Vikan - 03.07.1986, Qupperneq 61
DRYKKURTIR
■■ ■
Islendingar hafa löngum notað ýmis náttúrugrös
bæði í lækninga- og hressingarskyni, þar á meðal eru
vallhumall, ljónslappi, rjúpnalauf, fjalldrapi og geld-
ingahnappur sem þykir geysigott meðal við náttúruleysi.
Allar þessar jurtir eiga heima í Heiðmörk.
Ýmislegt er nothæft i salat, fjallagrös, túnsúra, skarfa-
kál og hjartarfi, allt smátt skorið og blóðbergsvatni
hellt yfir. Komtegundir eru vandfundnar í Heiðnjörk
en þeir sem þekkja til og hafa bæði þolinmæði og tíma
geta leitað uppi töluvert af rúg- og byggstráum þó ekki
sé hægt að mæla með þeim til brauðbaksturs því fyrst
þarf að þreskja og mala eins og litla gula hænan sagði.
Vatnið er veiki hlekkurinn í Heiðmörk - þó ekki fyr-
ir gróðurinn, ekki vantar rigningu, heldur fyrir
mannskepnuna og önnur dýr. Gljúpur hraunjarðvegur-
inn drekkur endalaust i sig rigninguna og vatnslindir
ná aldrei að myndast. Því þarf að sækja yfirborðsvatn
í Lækjarbotna eða Vífilsstaða- og Elliðavatn. Þó leynist
tært lindarvatn á fjögurra metra dýpi undir Gjáarrétt í
suðurhluta Heiðmerkur. I hallæri er svo hægt að sjúga
mosa þó það svali varla miklum þorsta.
Hér birtum við hversdagskvöldverð úr matbók gras-
ætunnar. Allt hráefnið er tínt í Heiðmörk og til að rata
á réttu staðina og ekki síður réttu plönturnar er Flóra
Islands ómissandi.
Aðalréttur:
5 þurrkaðir sveppir
1 geithvannarrót
Sveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir upp úr blóma-
olíu. Rótin er söxuð og stráð yfir.
Salat:
Skarfakál, túnsúra og hjartarfi eru fínt skorin og blóð-
bergssafa hellt yfir.
Heitur drykkur:
4 dl vatn
1 dl blóðberg
1 dl rjúpnalauf
1 tsk. kúmen
Jurtirnar eru soðnar í vatninu í klukkutíma og síðan
hreinsaðar frá.
í eftirrétt er tilvalið að naga geldingahnapp, leggjast á
meltuna og njóta náttúrunnar.
27. TBL VIKAN 61