Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 19
Jón Kristjánsson. „Andvígur því að leggja tekjuskattínn niður“ Jón Kristjánsson alþingismaður: Undanfarin ár hefur gagnrýni farið vaxandi á tekjuskattinn á þeim forsendum að hann sé launamannaskattur, leggist með mestum þunga á launafólk en þeir sem eru með eigin atvinnu- rekstur og fyrirtæki sleppi, annaðhvort vegna þess að skattalögin eru götótt eða þá að neðan- jarðarhagkerfi og nótulaus viðskipti eru í gangi. Nú gengur svo langt að því vex fylgi að afnema skattinn. Ég er andvígur því að leggja tekjuskattinn niður nema það sé ljóst hvað kemur í staðinn. Óbeinir skattar leggjast með miklum þunga á launafólk og ekki er séð að það sé tryggt að niðurfelling tekjuskattsins auki ekki enn á launa- og aðstöðumuninn í landinu sem þó er ærinn fyrir. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að herða skattaeftirlit og fylla upp í þær smugur skatta- laganna sem gera mönnum kleift að sleppa frá réttlátum gjöldum til samfélagsins. Með því yrðu byrðamar léttbærari og umfram allt rétt- látari. Tekjuskatturinn var hugsaður til jöfnun- ar á aðstöðu manna og launajöfnunartæki. Meðan ekki er sýnt fram á að annað komi í staðinn, sem þjónar þessum markmiðum, er ég andvígur því að leggja hann niður. Ég er þeirr- ar skoðunar að það sé ekki stórmannlegt að gefast upp fyrir skattsvikum, kerfið og eftir- litið megi bæta og þá einnig þannig að skatt- heimta dragi ekki úr framtaki manna til sjálfs- bjargar. Okkar álit Tekjuskattur á einstaklinga er og hefur lengi verið til vandræða. Talið er að ýmsir telji slak- lega fram tekjur sínar og skammti sér skattinn í litlu lagaskjóli. Það eru einvörðungu hreinir launþegar sem tryggt má telja að skattlagðir séu í samræmi við tekjur. Ég tel réttast að leggja tekjuskatt niður í núverandi mynd og einskorða tekjusköttun við álagningu útvars sem yrði hærra hlutfall en nú er en álagningar- stofn yrði með svipuðum hætti. Ég tel betra að ríkið fái fyrst og fremst tekjur af óbeinum skött- um. María E. Ingvadóttir viðskipta- fræðingur: Tekjuskattur er hugsaður sem tekjujöfnun- arskattur en hann nær ekki tilgangi sínum í núverandi formi þar sem tekjuskattsstofn manna ákvarðast út frá mjög misjöfnum for- sendum. Ef neyslan væri skattlögð, í stað teknanna eins og með núverandi fyrirkomulagi, þá mundi hver og einn borga skatt í samræmi við sína neyslu, það er þeir greiddu mest sem mestu fjár- ráðin hefðu. Mikilvægt er að skattborgarar séu sáttir við þær skattareglur sem í gildi eru. Það gildir um allar reglur að ef þær þykja ósanngjarnar þá reynir fólk að bjarga sér fram hjá þeim og af- leiðingin í þessu tilfelli er þyngri skattbyrði á færri herðar. Kristínn Sveinsson bygginga- meistari: Þegar afnema á skatt, sem lagður hefur ver- ið á um langan tíma, þarf að athuga þessi mál mjög vel, ópólitískt og á mjög yfirveguðum grundvelli svo að eftir aðgerðina stöndum við betur, bæði greiðendur og ríkið. Að sjálfsögðu þyrfti nýi skatturinn, ef af yrði, að vera í sem einföldustu formi og vera hvetj- andi til að telja rétt fram og allt þyrfti að nást inn sem til er ætlast en á því virðist vera mik- ill misbrestur nú að allt komi til skila. Einstaklingar og fyrirtæki verða að hafa það hugfast að undirstaða góðs rekstrar er gott og rétt bókhald og framtal til að geta nýtt sér þá peninga, sem koma inn, til fulls og að þeir séu með öllu ffjálsir til ráðstöfunar og megi koma í dagsins ljós. En margir hafa lent í erfiðleikum út af slíku. Menn eiga að borga sína skatta með gleði í samneysluna en gera jafnframt kröfu til að þeir séu skynsamlega notaðir. 36. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.