Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 7

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 7
Listasafn Einars Jónssonar Bygging Listasafns Einars Jónssonar hófst árið 1916. Mynd- höggvarinn stóð sjálfur fyrir byggingu hússins og var það gert með það markmið í huga að þjóna allt í senn sem íbúðarhús, vinnustofa og geymsluhúsnæði fyrir verk hans. Þetta hús, sem nú stendur við Njarðargötu, er fyrsta húsið sem reist var á traust- um grunni efst á Skólavörðuholti. Það var löngum kallað Hnitbjörg af almenningi en Einar Jónsson vildi ekki taka þá nafn- gift gilda. I júní 1923 var húsið opnað almenningi og hefur verið það síðan. Einar gaf þjóðinni verk sín og húsið eftir sinn dag. I dag þjónar húsið einvörðungu sem safn. Margur íslendingur- inn hefur staldrað þar við og dáðst að verkum myndhöggvarans. Baka til við húsið er stór garður, þéttsetinn verkum Einars ásamt fallegum trjágróðri og blómum. Landshöfðingjanusið, oft kallað Næpan, er við Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Magnús Stephensen landshöfðingi lét byggja húsið árið 1903 og fluttist hann þangað ásamt fjölskyldu sinni árið eftir. í húsinu bjó hann þar til yfir lauk, árið 1917. Síðar áttu margir eftir að eignast húsið en misvel var farið með það. Að lokum komst það í hendur Menningarsjóðs og sá Menntamálaráð um að gera húsið upp. Það var fært í upphaflegt horf og má með sanni segja að húsið sé borginni til mikillar prýði. Það sem vekur sérstaka athygli og gerir húsið mjög sérstakt er stór, lauklaga turn sem upp úr því stendur. Frá honum tekur húsið nafnið Næpan sem notað er í daglegu tali. mmmm Borgarbókasafn Reykjavíkur Borgarbókasafn Reykjavíkur er mjög reisulegt hús sem stendur við Þingholtsstræti 29a. Hús þetta er eitt af elstu steinsteypuhúsun- um sem byggð voru í Reykjavík. Það var byggt um 1916 af þýskum kaupmanni, Obenhaupt að nafni. Síðar keypti Ólafur Þ. Johnson stórkaupmaður húsið. Ólafur var annar tveggja stofn- enda fyrstu íslensku heildverslunarinnar, Ó. Johnson & Kaaber. Hann átti húsið lengi og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Þriðji stórkaupmaðurinn, Arni Jónsson, eignaðist síðar húsið. En hann seldi Reykjavíkurborg það árið 1952. Þá var þegar ákveðið að nota húsnæðið undir bæjarbókasafn þar sem bókasafnið hafði lengi búið við lakan kost í húsnæðismálum. Nú á dögum er hús- ið yfirleitt kallað Borgarbókasafnið af íbúum borgarinnar en upp- haflega kallaðist það Esjuberg. í millitíðinni var nafn hússins stytt og var kallað Berg áður en Borgarbókasafnið fluttist þangað. Texti: Jóna Björk Guðnadóttir Myndir: helgi skj. friðjónsson 37. TBL VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.