Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 34
„Vinnan fellur að rallakstrinum eins og flís við
rass,“ segir hann. „Þar sér maður alla nýjustu
bílana og fær gott tækifæri til þess að fylgjast
með þvi sem er að gerast í þessum bílamálum."
Jón er ekki bifvélavirki eins og margir kynnu
að halda. Hann er menntaður rakari og starf-
aði að iðn sinni um 10 ára skeið. 1970 söðlaði
hann um og setti á stofn Bílaryðvömina ásamt
kunningja sínum, Bimi Jóhannessyni. Hins veg-
ar hefur hann alla tíð haft mikinn áhuga á bílum
og ferillinn byijaði snemma.
„Ég er alinn upp í Stórholtinu í Reykjavík,"
segir hann, „en var öll sumur austur í Öræfum
í sveit. Þar fór ég að keyra traktor 7 eða 8 ára
gamall og bíl um fermingu.“
Löngu síðar var farið að keppa í góðakstri
eða ökuleikni, eins og það er nú kallað, og Jón
og bróðir hans, Ómar sjónvarpsmaður, spreyttu
sig á slíkum akstri.
„Svo var það árið 1975,“ segir Jón, „að fyrsta
rallkeppnin var haldin hér á landi. Við Omar
höfðum ekki hugmynd um út á hvað þetta rall
gekk, vissum bara að þetta hafði eitthvað með
bíla að gera og ákváðum að taka þátt í þessu.“
Ekki var frammistaða þeirra kappa sérlega
glæsileg þama í fyrsta rallinu; þeir lentu í 42.
sæti af 56. Þessi keppni var sú eina sem haldin
var 1975 en ári síðar var keppt tvisvar. Þar
skipuðu þeir bræður sér í toppslaginn og þá
hófst óslitin sigurganga þeirra sem flestum er
kunn.
Jón keppti með Ómari bróður sínum í tíu
ár en 1985 meiddist Ómar á hálsi með þeim
afleiðingum að hann varð að hætta keppni.
„Þetta var í annað sinn sem hann meiddist
í hálsliðnum," segir Jón. „Fimm ámm áður
hafði hann dottið ofan af sviðinu á Kirkjubæj-
arklaustri en jafnaði sig fljótlega aftur. En á
einni af sínum síðustu skemmtunum í Broad-
way þama árið 1985 velti hann sér í sveitaballs-
laginu sínu og meiddist í þessum sama hálslið.
Síðan þá hefur hann bara ekki getað keyrt."
Slysið átti sér stað í miðri ralltöm og nú vom
góð ráð dýr. „Ég þurfti að taka alveg fyrirvara-
laust við stýrinu," segir Jón, „og hafði um
sólarhring til þess að finna mér nýjan aðstoðar-
mann.“
Jón leitaði ekki langt yfir skammt, fékk son
sinn, Rúnar, þá fimmtán ára gamlan, til þess
að setjast við hlið sér.
„Þessari ákvörðun sé ég ekki eftir," segir
Jón, „því hingað til hefur þetta gengið alveg
lygilega vel hjá okkur feðgunum."
Og þetta em orð að sönnu. Þeir feðgar urðu
íslandsmeistarar í fyrra og hafa nú þegar tryggt
sér titilinn í ár.
„Það er óvenjulegt að ná svona snemma i
titilinn," segir Jón. „í fyrra náðist hann ekki
fyrr en í seinustu keppninni en í ár hefur lánið
leikið við okkur og þó enn séu eftir tvær keppn-
ir emm við gulltryggðir."
Jón er sjóaður rallkappi og eflaust þykir fæst-
m: 3 M ’ m ’• Ji T v
Spr '• \ Æ \
Kampakátir bræður fagna sigri i Ljómaraiiinu 1984.
um kynlegt að hann skuli standa sig með þessum
ágætum. Hins vegar vill það oft gleymast að á
ámnum með Ómari var Jón bróður sínum fyrst
og fremst til aðstoðar og sat sjaldnast við stýr-
ið. En hvað gerði hann?
„Ég sýslaði nú í ýmsu,“ svarar Jón. „Ég sá
um að reikna út tímann frá þvi við lögðum af
stað og þangað til við komum í mark, hafði
leiðina alveg á hreinu, vissi hvaða vegi við áttum
að aka og passaði að við kæmum inn á tíma-
stöðvamar á réttum tíma. Ásamt þessu fylgdist
ég með ástandi bílsins og púrraði Ómar áfram.
Þama á fyrstu ámm keppninnar," heldur Jón
áfram, „var keppnin þannig að menn fengu
vissan tíma til þess að fara ákveðnar leiðir. Þá
var það kúnst að passa að koma bílnum í mark
á núllinu. Ef við komum inn of fljótt eða of
seint reiknuðust á okkur refsistig."
Nú er öldin önnur, rallið hefur breyst og
sömuleiðis hlutverk aðstoðarmannsins. Rall-
keppnin skiptist í tvennt: akstur á almennum
leiðum og svokölluðum sérleiðum. Sérleiðimar
em lokaðar almennri umferð og þar gildir að
keyra sem hraðast. Menn fá sérstök refsistig
og þeir sem ná bestum tíma á leiðinni fá fæst
stig. Að sögn Jóns er starf aðstoðarmannsins
mun erfiðara við þessar kringumstæður.
„Stuttu fyrir keppni keyrum við sérleiðim-
ar,“ segir Jón, „og skrifum þær niður hjá okkur.
Við ökum á venjulegum bílum því það er bann-
að að keyra rallbíl á sérleiðum síðustu tvær
„Bílar eins og Escort-
inn minn slaga hátt upp
í bestu bílana á mark-
aðinum. “
vikumar fyrir keppni. Þetta verk okkar er á
fagmáli kallað nótering og verður að vera mjög
nákvæmt til þess að menn geti búist við góðum
árangri í keppni."
Þegar akstur á sérleiðum hefst kemur í ljós
hvort nóteringin hefur nú verið fullnægjandi.
„Þegar mér er startað inn á sérleið," segir
Jón, „þá þylur aðstoðarmaðurinn upp allar
beygjur, allar hæðir og öll börð sem framundan
em. Þetta gerir hann á 100 metra millibili. Ég
er á 120 til 150 kílómetra hraða og öll mín ein-
beitni fer í að halda stjóm á bílnum. Ég verð
að treysta fullkomlega á leiðsögn aðstoðar-
mannsins. Það liggur því í augum uppi að hann
verður að staðsetja leiðina af snerpu, öryggi og
nákvæmni. Hann má ekki gera minnstu mistök
því smávegis yfirsjón getur leitt til þess að við
lendum utan vegar og þá emm við jafnvel úr
leik.“
Rallkeppnimar em mislangar. Þær stuttu
standa að meðaltali yfir í tvo daga. Fyrri daginn
er keppt í 4 til 5 tíma en þann síðari hefst
keppni eldsnemma að morgni og það er keppt
framundir kvöldmat. Yfirleitt leggja kappamir
um 300 til 500 kílómetra að baki í þessum rall-
keppnum. Svo em nokkrar keppnir mun lengri
og erfiðari, til að mynda Ljómarallið sem er
1300-1500 kílómetrar, þar af 600-700 kílómetra
34 VIKAN 34. TBL