Vikan


Vikan - 04.09.1986, Page 60

Vikan - 04.09.1986, Page 60
hún Reykjavík Afmælisdagurinn 18. ágúst rann upp bjartur og fagur, alveg eftir pöntun. Mikið stóð til og mikið starf að baki. Reykvíkingar og ýmsir gestir þyrptust spariklæddir og með sparisvip í miðbæinn upp úr hádegi, smökkuðu á afmælistertu, grilluðum pylsum, drukku appelsín og spásseruðu á milli hinna ýmsu staða þar sem boðið var upp á skemmtiatriði. Um kvöldið var íjölbreytt hátíðar- dagskrá á Arnarhóli sem lauk með glæsilegustu flugelda- sýningu sem hér hefur verið. Samhugur borgarbúa hefur líklega sjaldan verið meiri en þennan dag og sannaði það hinn gífurlegi mannfjöldi sem tók þátt í hátíðahöldunum, staðráðinn í að gera daginn sem bestan og eftirminnileg- astan. En hátíðin stóð lengur. Laugardaginn 16. ágúst var opnuð sýningin Reykjavík í 200 ár að Kjarvalsstöðum og sunnudaginn 17. ágúst var opnuð tæknisýning í Borg- arleikhúsinu. Að kvöldi 19. og 20. ágúst voru hljómleikar á Arnarhóli og ýmislegt fleira var um að vera. Myndirn- ar hér á síðunum eru teknar er hátíð stóð sem hæst. Forseti Islands, borgarstjórinn og fleiri gestir við opnun Reykjavikursýning- arinnar að Kiarvalsstöðum. Hún á afinæli Allur varinn góður - tjaldhiminn yfir Kjarvals- Gamla krambúðin sómdi sér vel að Kjarvalsstööum og gerði lukku. staðagarði... en sólin skein! 60 VI KAN 36. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.