Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 39
Rallkappinn meö ökumann framtíðarinnar í fanginu. Þetta er yngsta skottiö, hún Brynja Björk, dótturdóttir Jóns.
„Það hafa allir í fjölskyldunni áhuga á rall-
akstrinum," segir Jón, „það leiðir bara af sjálfu
sér þegar maður er svona mikið í þessu. Nú,
Rúnar er þegar kominn á kaf i þetta, búinn að
vera mér til aðstoðar í tvö ár, og Baldur hefur
einnig brennandi áhuga á rallinu. I síðustu
keppni var hann viðgerðarmaður, fékk að gera
við dekk, tékka á bensíninu og ýmislegt fleira."
_ - Sérðu þá bræður í anda taka við af ykkur
Ómari sem hina ósigrandi rallbræður?
„Ja, allt getur nú gerst,“ svarar Jón og bros-
ir. „Hins vegar vona ég að þeir byiji ekki að
hugsa um rallaksturinn fyrr en svolítið seinna.
Núna finnst mér mikilvægara að þeir stefni að
því að koma sér fyrir í lífinu."
Jón segir að það fari feikilegur tími og kostn-
aður í rallaksturinn þegar menn fá delluna
ungir. Þeir verða nánast að reiða hvem einasta
eyri úr eigin vasa enda eiga þeir eftir að skapa
sér nafn sem veitir þeim aðgang að auglýsend-
um. Af því leiðir að þessir strákar geta ekki
gert neitt annað á meðan þeir eru að koma
undir sig fótunum í rallinu og það telur Jón
ekki æskilegt.
„Ég var heppinn að hafa þó verið orðinn
þrítugur þegar rallaksturinn hófst á íslandi,“
segir Jón, „búinn að koma mér upp húsi og
kominn yfir helstu erfiðleika sem því fylgja.
Annars veit ég ekki hvað ég hefði gert!
Menn verða ekkert verri ökumenn þó þeir
byiji aðeins seinna," heldur hann áfram. „Ég
mæli ekki með því að þeir byiji að keyra 39
ára gamlir, líkt og ég gerði, en fram undir þrí-
tugt eiga þeir mikla möguleika á að verða mjög
góðir.“
- Jón, hversu lífseigir eru menn í rallakstrin-
um?
„Það er mjög misjafnt en ég held að það
byiji að halla undan fæti hjá flestum um miðjan
fimmtugsaldurinn. Maður hefur séð eldri menn
við stýrið en þeir eru sjaldnast í toppbarátt-
unni. Með aldrinum fer snerpan af mönnum,
úthaldið verður minna og viðbragðsflýtirinn
ekki jafnmikill og áður.“
Jón er sjálfur 42 ára gamall og miður fimm-
tugsaldurinn nálgast óðum. Ég spyr hvort hann
dragi sig bráðlega í hlé: ætlar hann að hætta á
toppnum?
„Þá hefði ég átt að hætta í fyrra,“ segir Jón
brosandi. „Þessi árangur í ár hefur komið mér
mjög á óvart og ég bjóst við miklu harðari
baráttu en raun varð á. Satt best að segja hef
ég ekkert hugsað út i það að hætta, hvorki á
toppnum né annars staðar. Ég hef haft það
fyrir sið í þessu sporti að hugsa aldrei um meira
en eitt ár í einu og ætla að halda því áfram. En
ég veit að einn daginn kemur að því að eitthvað
innra með manni segir sem svo: Nei, Jón, nú
verður þú að fara að hætta þessu, og þá bara
hlýðir maður því.“
,,Menn verða ekkert
verri ökumenn þó þeir
byrji aðeins seinna. “
Myndir:
helgi skj. friðjónsson
og fleiri
34. TBL VI KAN 39