Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 12
Maria Priscilla Zanoria og Kjartan Emilsson kynntust á Flórida fyrir níu árum. Hjónin ásamt dætrum sínum, Rögnu og Þórhildi Snædisi.
Kuldinn vav verstur
Það gerðist á Flórida í Bandaríkjunum árið
1978 þegar hann var þar í námi og hún í sum-
arfríi. Hún er frá Filippseyjum og heitir Maria
Priscilla Zanoria og hann er íslenskur og heit-
ir Kjartan Emilsson. Þar kynntust þau til að
byrja með en síðan fór hvort til síns heima-
lands. Þau héldu sambandinu við með bréfa-
skriftum en um tveimur árum seinna
„auðnaðist mér að komast til Filippseyja",
eins og Kjartan orðar það.
„Þar kynntumst við betur og nokkrum
mánuðum seinna tókst mér að fá hana til að
koma hingað upp,“ segir Kjartan. En fannst
Priscillu erfitt að koma hingað og setjast að?
„Ja, það var erfitt og ekki erfitt. Ég þekkti
landið ekki og það er allt öðruvísi hér heldur
en á Filippseyjum en fólkið var allt svo gott
þannig að mér fannst það ekki svo erfitt. Eig-
inlega það eina sem mér fannst erfitt var
kuldinn. Ég kom hingað í desember og það
var hræðilega kalt og mér fannst erfitt að
venjast þessum kulda.“
En hvernig fannst Priscillu íslenskan; var
þetta ekki hálfgert hrognamál fyrir hana?
„Jú, en flestir sem ég þekki tala ensku og
töluðu við mig ensku til að byrja með en svo
fór ég á námskeið í einn vetur í íslensku. Mig
langaði svo mikið til að tala íslenskuna þann-
ig að fjölskyldan ákvað að tala bara við mig
íslensku svo að ég yrði að læra hana. Jæja,
þau töluðu bara við mig íslensku og ég skildi
ekki orð en þau þýddu síðan jafnóðum yfir á
ensku þannig að þetta síaðist smám saman
inn í mig.“
Hvað um hjónabönd milli einstaklinga af
ólíku þjóðerni? Halda þau Kjartan og Prisc-
illa að það gangi erfiðlegar í svoleiðis hjóna-
böndum heldur en hjá hjónum af sama
þjóðerni?
„Nei, það er ekki endilega erfiðara. Það
kostar að visu dálitlar tilslakanir á mörgum
sviðum, eins og til dæmis í mataræði hjá okk-
ur. Við erum vön svo ólíkum mat þannig að
við verðum að finna einhvern meðalveg."
Var eitthvert vandamál að velja landið til
að búa í eða var það alveg sjálfgefið að búa
hér á Islandi?
„Nei, það var ekkert vandamál. Mér var
alveg sama og vildi í rauninni vera hér. Mér
liður vel hérna og stelpunum líka þannig að
þetta er fint,“ segir Priscilla. En hvað finnst
Kjartani?
„Ég gæti alveg hugsað mér að búa á Filipps-
eyjum ef stjórnmálaástandið og efnahagsmál-
in breyttust eitthvað. Það er svo mikið
vandræðaástand þar núna en ef þetta lagast
einhvern tima þá er alveg eins sennilegt að
við flytjum út, allavega til að prófa.“
Kjartan og Priscilla eiga tvær dætur, þær
Rögnu, sem er 7 ára, og Þórhildi Snædísi sem
er 4 ára. Tala þær bara íslensku eða hefur
þeim eitthvað verið kennt í filippseysku?
„Nei, þær kunna ekkert í filippseysku. Það
eru svo margar mállýskur á Filippseyjum að
flestir tala ensku svo að við höfum bara kennt
þeim íslensku."
En hvernig tóku foreldrar þeirra Kjartans
og Priscillu því að þau ætluðu að giftast?
„Það kom þeim vissulega nokkuð á óvart,
raunar þónokkuð mikið, en þau tóku því samt
vel,“ segir Kjartan. Foreldrar Priscillu tóku
því líka vel en vissu ekki alveg hvar ísland
var en „þau treysta honum alveg", segir Pris-
cilla hlæjandi.
Priscilla starfar sem verkfræðingur og lærði
það fag úti á Filippseyjum. Hvernig er að
starfa sem verkfræðingur hér?
„Það er mjög gott en þegar ég kom hingað
fyrst var prófið mitt ekki tekið gilt þannig að
ég þurfti að vera einn vetur í háskólanum til
að mega starfa. En þetta gengur allt vel, við
erum alltaf sammála, ég og Kjartan, þannig
að þetta gengur allt erfiðleikalaust."
12 VIKAN 34. TBL