Vikan - 04.09.1986, Side 50
D R A U M A R
/
VÍNDRYKKJA
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi sérlega skrýtinn
draum nýlega. Mér fannst ég og
stelpa, sem ég þekki, vera á
blindafylliríi. Það var eins og kom-
in væri verslunarmannahelgi og
við vorum ferlega fullar, en við
drekkum ekkert ofboðslega I alvör-
unni. Þarna voru líka strákar sem
voru hrikalega fullir, þeir eru báðir
heldur blautir I rauninni. En ég
þekki þá ekki mikið og við höfum
engan sérstakan áhuga á þeim.
Þeir heita X og Y ef það skiptir
máli. Ég ætla á C um verslunar-
mannahelgina og mig langar að
vita hvort þessi draumur hefur eitt-
hvað með það að gera.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una, vonandi að þú getir ráðið
þetta fljótt. G.
Þessi ráðning kemur auðvitað
of seint en svo sem allt i lagi að
segja þér eftir á að þessi draumur
er ekki tákn um drykkju (vonandi
að þú sért sæmilega fráhverf
henni, skriftin bendir til að þú
hafir lítið með vín að gera á þess-
um atdri). Þessi draumur er hins
vegar vísbending um að heldur
vætusamt veður hafi verið á C um
verslunarmannahelgina. Vonandi
að það hafi ekki spillt skemmtun-
inni. Hins vegar eru nöfnin á X
og Y vísbending um að þið hafið
skemmt ykkur vel, en þau koma
þeim strákum að öðru leyti ekkert
við.
FJÓRFALT
BRÚÐKAUP
Kæri draumráðandi.
Fyrir nokkrum dögum dreymdi
mig skrýtinn draum sem ég ætla
að biðja þig að ráða fyrir mig ef
þú getur. Og hér kemur draumur-
inn:
Ég var stödd fyrir utan bió á
aðalgötu bæjarins með fullt af
öðru fólki, þar á meðan besta vini
stráksins sem ég er hrifin af. Við
skulum kalla hann A en vin hans
S. A var inni í bíóinu að gifta sig
(hann er 17 ára). Jæja, svo fór
fólkið að tínast út, fyrstur kom
maður sem ég þekki ekki neitt,
hann var líka að gifta sig. Þetta
var fjórfalt brúðkaup. Svo komu
fjórar Ijóshærðar konur, allar í Ijós-
um kjólum. Sú aftasta var kona
A. Þá komu tveir menn og loks A
í svörtum leðurjakka sem hann á.
Fólkið stillir sér upp á móti okkur
en A er voðalega áhugalítill um
þetta allt saman. Þá byrjar hljóm-
sveit að spila og S gengur að A
og þeir fara að dansa saman, en
konan hans A verður voða súr og
við stelpurnar hneykslaðar en þeir
dansa bara saman. Mér finnst vera
önnur hljómsveit fjórum húsum
ofar og þeir dansa þangað og við
eltum. Svo erum við allt I einu
komin inn í hús, ég og A, og inn
í herbergi þar sem er sjónvarp og
rúm. Við sitjum á gólfinu og A er
fullur. Flann tekur í mig, dregur
mig til sín og þá segi ég: A, þú
varst að fita þig. Hann sleppir mér
þá og segir: Æ, já.
Svo förum við bara að sofa en
þegar við vöknum segir hann að
hann ætli að skilja við stelpuna.
En þá vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una. Ég.
Þessi draumur er fyrst og fremst
fyrir einhvers konar leiðindum,
sennilega i vinahópi þínum eða
fjölskyldu, og það eru fjórir aðilar
sem þessi leiðindi snerta. Þau eru
ekki langvarandi en hvimleið á
meðan á þeim stendur.
BRÚNVAGGA
OGÞRJÁRÍ
VIÐBÓT
Kæri draumráðandi!
Eftirfarandi draum dreymdi mig
fyrir stuttu:
Mér fannst ég vera í gamla hús-
inu heima. Mamma var þarna með
mér og einhver strákur og ég sagði
við mömmu að húsið væri að
verða of lítið fyrir okkur. Við fórum
fram í forstofu og þá sá ég dyr sem
ég hafði aldrei séð áður. Ég opn-
aði dyrnar og sá þá inn á gang
þar sem voru mörg herbergi, öll
með dyrnar opnar. Ég sneri mér
að mömmu og sagði: Af hverju
hefur þú aldrei minnst á þennan
gang? Þú veist að húsið er of lítið:
Þá svaraði mamma: Vegna þess
að X og Z koma til með að búa
hér í framtíðinni. Ég gekk inn á
ganginn og inn í eitt herbergið.
Þar inni var hjónarúm með sæng-
urfötum sem voru öll í kuðli. Næst
mér var brún vagga en örlítið fjær
þrjár vöggur I viðbót sem mér
fundust ekki skipta miklu máli. í
brúnu vöggunni voru rúmföt (mér
fundust þau vera frosinl). Þau
voru blá. Allt í einu fannst mér ég
verða að fara í næsta herbergi að
hitta strákinn sem var með okkur
mömmu þarna fyrst. Ég fór í næsta
herbergi og heyrði þá að X var að
tala við vinkonu mína (mér fannst
ég sjá þau en þau ekki mig). X
sagði: Ég er búinn að. . . Síðan
eldroðnaði hann. Svo sagði hann:
Z er ólétt! Þá labbaði ég til þeirra.
Z sat þarna á gólfinu innst inni I
ganginum og X stóð við hliðina á
henni. Ég leit á Z og sagði: Ertu
ólétt? Þá sagði hún: Já, og ég er
líka í allt of þröngum skóm. Hún
var með himinbláa labbskó í fang-
inu!
Með fyrirfram þakklæti.
Bæ. 7689-0803.
Að líkindum boðarþessidraum-
ur veikindi og erfiðleika um
einhverja hrið i fjölskyldu þinni.
Einhvern tíma hefði því verið hald-
ið fram að þessi draumur væri
fyrirboði þess að X og Z eignuð-
ust andvana barn og siðar þrjú
heilbrigð en það er afskaplega
hæpið að taka svo djúpt i árinni
þó að einhver draumtákn gætu
bent til þess. Mun líklegra er að
draumurinn sé miklu almennari og
merki að i fjölskyldu þinni verði
einhverjir erfiðleikar framundan
vegna veikinda eins fjölskyldu-
meðlims og veikindin muni taka
sig upp þrisvar eftir batann. Þetta
mun á einhvern hátt varða alla í
fjölskyldunni og verða til ein-
hverra breytinga og óþæginda en
varla langvarandi heldur mun fjöl-
skyldan l.aga sig að breyttum
aðstæðum. Það er ekki ósennilegt
að þú munir verða leynd einhverju
i sambandi við þetta allt til að
byrja með og sennilegt að sá tími
sé liðinn þegar þig dreymir þenn-
an draum.
SÓLGLER-
AUGUOG
SPRAUTA
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi draum sem mig
langar að biðja þig að ráða fyrir
mig. Mig dreymdi að ég væri á
heilsugæslustöð og ætti að fara i
sprautu og ég kveið alveg ægilega
fyrir. Mamma var þarna með mér
og við biðum lengi. Svo sá ég ís-
lenskukennarann minn sitja bak
við afgreiðsluborð ásamt fleira
fólki sem ég þekki ekki og ég var
að hugsa um hvað hann væri að
gera þarna. Þá var ég allt í einu
komin inn í kaupfélagið og var
ennþá að bíða eftir sprautunni. Ég
lá á gólfinu og var að tala við strák
sem ég þekki (hann lá líka á gólf-
inu). Þá kom þarna inn strákur
sem ég var með á föstu fyrir nokkr-
um mánuðum og hann kom til
okkar. Ég var með köflótt sólgler-
augu og spangir og hann var líka
með sólgleraugu og beisli. Við
skiptum um spangir og sólgler-
augu. Ég man lítið meira nema ég
sá lækninn þarna einhvers staðar
á bak við rekkana og bjóst við að
hann færi að koma. Svo fór ég að
hugsa um að ég yrði það sein í
skólann eftir hádegi að ég yrði að
sleppa vélritun.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una. Ég.
Þessi draumur er fyrirboði mjög
mikils fjörs á næstunni (bréfið er
það gamalt að þessi tíð ætti að
standa sem hæst). Það verður
glatt á hjalla, sennilega nýir vinir
og ný áhugamál, mjög skemmti-
legt og hresst, en jafnvel farið út
á ystu mörk þess sem viðtekið er.
Þú skalt hafa andvara á þér, þó
gaman sé, ekki fara gáleysislega
að i strákamálum og umgangast
vin með gætni. Þá verður enn
meira gaman.
60 VIKAN 36. TBL