Vikan - 20.08.1987, Blaðsíða 43
Pósturinn
AFSKIPTASEMI
Halló, kæri Póstur.
Ég er tólf ára og ósköp venjuleg stelpa. Ég
bý heima hjá pabba og mömmu og á engin
systkini. Vandamálið, sem ég ætla að leita til
þín með, er að það vilja allir ráða yfir mér.
Það vita allir miklu betur en ég sjálf hvað
mér er fyrir bestu, hvað mér á að þykja
skemmtilegt og jafnvel hvaða krakka ég á að
umgangast. Ég er orðin hundleið á þessari
afskiptasemi. Það gengur svo langt að ég fæ
varla að velja fötin sem ég geng í því að
mamma þykist alltaf sjá betur en ég hvað
klæðir mig best. Vinkonur mínar stríða mér
á hvað ég er konulega klædd og segja að ég
sé smækkuð mynd af mömmu. Þetta er algjör-
lega óþolandi. Um daginn fór ég á hár-
greiðslustofu og lét klippa mig stutt, reyndar
dálítið rnikið stutt, en mér fannst það flott.
Þegar ég kom heim fékk mamma kast,
skammaðist og reifst yfir að ég hefði eyðilagt
á mér hárið. Það hefði mátt halda að ég hefði
komist í hausinn á henni með skæri. Nú neit-
ar hún mér um vasapeninga og lætur mig
púla í heimilisverkunum til að refsa mér.
Hvað get ég gert til að fá að ráða mér meira
sjálf? Ég hef talað um þetta við pabba og ég
held að hann sé farinn að fatta vitleysuna í
þessu öllu saman en mamma vill ráðskast
með mig i einu og öllu.
Ein sem ekkert má.
Það getur verid erfitt aá vera einbirni. Öll
ást og umhyggja foreldranna beinist að einu
barni og er erfitt að brjótast undan ofurvaldi
þeirra án þess að valda árekstrum og jafnvel
sárindum. í þínu tilfelli er stjórnsemi foreldr-
anna J'ullmikil þrátt fyrir að þú sért einungis
tólf ára. Þú verður að fá ráðrúm til að rakta
með þér sjálfstæði og sjálfstraust. Þetta er ekki
luegt nema foreldrarnir slaki örlítið á taum-
haldinu og treysti þér til að velja þína eigin
vini, svo ekki sé nú minnst á fatuvalió. Þú œtt-
ir aó rœóa vió móður þína i rólegheitunum um
þessi mál og leiða henni fyrir sjónir að þó að
hún sé afar smekkleg þá hafi hennar stíll ekki
unglingum. Einnig verður hún að glöggva sig á
aó þú þekkir krakkana, sem þú umgengst, bet-
ur en hún og ef þið eruó ósköp venjulegir
krakkar œtti að vera ástœðulaust að banna þér
að umgangast surna þeirra. Hvað hárgreiðsluna
varóar og uppistandið i kringum hana er Ijóst
aó það er ekki klippingin sjálf sem verið er að
þrasa um. Mér virðist þú hafa notað hana sem
sjálfstœðisyjirlýsingu sem móðir þín sœttir sig
ekki vió. Hún kann aó hafa tekió af þér pening-
ana til aó láta þig Jinna að þú ert háð foreldrum
þinum. Taktu þessu öllu með jafnaðargeði því
að mamma þín hlýtur að áitta sig á að þetta
eru háljhjákátleg viðbrögð við ekki alvarlegri
athöfn en einni klippingu. Það eina sem er til
ráöa í þessum málum er að ræða í bróðerni um
vandamálið og reyna aó komast að samkomu-
lagi sem allir geta fallist á.
ÁHRIF BÆTIEFNA Á LÍKAMANN
Halló Póstur.
Ég hef aldrei skrifað Póstinum áður og
vona að þú bregðist fljótt og vel við forvitni
minni. Ég er ákaflega sæl með holdafarið og
ástamálin eru í góðu lagi hjá mér þannig að
þú þarft ekki að velta þér upp úr þeim enda
er ég efins um að þú getir nokkuð gert sem
ég ræð ekki betur við sjálf. Það sem mig lang-
ar að bera upp við þig eru upplýsingar um
bætiefni, hvaða hlutverki hin ýmsu bætiefni
gegna fyrir likamann, til dæmis hvaða bæti-
efni eru fyrir bein, tennur, hár, neglur og fleira.
Rósa
Ekki hefur pósturinn tök á að gera bœtiefnum
og áhrifum þeirra tœmandi skil. Hér fylgja þó
fáeinar athugasemdir um þau sem eru algeng-
ust. Pósturinn vill benda þér á að nánari
upplýsingar getur þú fengið í sérverslunum sem
selja heilsufæði og náttúruleg bœtiefni cða hjá
lœknum og nceringarsérfrœðingum.
A-vítamín er nauðsynlegt vegna vaxtar barna
og unglinga, fyrir sjónina, húó og slímhimnur.
Það J'mnst i lýsi, fiski, smjöri, gulrótum og
grœnkáúi.
B-vítamín er samheiti fyrir nokkur efni og
er mikilvœgt fyrir bruna í líkamanum. Þaó á
þátt í myndun rauðra blóðkorna og verndar húð
og slímhimnur og hefur því áhrif á hár og negl-
ur. Skortur á þessum efnum veldur lystarleysi
og þreytu. B-vítamín er helst aó fmna í grófum
kornmat og lifur.
C-vítamín stjórnar súrefnisneyslu frumnanna.
Það er mikilvœgt fyrir bandvefi, bein, tennur
og æóar. C-vítamin safnast ekki upp í líkaman-
um og er því nauðsynleg að neyta þess á hverjum
degi. Mikið er af C-vítamíni í sítrusávöxtum,
svo sem appelsinum og sítrónum.
D-vítamín er nauðsynlegt fyrir bein og tenn-
ur, sérstaklega á uppvaxtarárunum og við
þungun. Það myndast meðal annars ef sólar-
Ijósið skín á likamann. Lýsi er besta uppspretta
D-vítamíns sem völ er á.
E-vítamin er nauðsynlegt fyrir efnaskipti
eggjahvítuefna og fósturþroska
Járn er nauðsynlegt vió myndun rauðra blóð-
korna og ve/dur skortur á því blóðleysi. Mikið
er af járni i slátri, lifur, eggjum og kjöti.
Kalk er nauðsynlegt fyrir bein og tennur.
Kalkrík faða, t.d. ostur, skyr og mjólk, er mikil-
vœg fyrir börn, barnshafundi konur og konur
sem hafa börn á brjósti.
Fosfór er byggingarefni beina ásamt kalki
og hjálpar til við að brenna kolvetnum, hvitu
og fitu í líkamanum. Yfrleitt fœr fólk nœgju
sína af fosfór úr venjulegri, hollrifœðu.
Joð er nauðsynlegt fyrir starfsemi skjald-
kirtils og fast helst úr fiski og öðrum sjávaraf-
uróum.
Eflíkaminn er heilbrigður losar hann sig vió
ofgnótt af batiefnum og steinefnum úr líkaman-
um. A-vítamín í of miklum mali getur valdið
eitrun, einnig D-vítamín. Undir venjulegum
kringumstaðum nagir að Jólk borði fjölbreytta
faðu til að J'uUnagja vítamín- og steinefnaþörf
sinni. Ágatt er að taka eina teskeið af lýsi á
hverjum degi, sérstaklega yfir vetrartímann.
Konur þurj'a oft að taka jáirntöflur vegna blóð-
leysis og konur meó börn á brjósti taka oftast
inn samsettar vítamíntöflur og járn. Fólk atti
ekki að taka hvort tveggja í einu, vítamín og lýsi.
34. TBL VIKAN 43