Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 47
Vikan — popp Umsjón: Helga Margrét Reykdal IIPIHS Leiðirnar til frægðar eru oft erfiðar og til eru ótrúleg- ustu leiðir til þess að ná frægð og frama. Fyrir nokkrum árum var Samantha Fox talsvert þekkt í Bretlandi sem módel og birtust nokkuð oft myndir af henni í einu dagblaði þar í landi, heldur fáklæddri. í dag er hún orð- in jafnþekkt fyrir söng og fyrir módelstörf. Samantha Fox ákvað strax þegar hún var lítil að fræg skyldi hún verða og alltaf var stefnan tekin á skemmt- anabransann. Hún var í skóla og frekar peningalítil þegar henni datt í hug að reyna að fá vinnu sem mód- el. Hún fór til Ijósmyndara til að láta taka af sér myndir til að senda í Ijósmyndasamkeppni. Ljósmyndari þessi stakk upp á að hún reyndi frekar fyrir sér í glansmyndun- um (þ.e. þar sem hún væri nokkuð fáklæddari). Samantha ræddi málin við foreldra sína og eftir að hafa fengið samþykki þeirra sló hún til. Þeir eru ófáir sem hafa undrast að foreldrar hennar skuli alla tíð hafa veitt henni fullan stuðning þar sem margir foreldrar mundu hafa ýmislegt við þessa atvinnu að athuga. Faðir hennar er meira að segja umboðsmað- ur hennar. Samantha Fox varð þekkt sem „topplausa stúlkan á blaðsíðu 3 í The Sun". Eftir að hafa náð nokkrum frama sem módel ákvað hún að halda inn á hina erfiðu braut poppsins. Fyrsta lag hennar, Touch Me (I Want Your Body), náði töluverðum vinsældum á síðasta ári og af samnefndri breiðskífu náðu lögin Do Ya Do Ya (Wanna Please Me) og Hold on Tight nokkrum vinsældum. Var það álit flestra að eftir þetta væri söngferli Samönthu lokið, þetta hefði bara verið einhver heppni. En hún var ekkert á þeim buxunum og fór í nokkuð vel heppnað söngferðalag. Á þessu ári komu út lögin Nothing's Gonna Stop Me now sem komst í áttunda sæti breska vinsældalistans og varð álíka vinsælt víða um Evrópu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er lagið I Surrender nýkomið út og má búast við að það geri það nokkuð gott eins og hin fyrri. Bæði þessi lög eru af annarri breiðskífu stúlkunnar og heitir skífan einfaldlega Sam- antha Fox. Bæði móðir hennar og faðir hafa nóg að gera við „fyr- irtækið Samönthu Fox" en hún er ekki bara módel og söngkona heldur framleiðir hún líka föt sem seljast nokkuð vel. Er línan í þeim nokkuð sexí. Samantha sagði fyrir nokkru að strákar væru óþarfi í lífi sínu en hún hlýtur að vera búin að skipta um skoð- un þar sem hún er ástfangin upp fyrir haus af Ástrala að nafni Peter Foster. Samantha segist lítið hafa breyst. Hún býr enn heima hjá foreldrum sínum og segist vera í aðalatriðum eins og stelpan í næsta húsi. Dæmi nú bara hver fyrir sig. 34. TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.