Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 34
„Ég er ekki sá eini úr Reyk- hólasveit sem komið hefur nálægt hermennsku. A síðustu öld fór ungur maður úr sveit- inni til náms í Danmörku. Eins og fleiri á þeim tíma féll hann í þá freistni að stunda búllurn- ar og eyða vasapeningunum í bjór og glæsilegan fatnað. Þetta hlaut náttúrlega að enda á einn veg. Hann varð blankur. Hann ákvað þess vegna að ganga í danska herinn. Herinn hélt mönnum uppi og borgaði þeim kaup. Þetta varð til þess að foreldr- ar hans heima á Islandi, sér- staklega móðir hans, fóru að hafa miklar áhyggjur af hon- um. Hún hét því á Reykhóla- kirkju að gefa kirkjunni altaristöflu ef henni tækist að endurheimta soninn úr þessari prísund. Henni tókst að fá hann keyptan lausan úr hernum fyr- ir ákveðna fjárhæð. I þakklæt- isskyni gaf hún Reykhóla- kirkju altaristöflu og það mun vera sú tafla sem þar hangir uppi ennþá, að því er ég best veit. Sonurinn var Jón Thorodd- sen skáld sem meðal annars orti kvæðið Hlíðin mín fríða og samdi Pilt og stúlku. Móðir mín sagði í gamni þeg- ar ég var að fara út í þetta nám: Ætli það endi ekki með því að ég verði að heita á Reyk- hólakirkju til að fá þig til baka.“ Sá sem segir frá heitir Jón Sveinsson og er frá bænum Miðhúsum. Grein hans um málefni Landhelgisgæslunnar, sem birtist í Morgunblaðinu í apríl, vakti mikla athygli, ekki síst fyrir það að höfundurinn var með sjóliðsforingjamennt- un frá Noregi. Tók þátt í að stofna félag hernáms- andstæðinga Landhelgisgæslan verður ekki til umræðu í þessu við- tali. Við vildum fræðast aðeins meira um höfund hinnar um- deildu greinar. Hann var fyrst spurður hvers vegna hann hefði valið sér að læra her- mennsku? „Það var þannig að á menntaskólaárum mínum á ísafirði kynntist ég töluvert þeirri umræðu sem þá fór fram um varnarmál. Þá var þar með- al annars stofnað félag hernámsandstæðinga. Það er það eina sem ég hef komið ná- lægt stjórnmálum en ég tók þátt í að stofna það félag þótt ég hafi síðar gengið úr því. Ég er í rauninni sammála þeirri grundvallarhugsun sem fram kemur hjá þeirri þverpóli- tísku hreyfmgu sem félag hernámsandstæðinga er. Það er að á friðartíma hafi erlendur her ekkert að gera á íslandi. í raun þarf þetta ekki að vera mótsagnakennt, starf með hernámsandstæðingum og her- mennska. Mér fannst aldrei tekið, sem ég vil kalla, faglega á málun- um. Mér fannst einkenna umræðuna þarna, ekki bara þarna fyrir vestan heldur einn- ig yfirleitt í þjóðfélaginu, að menn þurftu alltaf að tengja varnarmálin pólitískum kredd- um. I stað þess að leita að skil- greiningum, vinna út frá þeim og reyna að byggja niðurstöður á rökréttri hugsun fannst mér menn nota tilfinningaleg og pólitísk rök í of miklum mæli. Mér fannst skorta fagmennsku áþessu sviði. Hermennska erfræðigrein Hermennska og herfræði eru fræði eins og lögfræði, við- skiptafræði og hvað sem er. Við verðum, ef við ætlum að halda sjálfstæði okkar, að geta metið það sjálfir hvað borið er á borð fyrir okkur, hvort okkur stafar ógn af erlendu herveldi. Sé svo, í hvaða formi gæti hún þá birst? Erum við tilbúnir að mæta henni? Ef ekki, á hvern hátt getum við þá fyllt upp í skörðin? Þetta ætti að vera algerlega fræðileg athugun sem myndi ekkert eiga skylt við stjórn- mál. Það er þjóðin sem á að taka endanlega ákvörðun um landvarnir. Við gætum stig af stigi tekið við eftirlitsstöðvum Kanans og hann þannig horfið úr landi. Þetta yrði framlag okkar til NATO, sem myndi kosta styrktar samgöngur og al- mannavarnabyrgi fyrir öll þéttbýlissvæði ásamt geymsl- um fyrir þyngri hergögn þannig að aðeins þyrfti að fljúga hingað liðsafla á ófrið- artímum og þá með okkar samþykki. Þannig yrði sjálf- stæði okkar ekki einungis menningarlegt og efnahagslegt heldur einnig hernaðarlegt. Sjálfstæðismenn skortir sjálfs- gagnrýni í varnarmálum Ég er mjög fylgjandi mörgu af því sem sjálfstæðismenn hafa komið fram með í varnar- málum. En ég er ekki alveg fyllilega sammála því sem þeir bera á borð. Mér finnst þá skorta sjálfsgagnrýni. Mér finnst þeir taka allt of mikið hrátt og ómelt upp eftir Atl- antshafsbandalaginu og Bandaríkjamönnum sérstak- lega. Nú kann þetta að virðast svolítið einkennilegur bak- grunnur, að einu afskipti mín af stjórnmálum skuli vera í gegnum félag hernámsand- stæðinga. Ég get nefnt það til gamans um vinnubrögð íslenskra stjórnvalda yfirleitt að þegar ég fór til Noregs og sótti um til norskra hernaðaryfirvalda að fá að spreyta mig á þeim skóla sem ég síðar fór í þá fóru þeir fram á það við íslensk stjórnvöld að þau rannsökuðu bakgrunn minn með tilliti til öryggissjónarmiða. Veit ég ekki annað en að það hafi gengið ákaflega fljótt og vel. Ég hlæ oft að því að þeim skuli algerlega hafa yfirsést stjórnmálaafskipti mín í menntaskóla. Þegar ég kem heim árið 1985, eftir átta ár, þá hafa hlutirnir breyst töluvert. Það er farið að fjalla um þessi mál á miklu opinskárri hátt en áður. Menn eru farnir að viðurkenna þörf- ina á að hafa faglega þekkingu á sviði hernaðar alveg eins og á sviði utanríkismála, fjármála eða viðskipta. Og ég veit ekki betur en að ísland hafi tekið sæti, sem það á í hernaðarnefnd NATO, sæti áheyrnarfulltrúa, en ég veit ekki hvort sá maður hefur nokkurn hernaðarbakgrunn. Ég held að það sé lögfræðingur sem situr þar. Tundurduflaslæðarinn Vosso M-316. Jón var næstráðandi á systurskipi Vosso, Kvina M-315, tvö siðustu ár sin í norska sjóhernum. Korvettan Æger P-951. Jón Sveinsson var nemi á þessu skipi. 34 VIKAN 36. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.