Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.09.1986, Side 59

Vikan - 04.09.1986, Side 59
eríku þó sums staðar sé boðið upp á salat á undan henni. Þegar steikur sem þessar eru borðaðar skilur mað- ur betur en áður kynlegt vaxtarlag Ameríkana. A götum amerískra stór- borga úir og grúir af fólki með gífurlega stóran rass og vaxið eins og í tígul, digrast um mj aðmirnar og lærin en mj ókkar svo upp og niður. Eg upplifði þennan sérstaka vöxt fyrst á Hawaii fyrir mörgum árum. Aður en ég fór þangað minntist ég gamallar kvikmyndar með Elvis Presley sem hét Blue Hawaii en í henni voru einmitt margar íturvaxn- ar stúlkur sem sungu og dönsuðu íklæddar aðskornum pilsum með blómaskraut um hálsinn. Þessar stúlkur voru ímynd kvenlegrar feg- urðar, mýktar og yndisþokka, svona eins og vel hönnuð smurbrauðssneið er ímynd danskrar verkkunnáttu og skipulagshæfileika. Þegar til eyjar- innar var komið blöstu þó við mikil vonbrigði. Meyjarnar íturvöxnu, sem höfðu dansað tælandi fyrir Elvis karlinn, voru núna orðnar feitar og pattaralegar af áti hamborgara og Til atlögu. franskra kartaflna. Þær voru hættar að ganga í aðskornu pilsunum en voru komnar í hólkvíða Marimekko kj óla svona eins og tíðkast á V estur- löndum meðal róttækra gáfukvenna með offituvandamál. Ég hélt á Hawaii að þessi fita stúlknanna staf- aði af því að þjóðin væri hætt að lifa á grænmeti og fiski veiddum á spjót en sækti þess í stað næringuna á hamborgarastaði McDonalds og of- an í steikarpotta fyrir kj úklinga að hætti Kentuckys. En endurteknar ferðir um önnur héruð Bandaríkjanna færðu mér heim sanninn um annað því amer- ískir hamborgararassar eru alls staðar jafnalgengir og ameríski fáninn. Illgj arnar tungur segj a að þessi kynlega fitudreifing stafi af öllum hormónunum sem pundað sé í nautgripina í eldinu svo þeir skili af sér sem mestri eggj ahvítu. En hvort heldur amerískur matur inni- heldur hormóna eða ekki þá er hann ákaflega vel útilátinn svo sennileg- ast er það nú skýringin á offitunni í því landi. Við fengum okkur nokkrar slíkar steikur á ferðalaginu en sú besta var á frægum steikarstað á 51. götu alveg við Broadway sem heitir Gallag- her’s. Þessi staður mun að sögn kunnugra vera þekktur meðal leik- ara og annarra frægra persóna í New York enda ófáar myndir á öllum veggjum af brosandi frægu fólki. í anddyrinu gefur að líta kjötgeymslu staðarins bak við glugga og er þar hægt að virða fyrir sér bolakj ötið sem maður ætlar innan skamms að leggja sér til munns. Ég fékk mér í forrétt amerískar úthafsrækjur með sítrónusafa. Rækjurnar voru góðar en heldur þurrar og bragðdaufar, greinilega nýkomnar úr frosti og höfðu verið snöggþíddar. Steikin sj álf var eins og annars staðar mikil um sig og stórfengleg. Þetta var kj öt- hleifur, svona 300 grömm að þyngd með beini í og í meðlæti voru bornir fram nokkrir kartöflubátar á diski. Slík steik er eins hrein og bein og íslenskur fífill á vordegi eða hafn- firskur mótorbátur á leið inn Faxa- flóa í kvöldkyrrð. Slík steik stendur alltaf fyrir sínu enda er kj ötið óhemju meyrt og safaríkt. Á mörgum veitingastöðum hér- lendis hafa veitingamenn tekið upp á því að bera fram ákaflega litla skammta matar en fagurlega skreytta graslauk og radísum sem gleður augað. Þegar að þessu er fundið afsvöngum, reiðum gestum svara þj ónarnir manni með þóttasvip og segj a að þetta sé nýj a franska línan, en svona líti hún einmitt út. Islenskur kokkur, sem skildi nýju frönsku línuna á þennan hátt, gæti sennilega látið eina steik, eins og ég fékk á Gallagher’s, nægja í aðalrétt handa 4-5 manns að minnsta kosti og mundi þá væntanlega skreyta skammtana með söltu grænmeti og hella yfir þykkri sósu. Á Gallagher’s var eina sósan með steikinni blóðug- ur vökvinn innan úr vöðvanum og bragðaðist þetta listavel. Skelfiskstaðurinn, sem ég prófaði, heitir Oyster Bar og er á Grand Central Station. Á barnum er hægt að slafra í sig ostrur þar sem maður stendur upp á endann og drekkur sódavatn eða eitthvað annað. Þarna fékk ég einn af aðalréttum austur- strandarinnar, Clam Chowder, sem er súpa úr ostrum og smakkaðist svona sæmilega. Ég var ekki yfir mig hrifinn en fannst þetta allt gott. Fyrir ferðalanga, sem hyggj a á New York, mæli ég með einhverjum góðum steikarstað og svo einhveij- um stað sem hefur sérhæft sig í sjávarréttum og skeldýrum. Það má vel vera að maður fái í sig eitthvað meira en góðu hófi gegnir af hormón- um en hitt er víst að maður fer saddur og glaður út af amerískum veitingastöðum en ekki hálfsvangur og svekktur eins og mér finnst ég fara alltof oft frá borðum reykvískra staða. 36. TBL VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.