Vikan

Útgáva

Vikan - 04.09.1986, Síða 36

Vikan - 04.09.1986, Síða 36
Vildi ekki fara bak- dyramegin inn Eg mætti því viðhorfi að ef ég ætlaði að koma mér að hjá ríkinu í stöðu þá yrði ég að tala við þennan eða hinn ná- ungann. Þú verður að skriða á hnjánum og fara inn um bak- dyrnar. Það þýðir ekkert að banka upp á aðaldyrnar ef maður ætlar að komast að hjá ríkinu. Og það þýðir ekkert að gera það án þess að hafa sam- bönd. Nú bauðst mér óvænt aðstoð í þessu máli frá stjórnmála- manni, manni sem ég ber virðingu fyrir, manni sem ég veit að er áhrifamikill. Ég hefði ekki þurft annað en að ganga inn á hans skrifstofu og rekja raunir mínar til að ná árangri í viðleitni minni. Ég hefði sjálfsagt getað hugsað mér að gera slíka hluti áður en ég fór út. En eftir að hafa unnið sem atvinnuher- maður í átta ár þá hlýtur það að skilja eftir ýmis spor hvað varðar persónulegt siðferði. Og þetta, að fara inn um bak- dyrnar, var fyrir neðan mína virðingu. Fer að læra annað fag Og ég er þess vegna búinn að sætta mig við að ég muni aldrei koma nálægt varnarmál- unum meir og er þegar farinn að snúa mér að öðrum áhuga- málum. Ég hef haft töluverðan áhuga á markaðsfærslu, þá í sam- bandi við einkarekstur. Ég er búinn að hafa samband við skóla í Bandaríkjunum á þessu sviði sem hefur gefið mér já- kvætt svar um möguleika á að komast inn. Frá því að ég kom heim hef ég unnið hin og þessi störf sem ég hef meira og minna vit á. Eg var, eins og ég hef skýrt frá áður, hjá Landhelgisgæslunni um tíma. Þetta árið hefur, þótt skömm sé frá að segja, fjölskylda mín haldið mér uppi. Ég hef unnið fyrir föður minn á búi hans. Og ég hef leyst hann af við kennslu í barnaskóla. Um kynni mín af íslenska ríkisvaldinu, eftir að ég kom heim, get ég sagt svipað og sá sem sagði að þeim mun betur sem hann kynntist manninum ...ég hefði áhuga á þvi að vinna fyrir þjóð mína að þessum málum og að ég hefði varið allt að því ára- tug úr lífi mínu til að búa mig sérstaklega undir þetta." 36 VI KAN 36. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.