Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 61

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 61
DRYKKURTIR ■■ ■ Islendingar hafa löngum notað ýmis náttúrugrös bæði í lækninga- og hressingarskyni, þar á meðal eru vallhumall, ljónslappi, rjúpnalauf, fjalldrapi og geld- ingahnappur sem þykir geysigott meðal við náttúruleysi. Allar þessar jurtir eiga heima í Heiðmörk. Ýmislegt er nothæft i salat, fjallagrös, túnsúra, skarfa- kál og hjartarfi, allt smátt skorið og blóðbergsvatni hellt yfir. Komtegundir eru vandfundnar í Heiðnjörk en þeir sem þekkja til og hafa bæði þolinmæði og tíma geta leitað uppi töluvert af rúg- og byggstráum þó ekki sé hægt að mæla með þeim til brauðbaksturs því fyrst þarf að þreskja og mala eins og litla gula hænan sagði. Vatnið er veiki hlekkurinn í Heiðmörk - þó ekki fyr- ir gróðurinn, ekki vantar rigningu, heldur fyrir mannskepnuna og önnur dýr. Gljúpur hraunjarðvegur- inn drekkur endalaust i sig rigninguna og vatnslindir ná aldrei að myndast. Því þarf að sækja yfirborðsvatn í Lækjarbotna eða Vífilsstaða- og Elliðavatn. Þó leynist tært lindarvatn á fjögurra metra dýpi undir Gjáarrétt í suðurhluta Heiðmerkur. I hallæri er svo hægt að sjúga mosa þó það svali varla miklum þorsta. Hér birtum við hversdagskvöldverð úr matbók gras- ætunnar. Allt hráefnið er tínt í Heiðmörk og til að rata á réttu staðina og ekki síður réttu plönturnar er Flóra Islands ómissandi. Aðalréttur: 5 þurrkaðir sveppir 1 geithvannarrót Sveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir upp úr blóma- olíu. Rótin er söxuð og stráð yfir. Salat: Skarfakál, túnsúra og hjartarfi eru fínt skorin og blóð- bergssafa hellt yfir. Heitur drykkur: 4 dl vatn 1 dl blóðberg 1 dl rjúpnalauf 1 tsk. kúmen Jurtirnar eru soðnar í vatninu í klukkutíma og síðan hreinsaðar frá. í eftirrétt er tilvalið að naga geldingahnapp, leggjast á meltuna og njóta náttúrunnar. 27. TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.