Vikan


Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 30
SAMSKiPg Heyrn, sjón og snerting: Hvert af þessum skilningarvitum nýtur sín best í samneyti þínu við annað fólk? Hvað er það í fari fólks sem gerir að verkum að þú manst eftir því? Er það útlitið, hljómur raddar- innar eða kannski tilfínningin í handabandinu? Svörin við þessum spurningum geta verið margvísleg og fara eftir því hvaða skynsvið þér er tamast að nota í mannlegum samskiptum. Til að ná sem bestu sambandi við hinar ýmsu og ólíku persónur, sem við umgöngumst, er nauðsynlegt að glöggva sig á starfsemi eigin skynfæra. Ég skoða þetta mál frá öðru sjónarhorni. Þetta leggst einhvern veginn öðruvísi í mig. Það klingir i höfðinu á mér að ekki er allt sem skyldi í þessu máli. Hér höfum við þrjár mismunandi fullyrðingar sem segja það sama eða öllu heldur virðast segja það sama. Það sem gerir þessar fullyrð- ingar ólíkar er að hver þeirra endurspeglar sérstakt svið skynjunar sem er notuð í boðskiptum manna á meðal. Það sem átt er við með boðskiptum er í rauninni öll tjáning og skynjun áreitis sem fólk verð- ur fyrir i daglegu lífi. Fyrsta setningin er sjónræn, önnur er hlaðin geðshræringu og vísar til tilfmninga en sú þriðja tengist heyrninni. Innan málvísinda er til ákveðin fræðigrein, sálfræðileg málvísindi, sem rannsakar hvernig fólk beitir þessum ólíku skynfærum i mannleg- um samskiptum. Fræðimenn, sem stunda þessar rannsóknir, halda fram að ef fólk væri meðvitaðra um eðli tjáningarinnar og gerði sér far um að beita henni á markvissari hátt þá mætti leysa mörg vanda- mál, svo sem misskilning og rangtúlkanir. Skýrari framsetning og opnari tjáning myndi auðvelda samskipti manna á meðal og gera einstaklinginn hæfari að takast á við lífið. Þessir fræðimenn beina athyglinni að hvernig fólk bregst við áreiti umhverfisins og hvað gerist í hugskoti þess í daglegri umgengni við annað fólk. Við getum til dæmis hugsað okkur mann sem er að spjalla við kunningja sinn. Samtímis því sem hann rabbar við kunn- ingjann skynjar hann urmul af allslags upplýsingum frá umhverfmu. Hljómur eigin raddar, tónhæð viðmælandans, hitastig, lýsing, þæg- indi húsgagnanna og stærð herbergisins, allt hefur þetta áhrif á manninn. Þessar upplýsingar berast skynjuninni og hafa áhrif á hann. Með þessi atriði í huga gerir hann sér ákveðna mynd af því sem á sér stað og gengur út frá þeim þegar hann greinir, gagnrýnir, dæmir, tekur ákvarðanir og að lokum framkvæmir. Þessar upplýsingar eða áreiti umhverfisins má flokka í þrjá megin- þætti: hljóðræna, sjónræna og snertanlega. Öll notum við þessa þrjá þætti til að skilja og skynja umhverfið en við gerum okkur ekki allt- af grein fyrir hvernig á að beita þeim í samskiptum við annað fólk. Persónulegar hneigðir, lífsreynsla og menntun veldur því að okkur hættir til að nota eitt kerfið á kostnað hinna. Svarið eftirfarandi spurningum með já eða nei ef þið hafið áhuga á að komast að hvaða skilningarvit þið notið. SJÓNRÆN BOÐSKIPTI 1. - Ég ver frístundum mínum fyrir framan sjónvarpið. 2. - Ég styðst við sjónminnið til að muna nöfn. 3. - Ég hef ánægju af að lesa bækur, greinar og tímarit. 4. - Ég kýs heldur að fá skrifleg tilmæli en munnlega tilsögn. 5. - Ég geri lista yfir þau atriði sem ég þarf að leggja á minnið. 6. - Ég fylgi uppskriftunum samviskusamlega þegar ég elda. 7. - Efég hefskriflegar leiðbeiningar get ég tekist á við hvað sem er. 8. - Ég legg mikið upp úr útliti mínu. 9. - Ég hef ánægju af að fara á listsýningar og söfn. 10. - Ég punkta venjulega hjá mér allar ákvarðanir í minnisblokk. 11. - Ég kann að meta góðar myndir í auglýsingum. 12. - Ég geri alltaf glósur þegar ég læri. 13. - Með landakort við höndina get ég farið allra minna ferða. 14. - Ég vil hafa snyrtilegt í kringum mig. 15. - Ég horfi á að minnsta kosti tvær myndir í hverri viku. 16. - Ég hef gaman af að fylgjast með fólki í kringum mig. 17. - Fólk sem gengur illa til fara hefur slæm áhrif á mig. 18. - Ég hugsa vel um bílinn minn. 30 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.