Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.09.1986, Qupperneq 13

Vikan - 04.09.1986, Qupperneq 13
fa Sjötti dagur: 3 vatnsglös 1 diskur grænmetissúpa 1 glas af tómatsafa Sjöundi dagur: 1 mjólkurglas 1 banani 2 vatnsglös 1 diskur grænmetissúpa 1 glas af tómatsafa Áttundi dagur: 2 mjólkurglös 2 heilhveitibrauðsneiðar með osti 1 banani 1 diskur grænmetissúpa 2 vatnsglös DAGBÓK Fyrsti dagur: Maturinn er mikill. Skammturinn er stærri en ég læt ofan í mig marga virka daga. Eg geri allt sem ég er vanur að gera, fer meira að segja í sund og finn engan mun. Ég sofiia samt svangur og kvíði kom- andi dögum. 70 kíló. Armar dagur: Eg dreifi matnum yfir daginn svo hungr- ið verði ekki óbærilegt. Óheyrilegt gamagaul, ég öfunda samferðamenn mína upp úr skónum yfir því að borða og borða, farandi svo á bíó til að hakka í sig kók og súkkulaði. Mér finnst ekki nógu mikil nautn fylgja áti þeirra. Gera þeir sér ekki grein fyrir því hvað það er gott að borða? Er irekar slappur en ekkert sársvangur eins og í gærkvöldi. 70 kíló. Þriðji dagur: Það er nautn að fá sér grænmetissúpu í morgunmat. Vatnsglas í hádeginu og síðan ekkert fyrr en að kvöldi. Til hvers er ég eiginlega að þessu? Það er erfitt að vakna, athyglin er h'til og augnlok þung. Ég sit í mötuneyti í hádeginu, með mitt vatnsglas. Hvað er fólk alla tíð að troða upp í andlitið á sér? Sjáðu hvað þessi étur mikið? Ógeðslegt. í sjónvarpsfréttunum eru fregnir af stríðum og efnahagsþving- unum. Hvemig nennir fólk þessu? Ef það fengi sér volga normalbrauðsneið með osti og kalt mjólkurglas væm öll vanda- mál úr sögunni. Ég hringi í vinkonu mína og býð henni í mat í næstu viku. Ég les fyrir hana það sem ég ætla að fá mér í smáatriðum, með tvær matreiðslubækur á hnjánum. Svo hringi ég í mömmu og býð mér í mat til hennar. Mikið skal ég borða í næstu viku. Það verður algjör neysluorg- ía á mínu heimili. Mér líður annars ekkert illa. Ég er bara orkulítill og syfjaður. Ég hefði ekki trúað því að matur og át væri svo gífurlega stór hluti af daglegu lífi manna. Ég á í stökustu vandræðum með tómu stundimar þegar maður áður hvarfl- aði í ísskápinn og fékk sér að narta. Það er skemmtilegasta tómstundaiðja sem hægt er að hugsa sér. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það á gott að hafa nóg að borða. Hungur er vissulega mesta böl mannkynsins. Eg sofha út frá bók um ítalska pastarétti, það er myndabók. 68,5 kíló. Fjórði dagur: Ég drattast fram úr rúminu klukkutíma síðar en vanalega. Vatnsglas með sítrónu stendur, ég þarf að nýta vel þessa litlu orku sem ég á. Ég hef þó tíma til að ríf- ast við vin minn, sem fhstar með mór, um ekki neitt. Við erum báðir uppstökkir og langar í mat. Á rólegt kvöld, sofna snemma og líður bara nokkuð vel. Það er alveg ótrúlegt magn sem fólk lætur ofan í sig af mat á hverjum degi. Hvað skyldi þjóðin borða marga tugi tonna á dag? Éða heims- byggðin marga tugi þúsunda tonna? Hugsið ykkur, á dag! Hvemig getur jörðin brauðfætt 5 milljarða manna hvem ein- asta dag. Hún gerir það ekki, veit ég, en gæti það samt. Þvílíkt forðabúr. Einhvem veginn líður mér ágætlega, svona vrndir svefhinn. Athyglin hefur aldrei verið betri, ég get vel lesið tormeltar bókmenntir, Grænmetissúpa, mjólkurglas, heilhveHibrauðsneið, banani og vatn. Nærri dagskammtur I upphafl fðe- tunnar. og salti og er ekkert yfir mig hrifinn af matseðlinum. Ég hef hægt um mig í dag. Ég er með beinverki, finn furðuvel fyrir öllum líkamanum og útlimunum, alveg fram í fingurgóma. Ég er samt ekkert slappari en í gær. Ég hef aldrei pissað eins súm þvagi, hreinsunin er hafin. Ég þyki alveg óheyrilega andfúll og ég svitna mik- ið, þarf að fara að minnsta kosti tvisvar í sturtu í dag og skipta um föt. Ég bursta tennumar á klukkutíma fresti og einhver ráðleggur mér að ganga með tannkrems- túpima í vasanum. Svei mér ef skvapið á ýmsum stöðum er ekki á undanhaldi, lík- aminn hefur gripið tíl aukabirgðanna. Maginn er lítill og innfallinn, hjartsláttur- inn rólegri en venjulega. Ég mæðist við að ganga upp stiga. Það þýðir ekki að standa í stórátökum á meðan á þessu veit af öllum líkamanum, finn hvemig hjartað pumpar blóðinu upp í höfuð, niður í tær og fram í fingurgóma. 68 kíló. Fimmti dagur: Glaðvakna fyrr en vanalega, í svitakófi. Fer í bað og hrein föt og sest fram í eld- hús með glasið mitt af volgum tómatsafa. Mér bregður þegar ég finn hvað ég er hress. Úti skín sólin, ég anda djúpt, finnst mér aldrei hafa liðið betur. Ég les morgun- blöðin, athyglin er eins og hún gerist best. Ég ákveð að fara í sund, það er yndislegt og ég syndi heila 400 metra og er samt stálsleginn. Ég á næga orku fyrir allan daginn, og allt þetta af einu glasi af tóm- atsafa. Mér er alveg sama um mat. Ég þykist hafa gert merka uppgötvun, maður- inn kemst af með brot af þeirri næringu 36. TBL VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.