Vikan - 04.09.1986, Síða 16
Tveir vetur á einu ári
Myndir: Einar Garibaldi
Dominique Perritaz telur það engan veginn brjálæðislega hugmynd aö ferðast um Island.
,,Það er engan veginn brjál-
æðisleg hugmynd að ferðast
um island. Evrópubúar frétta
sífellt meira um landið og ég
held að fólk telji einkar áhuga-
vert að skoða sig um hér." sagði
þessi gerðarlegi svisslenski
mótorhjólamaður sem Vikan
rakst á í Haukadalnum. „Annars
gerðu vinir mínir grín að mér
áður en ég lagði af stað. Einn
sagði að ef ég færi til íslands
þá nældi ég mér í tvo vetur á
einu ári. En það er alls ekki svo
kalt hérna á sumrin."
Hann heitir Dominique Per-
ritaz og eftir sex mánaða
undirbúning sigldi hann með
Norrænu frá meginlandinu til
Seyðisfjarðar. Þaðan þræddi
hann ströndina norður, sigldi
frá Snæfellsnesi yfir Breiðafjörð
og virti Látrabjargið fyrir sér
áður en stefnan var sett á af-
mælisbarnið við Faxaflóa.
Þegar komið var við sögu í
Haukadalnum höfðu 4000 kíló-
metrar af íslenskum vegum
verið lagðir að baki, á einum
og hálfum mánuði, en óljóst var
hver aksturinn yrði á þeim
þremur vikum sem eftir voru
ferðarinnar. Jökulsárgljúfur,
Mývatn og Þingvellir voru í
hópi eftirminnilegustu staða í
huga Dominique en framundan
biðu meðal annars Þórsmörkin,
Ófærufoss og Skaftafell.
„Það er eftirtektarvert hvað
landslagið hérna er fjölbreytt
og ósnortið," sagði Dominique
í stuttu spjalli, „það er nokkuð
sem maður finnur ekki annars
staðar í Evrópu. Þegar ég fór
að leggja drög að þessari ferð
var ég á höttum eftir því sér-
kennilega og óvenjulega og
Maöurinn hefur Ifka ,,vfgbúist“ vel fyrir hjólatúr um ísland.
satt best að segja átti ég ekki
von á jafnmörgum ferðamönn-
um í ferjunni, bæði á mótor-
hjólum og bílum. En ég hef
ekki orðið fyrir vonbrigðum
með landið, síður en svo. Ég
var hins vegar hissa á því hvern-
ig ungt fólk drekkur hérna.
Maður sér það dauðadrukkið.
ranglandi með flöskur úti á
götu. Það er nokkuð sem ég á
ekki að venjast heima. Þegar
maður sér svona flýgur manni
helst í hug að það hljóti eitthvað
mikið að vera að, alvarleg
vandamál á ferðinni. Reyndar
hafa allir sinn djöful að draga.
í Sviss og Evrópu allri þurfum
við að berjast gegn eiturlyfja-
vandamálinu en það virðist ekki
orðið jafnáberandi hér."
Að þessu mæltu spyrnti
Dominique við fótum þannig
að farartækið tók við sér, malaði
Ijúflega og bar hann á veg í átt
að Hruna. Þessi viðkunnanlegi
Svisslendingur hafði kynnt sér
söguna um dansinn á þeim bæ
og vildi kanna staðhætti. Erfitt
var að ímynda sér að innan
mánaðar sæti hann við skrif-
borð á vinnustað í Mið-Evrópu
og fengist við tölur. „Ég er
bankamaður," hafði hann sagt,
„en fyrir Svisslending er það
sambærilegt og að vinna í fiski
fyrir íslending."
16 VI KAN 36. TBL