Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 31
’
19. - Mér líður vel að hafa blóm í kringum mig.
20. - Ég get ekki horft aðgerðalaus á skakka mynd uppi á vegg.
HLJÓÐRÆN BOÐSKIPTI
1. - Þegar ég á frí nýt ég þess að hlusta á tónlist.
2. - Ég endurtek sama nafnið upphátt þurfi ég að leggja það á
minnið.
3. - Ég hef gaman af að taka þátt í umræðum.
4. - Ég hef gaman af að hlusta á viðtöl í útvarpi eða sjónvarpi.
5. - Þegar ég er á ferðalögum kýs ég að gista á rólegum stöðum.
6. - Ég nota ákveðin lykilorð til að leggja upplýsingar á minnið.
7. - Ég er góður áheyrandi.
8. - Ég hlusta frekar á útvarpsfréttirnar heldur en að lesa dagblöðin.
9. - Ég tala oft upphátt við sjálfan mig.
10. - Öll framandi hljóð hafa truflandi áhrif á mig.
11. - Ég ber kennsl á fólk eftir því hvernig rödd þess hljómar.
12. - Ég safna hljómplötum.
13. - Þegar ég læri les ég mjög gjarna upphátt.
14. - Ég vil heldur halda fyrirlestur en að skrifa um viðfangsefnið.
15. - Ég hef gaman af að fara á tónleika.
16. - Það kemur fyrir að mér er sagt að ég tali of mikið.
17. - Ef ég tapa áttum og villist þá tek ég næsta mann tali og spyr
til vegar.
18. - Ég hef þann ávana að tala við hundinn minn.
19. - Ég tel á fingrum mér.
20. - Það er kækur hjá mér að stappa með öðrum fætinum þegar
ég hugsa.
BOÐSKIPTI BYGGÐ Á SNERTINGU
1. - Ég nýt þess að gera líkamsæfingar.
2. - Með bundið fyrir augun get ég greint á milli hliðstæðra hluta.
3. - Útivera á mjög vel við mig.
4. - Ég er mjög handlaginn.
5. - Ég hef tilhneigingu til að fitna.
6. - Stundum kemur fyrir mig að ég kaupi föt einungis vegna þess
að þau eru þægileg.
7. - Ég er mikill dýravinur og hef ánægju af að klappa þeim.
8. - Þegar ég tala við fólk þarf ég helst að snerta það.
9. - Mér fmnst notalegt að faðma lítil börn.
10. - Það reyndist auðvelt fyrir mig að læra að vélrita.
11. - Ég vil frekar stunda íþróttir en að horfa á kappleiki.
12. - Ég fer í heita sturtu að loknum starfsdegi.
13. - Mér finnst þægilegt að láta nudda mig.
14. - Fólk hefur orð á því hversu vel ég dansa.
15. - Ég æfi mig reglulega.
16. - Þegar ég vakna á morgnana þá teygi ég oftast nær vel úr mér.
17. - Handaband segir mér heilmikið um þann sem ég heilsa.
18. - Ég er hneigður fyrir föndur og er laginn í höndunum.
19. - Ég tala yfirleitt í lágum hljóðum.
20. - Líkami minn er lurkum laminn og uppspenntur eftir „erfiðan"
dag.
„SJÚKDÓMSGREININGIN“
Taktu saman fjölda jákvæðra svara í hverjum flokki fyrir sig. Sá
flokkur, sem fær flest stigin í þessari könnun, sýnir hvaða skilningar-
vit þú hefur næmast. Ef samræmi er á milli þeirra máttu hrósa happi
og vera ánægður. Það sem átt er við er að þá notar þú þessi þrjú
kerfi jöfnum höndum þannig að skynsviðin starfa saman ogjafnvægi
ríkir. En ef svo vill til að þú reynist ekki hafa neitt stig í einum flokkn-
um þá er sá þáttur vanþróaðastur. Ef þú þarft að hafa samskipti við
marga, ert til dæmis kennari, þarfnast þú sérstakrar þjálfunar. Það
er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir hvernig þú getur þjálfað ákveð-
in skilningarvit og öðlast þannig næmari skilning á þeim er þú
umgengst.
34. TBL VIKAN 31