Vikan

Útgáva

Vikan - 04.09.1986, Síða 53

Vikan - 04.09.1986, Síða 53
nákvæmur að eðlisfari þá var engan veginn erfitt að lynda við hann og sambýlið gekk bara sæmilega hjá okkur þrem. Fyrir tveim dögum var frændi orðinn þreyttur á gleðskapnum í borginni og stakk því upp á að við færum til Derbyshire í nokkra daga. Konan mín sendi skeyti til frú Middleton, sem er ráðskona hjá okkur, og við héldum af stað samdægurs. í gærkvöldi neyddist ég hins vegar til að fara aftur til London en konan mín og frændi urðu eftir. í morgun fékk ég þetta skeyti." Hann rétti mér skeytið. „Komdu eins og skot. Harrington frændi myrtur. Náðu í góðan leynilögreglumann. Zoe.“ „Þér vitið þá ekkert um einstök atriði máls- ins? Er lögregla ekki komin á staðinn?" Klukkan var þrjú þegar við stigum út á brautarpallinn á Elmer Dale járnbrautarstöð- inni. Eftir um fimm mínútna akstur þaðan komum við að gráu steinhúsi sem stóð eitt sér á miðri heiðinni. „Einmanalegur staður," sagði ég og það fór hrollur um mig. Havering kinkaði kolli. „Ég held ég geti aldrei komið hingað aftur, ég mun selja húsið.“ Við opnuðum hliðið og gengum eftir þröng- um stígnum upp að húsinu. Skyndilega var þungri eikarhurðinni lokið upp og gamall kunningi leit út. „Japp,“ hrópaði ég. Lögregluforinginn frá Scotland Yard brosti breitt til mín um leið og hann yrti á ferðafélaga minn. „Þér eruð hr. Havering, er það ekki? Ég var sendur hingað til að rannsaka málið og ég vil gjarnan fá að ræða við yður, herra minn.“ „En konan mín... “ „Ég hef þegar rætt við þá góðu konu og ráðs- konuna líka. Ég mun ekki tefja yður nema andartak því að ég er á förum niður í þorpið. Mér sýnist ég vera búinn að skoða allt sem hér er að sjá.“ „En ég veit ekki neitt.. „Einmitt þess vegna," sagði Japp róandi. „Ég vil aðeins spyrja yður út í eitt eða tvö atriði. Hastings höfuðsmaður þekkir mig og hann fer upp að húsinu og lætur vita af komu ykkar. Meðal annarra orða, hvar er sá smávaxni?" „Hann er í rúminu með flensu." „Þú segir ekki, það var nú verra. Hér á við gamla máltækið að vagninn sé lagður af stað án klársins." Eftir að hafa þurft að þola þennan smekk- lausa brandara gekk ég heim að húsinu. Ég hringdi bjöllunni því Japp hafði lokað á eftir sér. Eftir stundarkorn voru dyrnar opnað- ar og fyrir innan stóð svartklædd, miðaldra kona. „Hr. Havering kemur eftir augnablik," út- skýrði ég. „Lögregluforinginn hélt honum eftir. Ég kom með honum frá London til að rannsaka málið. Gætuð þér sagt mér hvað gerðist í gær- kvöldi?“ „Gjörið svo vel að koma inn fyrir, herra minn.“ Hún lokaði á eftir sér og við stóðum í hálfrökkvuðum ganginum. „Það kom maður eftir kvöldmatinn í gær. Hann bað um að fá að tala við hr. Pace. Eg taldi að þetta væri einn hinna bandarísku kunningja hans því hann talaði með handarískum hreim. Ég vísaði hon- um inn í byssuherbergið og fór síðan til að ná í hr. Pace. Þegar ég fer að hugsa um það svona eftir á var það reyndar dálítið undarlegt að hann skyldi ekki vilja segja til nafns. Hr. Pace virtist undrandi þegar ég sagði honum þessar fréttir en hann sagði við frúna: „Hafðu mig afskaðan, Zoe, ég ætla að athuga hvað þessi náungi vill.“ Hann gekk áleiðis til byssuher- bergisins og ég fór til eldhússins. Skömmu síðar heyrði ég hávært rifrildi og þá fór ég fram í forstofuna. Frúin kom fram á sama tíma og þar sem við stóðum þarna kvað við skothvellur og síðan varð óhugnanleg þögn. Við hlupum báðar að byssuherberginu en dymar voru lokaðar þannig að við urðum að skríða inn um opinn gluggann. Þar fyrir innan lá hr. Pace með blæð- andi skotsár." „Hvað varð af manninum?" „Hann hlýtur að hafa forðað sér út um gluggann áður en við komum.“ „Og svo?“ „Frú Havering sendi mig til að ná í lögregl- una. Það er um fimm mílna gangur. Lögreglu- þjónarnir komu með mér til baka og einn þeirra var hér í alla nótt. f morgun kom svo þessi lögregluforingi frá London." „Getið þér lýst manninum sem kom til að hitta hr. Pace?“ Ráðskonan hugsaði sig um: „Hann var með dökkt skegg, miðaldra og í léttum frakka. Ég tók ekki eftir neinu sérstöku nema að hann talaði með bandarískum hreim.“ „Ég skil. Gæti ég fengið að hitta frú Haver- ing?“ „Hún er uppi. Ég skal ná í hana og segja henni að þér séuð kominn." „Gerið það og segið henni að hr. Havering sé fyrir utan með Japp lögregluforingja og að maðurinn, sem kom með honum frá London, vilji gjarnan tala við hana.“ „Sjálfsagt, herra.“ Ég var óþolinmóður. Mig langaði til að heyra allar staðreyndir málsins. Japp hafði tveggja tíma forskot og það að hann vildi komast svona fljótt burtu gerði mig áhyggjufullan. Frú Havering lét mig ekki bíða lengi. Ég heyrði létt fótatak fyrir aftan mig og þegar ég leit upp sá ég myndarlega unga konu koma gangandi í áttina til mín niður stigann. Hún var klædd eldrauðri peysu sem gerði hana næstum strákslega í vextinum. Á höfði hafði hún lítinn leðurhatt, svipaðan að lit. Jafnvel sá harmleikur, sem hér hafði gerst, brá ekki skugga á líflegan persónuleika hennar. Ég kynnti mig og hún kinkaði kolli. „Eg hef að sjálfsögðu heyrt yðar getið, svo og samstarfsmanns yðar, hr. Poirots. Þið hafið unnið ýmis afreksverk saman, ekki satt? Það var gott að maðurinn minn náði í yður svona fljótt. Þér viljið sjálfsagt spyrja mig um hitt og þetta. Það er líklega auðveldasta leiðin til að fá alla þá vitneskju sem þér þurfið á að halda um þennan hræðilega atburð." „Þakka yður fyrir, frú Havering. Hvenær kom þessi maður?" „Rétt fyrir klukkan níu, held ég. Við höfðum lokið við matinn og vorum að drekka kaffið og reykja." „Var maðurinn yðar farinn til London?“ „Já, hann fór með kortér yfir sex lestinni." „Gekk hann til lestarstöðvarinnar eða fór hann með bíl?“ „Bíllinn okkar er ekki hér. Það kom leigu- bíll frá þorpinu til að ná í hann.“ „Virtist hr. Pace eins og hann átti að sér?“ „Já, hann var fullkomlega eðlilegur.'1 „Getið þér lýst komumanninum?" „Því miður, ég sá hann ekki því að frú Middleton vísaði honum strax inn í byssuher- bergið og kom síðan að láta frænda vita.“ „Hvað sagði frændi yðar?“ „Þetta fór greinilega í taugamar á honum en hann fór samt strax að hitta manninn. Um það bil fimm mínútum síðar heyrðum við að þeir voru farnir að rífast. Ég hljóp fram í for- stofu og rakst næstum á frú Middleton. Síðan heyrðum við skothvell. Herbergið var lokað innan frá og því þurftum við að fara út, i kring- um húsið að glugganum. Allt tók þetta nokkurn tíma og morðinginn komst því auðveldlega undan. Aumingja frændi..röddin brast eitt augnablik „.. .hafði verið skotinn gegnum höf- uðið. Ég gerði mér strax grein fyrir því að hann var látinn. Ég sendi frú Middleton til að ná í lögregluna. Ég passaði mig líka á því að snerta ekki neitt í herberginu og skilja við allt eins og ég kom að því.“ Ég kinkaði kolli til samþykkis. „En vopnið?“ „Ég get aðeins getið mér til um það, Hast- ings höfuðsmaður. Það voru tvær skammbyss- ur, sem maðurinn minn átti, uppi á vegg. Önnur þeirra er horfin. Ég benti lögregluþjónunum á þetta og þeir höfðu hina á brott með sér. Þeir vita þetta þegar þeir eru búnir að ná kúlunni." „Má ég skoða byssuherbergið?" „Að sjálfsögðu. Lögreglan er búin að því sem hún þarf að gera. Það er líka búið að fara með líkið.“ Hún fylgdi mér á staðinn þar sem ódæðið var framið. Nú gekk hr. Havering inn í forstofuna og kona hans hljóp til hans og bað mig að hafa sig afsakaða. Ég gat því óhindraður snúið mér að því að rannsaka herbergið. Það er eins gott að ég játi það strax að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með rann- sóknina. í leynilögreglusögum er allt vaðandi í vísbendingum en ég fann ekkert sem virtist óeðlilegt nema risastóran blóðblett á gólfinu þar sem hinn látni hafði legið. Ég athugaði allt þarna inni mjög vandlega og tók auk þess tvær myndir með lítilli ljósmyndavél sem ég hafði gripið með mér. Ég athugaði líka flötina fyrir utan gluggann en þar var svo mikið af fótsporum og sparki að ég taldi það tímasóun að kanna hana nánar. Ég hafði nú séð allt sem máli skipti í veiðikofanum og næst þurfti ég því að fara aftur til þorpsins og ná sambandi við Japp. Ég kvaddi Havering hjónin og hélt til baka í bílnum sem við höfðum ekið í upp eftir. I Matlock Arms kránni fann ég Japp og hann sýndi mér lík Harringtons Pace. Hann hafði verið lítill maður og grannvaxinn, sléttrakaður 36. TBL VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.