Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 04.09.1986, Blaðsíða 51
VIKAN P Ó S T U R SÖNGUROG BAKRADDIR Halló Póstur! Mig langar að spyrjast fyrir um hvert mað- ur á að snúa sér ef maður hefur áhuga á að verða söngvari eða bakrödd hér á landi. Mér hefur oft verið bent á að reyna þetta þar sem ég er með góða rödd. Með þakklæti fyrir birtinguna. María. Ef Pósturinn skilur þig rétt hefur þú áhuga á þvi að verða dægurlagasöngkona. Ekki veit Pósturinn til þess að hægt sé að læra þess háttar söng í skólum eða i formi nám- skeiða hér á landi. Eini söngskólinn. sem starfandi er hér á landi. er Söngskólinn í Reykjavik en þar er einungis kenndur klass- iskur söngur og í boði er eins árs almenn deitd og söngkennaradeild. Ef þú ert ekki að hugsa um klassiskt söngnám telur Póstur- inn að ráðlegast sé fyrirþig að leita til útgáfu- og hljómplötufyrirtækja og komast í sam- band við fólk sem hefur með þessi mál að gera. Nú. svoeralltafsá möguleiki fyrir hendi að reyna að koma sér í hljómsveit eða bara að stofna eina slíka. í ÓMENG- AÐRINÁTT- ÚRU OG ÁST Elsku Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona því innilega að Helga sé södd þar sem ég er I gífurlegum vanda. Ég hef oft lesið svona vandamálabréf og haft gaman af en allt I einu er ég staddur í þessum fyrrnefnda vanda og er gjörsamlega ráðalaus. Ég treysti mér varla að ræða þetta við vini og þaðan af síð- ur fjölskyldu þar sem þetta er í senn mikið viðkvæmnis- og tilfinningamál. Þannig er mál með vexti: Ég er strákur og ja við skulum segja að ég hafi tekið út þroskann minn. Ég hef ævinlega verið svolít- ið upp á kvenhöndina og á síðastliðnum vetri kynntist ég stelpu sem við skulum kalla A. Kynni okkar voru ekki löng en ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að umrædd stúlka hafi alltaf verið og sé enn svolítið veik fyrir mér. Pyrir nokkru brá ég mér I utanlandsferð ásamt kunningjum mínum og var A með I J % 1 « j 1 f r ) sJl T \ þeirri ferð. Önnur stúlka, B, var einnig með en A og B eru æskuvinkonur og hinar bestu vinkonur enn þann dag í dag. I þessari ferð vorum við B svolítið saman og ég gerðist mjög ástfanginn af henni. B þurfti að vísu að fara fyrr heim til íslands þar sem hún þurfti að fara til annars lands sem skiptinemi en kemur heim bráðlega. Ég er ennþá hrifinn af B og bíð hennar I ofvæni. En nú byrjar krísan. Um síðustu verslunar- mannahelgi hitti ég A aftur. Ég var að vísu undir áhrifum áfengis og tókum við saman, fórum i labbitúr og sameinuðumst síðan hvort öðru í ómengaðri náttúru og ást. Á útlensku myndi þetta ef til vill útleggjast sém „a one night stand". Nú veit ég ekki, elsku Póstur, hvað gera skal. Ég held að ég hafi klúðrað B, sem ég er hrifinn af, vegna vinkonu hennar, A. Hvað á ég að gera þegar B kemur heim? Hvað á ég að segja við hana um okkur A og hvern- ig á ég að hegða mér við A? Ég er alveg viti mínu fjær og þarfnast ráðleggingar. Með fyrirfram þökk. Pjallaflækja. Já. það má svo sannarlega segja að A og B hafi þvælst fyrir þér á síðastliðnum vetri og geri enn. Ef þú ert hrifinn af A þarft þú ekki að halda að þú hafir klúðrað B. þú ert búinn að því. Pósturinn telur ráðlegast að þú segir B sannleikann eftir að hún kemur heim. Þú verður hreinlega að segja B hvað gerst hafi og B ætti að einhverju leyti að skilja það þar sem hún spillti fyrir A i utan- landsferðinni forðum daga - það er að segja ef þú hefur eftir áreiðanlegum he/mildum að A hafi þá verið svolítið veik fyrir þér. Og þá er að manna sig upp og fara á fund A og tjá henni tilfinningar sínar sem ætti ekki að vera svo óskaplega erfitt eftir„a one night stand". SANDRA KIM Kæri Póstur! Ég er í mjög miklum vandræðum. Þannig er mál með vexti að mig vántar að fá vitn- eskju um belgísku stúlkuna Söndru Kim. Hér koma svo spurningarnar: 1. Hvar á hún heima? 2. Ef þú getur ekki gefið það upp þá vantar mig heimilisfangið hjá aðdáendaklúbbi hennar. 3. Er hún trúlofuð? Ég vona að þú svarir þessu og að Helga sé södd. Einn áhugasamur aðdáandi. Póstinum hafa að undanförnu boristmörg bréf þar sem verið er að leita eftir upplýsing- um um Söndru Kim. Því miður hefur Pósturinn ekki rekist á neinar upplýsingar varðandi hana og vill því hérmeð nota tæki- færið og b/ðja þá lesendur Póstsins. sem eitthvað vita. að skrifa bréf og láta i sér heyra. Þær upplýs/ngar kæmu svo sannar- lega að góðum notum. PENNAVINIR Kumiko Araki 1681-106 Ðondon Shirane Nakakoma Yamanashi 400-02 Japan Kumiko er26 ára gömul. Áhugamál henn- ar eru lestur, tónlist. iþróttir. ferðalög og margt fleira. Lilja Aure Halsuantie 9 D 29 SF-00420 Helsinki Finland LHja er 39 ára gömul. Áhugamál hennar eru Ijósmyndun. ferðalög og tungumál. Hún talar sænsku. ensku, þýsku. frönsku og ít- ölsku. Michelle L. Mier 2335 Plymouth SE Grand Rapids. Ml 49506 U.S.A. M/chelle er 14 ára gömul. Hún vill skrif- ast á við stelpur á öllum aldri. 36. TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.