæjum er ráðlagt að velja sér annað athafnasvæði. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um landrækt og allt eftirlit í Heiðmörk. Á sumrin starfa þar tugir manna við uppgræðslustörf. Skógræktarfélagið hefur gefið út geysigott kort af svæðinu með merktum gönguleiðum og athyglisverðum stöðum. Einnig eru til bæklingar um lífríkið, jarðfræði og sögu Heiðmerkur. Heiðmerkurferð er tilvalin í stað sunnudagsbíltúrs, leggja bílnum og rölta um, týnast í skógarrjóðri, hlusta á fjölbreyttan fuglasöng og þefa gróðurilminn. Útsýnið er Qölbreytt úr Heiðmörkinni, Esjan, Snæfellsjökull, ReykjanesQöllin, Bláfjöll og í norður- og vesturátt vell- ur borgin í allar áttir og nálgast ótrúlega hratt. Helgarferð! Sniðug hugmynd. Með tjald og grill og allt. Það er leyfilegt að tjalda nánast hvar sem er í Heiðmörk, að gefnu leyfi Vignis Sigurðssonar, landvarð- ar í Þingnesi við Elliðavatn. Þar var áður þingstaður Gullbringu- og Kjósarbænda. NÁTTÚRULÍF Sumir treysta sér til að lifa og nærast sumarlangt í Heiðmörkinni á gæðum landsins eingöngu. Við skrupp- um uppeftir og könnuðum málið. Heiðmörkin er auðugur garður fyrir grasætur. Úrval ætisveppa er mikið frá miðju sumri og fram á haust, enda fylgja þeir ætíð skóglendi. Kúalubbar, birki- og lerkisveppir eru algengastir, sveppatínsluferð í Heið- mörk að hausti er óvitlaus hugmynd. Rætur geithvannar eru næringarmikið lostæti, þær finnast helst í kjarrgróðri. Sögur fara af einstöku pipar- rót sem slæðst hefur með mönnum og numið land. Síðsumars er krökkt af krækiberjum og einnig nokkuð af bláberjum og hrútaberjalyngi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.