Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 55
Það kom vond lykt undan höndunum á henni. „Strákpjakkur. Ætlaðirðu að drepa okkur úr áhyggjum?'1 sagði pabbi. „Við vorum að því komin að kalla á lögregl- una.“ Pétur leit í kringum sig. Hvergi var lögregluþjón að sjá. Var pabbi búinn að gleyma því að þau voru upp við vatn? „Mamma, mig langar til að fara til Akureyrar til afa og ömmu.“ Mamma leit á pabba. „Seinna, elsk- an,“ sagði hún og klappaði honum á kinnina. „Þegar vegurinn er allur orðinn malbikaður. Þú veist hvernig vondir vegir fara með bílinn.“ Pétur hafði ekki hugmynd um það. Til hvers voru bílar ef ekki til að keyra úti á vegum? Sjálfum fannst honum gaman að hossast og horfa á rykið þyrl- ast upp undan hjólunum. Stundum klesstust flugur á framrúðuna. Allt um kring voru lækir, fossar og ár - en venju- lega keyrði pabbi hans svo hratt að hann sá varla nokkuð annað en sjoppur og fjöll. „Mamma, ég hitti strokumann af Kleppi og stelpu sem er örugglega systir hennar Rikku rugluðu.'1 Um stund stóðu pabbi og mamma bara þarna og horfðu á hann. Allt í einu fór pabbi að hlæja. „Vissi ég ekki, hann hefur sofnað einhvers staðar uppi á hólnum. Ég sagði þér að hann færi ekki langt." „Elsku karlinn," sagði mamma. „Var hann að dreyma?" Hvern? Pabbi bölvaði og bölvaði. Helvítis, andskotans, djöfulsins. Þau voru að keyra veginn frá vatninu og niður á malbikaðaveg. Bíllinn hossaðist, rykið umlukti vinstri hlið hans og skelfdir fuglar þutu upp af hreiðrum sínum við vegarbrúnina. Pétri fannst gaman. A lít- illi tjörn sá hann tvo svani með unga. Hann veifaði til þeirra og annar svanur- inn teygði hálsinn til himins eins og í kveðjuskyni. Á Akureyri var fullt af svönum. Nú var amma hans örugglega að elda kvöldmatinn. Afi kom fram í eldhúsið, lyfti upp lokinu og þefaði úr pottinum. „Ertu með lifur einu sinni enn?“ og svo hristi hann hausinn, fór inn í ísskáp og fékk sér pilsner. Amma hló. „Ég held það sé akkodans nógu gott oní þig, karl minn. Annars væri réttast þú eldaðir sjálfur. Þú ert alltáf nöldrandi, sama hvað ég sýð handa þér.“ „Að elda er ekki karlmannsverk," sagði afi og rölti inn í stofu. Hann sett- ist í gamla hægindastólinn sinn, hallaði sér aftur á bak, tók gleraugun upp úr brjóstvasanum og fór að fletta Degi. „Ekki halla þér utan í peysuna," kall- aði amma. Afi leit við og sá hvar besta ullarpeys- an hans lá á stólbakinu. Um leið fann hann að hann var orðinn blautur á bak- inu. „For fanden," sagði afi. Hann talaði alltaf útlensku þegar hann var reiður. „Æ lov jor es, pabbi." Mamma leit upp úr Búrdablaðinu sínu. „Hvað sagðirðu, elskan?" sagði hún án þess að líta við. „Langar þig í is? Ættum við kannski að láta það eftir honum svona einu sinni?" spurði hún pabba. Pabbi var eitthvað skrýtinn á svipinn. Það var eins og hendurnar á honum væru negldar við stýrið. „Jón, er eitthvað að? Þú ert þó ekki að fá kast?“ Mamma lagði blaðið frá sér og þreifaði á enninu á pabba. Pabbi sagði ekki neitt. Pétur óskaði þess að hann ætti bróð- ur. Það skipti ekki máli hvort hann var lítill eða stór, bara ef hann gæti talað við hann. Mamma sagði stundum að þau hefðu ekki efni á öðru barni. Pétur vissi ekki til þess að börn kostuðu neitt. 1 sjónvarpinu bjuggu mömmurnar börnin til sjálfar. Hann hafði séð þau koma grútdrullug út úr maganum á þeim, grátandi og ógurlega lítil. Þegar Pétur hafði langað í Híman hafði mamma hans búið til handa honum lít- inn mann úr tré sem var næstum alveg jafn flottur. Mamma sagði að það borg- aði sig ekki að kaupa Híman þegar hún gæti búið til alveg jafn góð leikföng sem kostuðu ekki neitt. Hann myndi biðja mömmu sína að búa til fullt af Hímönum úr tré fyrir sig og bróður sinn og líka Skeletor og alls konar dreka og ógeðsleg dýr. Þeir myndu leika sér saman upp við vatn - kannski uppi á hól ef þar væri ekkert fólk að líma saman á sér munnana - og þá gæti Híman barist við alvöru dýr, kóngulær og flugur og járnsmiði. Þá myndu mamma og pabbi ekki hafa neinar áhyggjur þvi þeir myndu sko passa hvor annan og það þyrfti ekki að kalla á lögregluna þótt þeir færu hinum megin við hólinn. Allt í einu sá Pétur kú út um gluggann. „Mamma, ég dýrka á þér spenana." Bíllinn tók kipp. Það var eins og pabbi hefði gleymt því að hann var að keyra. Hann var rennsveittur og munnurinn opinn - eins og á litlum börnum þegar þau fá í hendur nýtt leikfang. Mamma var að lesa Búrda og heyrði ekki neitt. Pétur kastaðist í loft upp við það að bíllinn fór ofan í djúpa holu í veginum. Pabbi bölvaði og mamma fór að skamma hann fyrir að bölva í návist drengsins. Svo voru þau allt í einu kom- in niður á malbikaðaveg. Út um gluggann sá Pétur hraun. Það var brúnt og grátt og gult og minnti hann á ælu. Guð hlaut að hafa verið með alveg rosalega gubbupest þegar hann skapaði ísland. Pabbi var ofsalega ánægður með að vera kominn niður á malbikaðaveg. Hann brosti út að eyrum, setti upp sól- gleraugun, steig bensínið i botn, hallaði sætisbakinu aftur og stundi lágt. Pétur skildi ekki af hverju honum fannst svona gaman á sléttuin vegum. Hinir voru miklu skemmtilegri. Pabbi var farinn að raula. Hann opn- aði gluggann, sleppti annarri hendinni af stýrinu og stundi á nýjan leik. Mamma leit upp úr blaðinu. „Af hverju andvarparðu svona, elsk- an?“ Pétur minntist skyndilega hljóðanna í fólkinu uppi á hól. „Ég held hann langi að taka þig, marnrna." Þá fékk pabbi kast. 34. TBL VI KAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.